Ráðherra andvígur undanþágu frá lögum fyrir kísilver á Bakka Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 22. júlí 2017 07:00 Fjölmenni var á Bakka við athöfn við upphaf framkvæmda í september 2015. vísir/auðunn Reglurnar sem settar voru á Alþingi í vor eiga að gilda umsvifalaust og án undanþága, segir Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra, aðspurð um tillögu Umhverfisstofnunar að rekstrarleyfi fyrir PCC á Bakka. Samkvæmt tillögunni fær kísilverið á Bakka heimild til að losa fjórfalt meira af ryki út í andrúmsloftið fyrstu tvö rekstrarárin en heimilt er samkvæmt Evróputilskipun sem var innleidd með lagabreytingu hér á landi í vor. Að þeim tíma liðnum ber kísilverinu halda sig innan við 5 milligrömm á rúmmetra en fær þó samkvæmt tillögu Umhverfisstofnunar að fjórfalda það losunarmagn 20 prósent starfstímans eða sem samsvarar 73 dögum á ári.Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar.„Í rauninni er verið að lækka mörkin en hingað til hafa fyrirtæki fengið ákveðið svigrúm. Þetta er tillaga að útfærslu sem er nú til umsagnar og við hvetjum fólk til að senda okkur athugasemdir,“ segir Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar. Kristín Linda bendir á að bæði stjórnvöld og fyrirtæki, þar á meðal Thorsil og United Silicon, hafi fjögur ár til að bregðast við þessum nýju skilyrðum. Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra segir að hertu reglurnar hafi verið samþykktar með öllum greiddum atkvæðum á Alþingi í vor. „Það er mikilvægt að vilji kjörinna fulltrúa gildi umsvifalaust og án undanþága.“Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra.Í tillögunni er einnig lagt til að aðrir stuðlar verði notaðir til útreiknings á þungmálmalosun, eftir óskum rekstraraðilans og að miðað verði við stuðla sem eru þróaðir af starfandi sérfræðingi hjá Elkem ASA Silicon Materials í Noregi. Nýju stuðlarnir taki meira tillit til notkunar en Kristín Linda segir þá gömlu gefa hærri losunartölur en raunin sé. „Markmið Umhverfisstofnunar er að ýta á fyrirtæki að styðjast við nákvæmari tölur frekar en reikningsstuðla,“ segir Kristín. Ekki er sjálfgefið að nýju stuðlarnir eigi að gilda fyrir allar verksmiðjurnar og því mögulegt að mismunandi stuðlar gildi um þær silíkonverksmiðjur sem hér starfa. Björt segist ekki geta metið, að svo stöddu, hvaða stuðlar séu bestir en almennt hljóti að fara best á því að nota samræmd eftirlitstæki fyrir sambærilegar verksmiðjur. „Eftirlitið þarf að vera eins gegnsætt og kostur er til að almenningur hafi tök á að fylgjast með mengandi stóriðju í landinu.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Fleiri fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira
Reglurnar sem settar voru á Alþingi í vor eiga að gilda umsvifalaust og án undanþága, segir Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra, aðspurð um tillögu Umhverfisstofnunar að rekstrarleyfi fyrir PCC á Bakka. Samkvæmt tillögunni fær kísilverið á Bakka heimild til að losa fjórfalt meira af ryki út í andrúmsloftið fyrstu tvö rekstrarárin en heimilt er samkvæmt Evróputilskipun sem var innleidd með lagabreytingu hér á landi í vor. Að þeim tíma liðnum ber kísilverinu halda sig innan við 5 milligrömm á rúmmetra en fær þó samkvæmt tillögu Umhverfisstofnunar að fjórfalda það losunarmagn 20 prósent starfstímans eða sem samsvarar 73 dögum á ári.Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar.„Í rauninni er verið að lækka mörkin en hingað til hafa fyrirtæki fengið ákveðið svigrúm. Þetta er tillaga að útfærslu sem er nú til umsagnar og við hvetjum fólk til að senda okkur athugasemdir,“ segir Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar. Kristín Linda bendir á að bæði stjórnvöld og fyrirtæki, þar á meðal Thorsil og United Silicon, hafi fjögur ár til að bregðast við þessum nýju skilyrðum. Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra segir að hertu reglurnar hafi verið samþykktar með öllum greiddum atkvæðum á Alþingi í vor. „Það er mikilvægt að vilji kjörinna fulltrúa gildi umsvifalaust og án undanþága.“Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra.Í tillögunni er einnig lagt til að aðrir stuðlar verði notaðir til útreiknings á þungmálmalosun, eftir óskum rekstraraðilans og að miðað verði við stuðla sem eru þróaðir af starfandi sérfræðingi hjá Elkem ASA Silicon Materials í Noregi. Nýju stuðlarnir taki meira tillit til notkunar en Kristín Linda segir þá gömlu gefa hærri losunartölur en raunin sé. „Markmið Umhverfisstofnunar er að ýta á fyrirtæki að styðjast við nákvæmari tölur frekar en reikningsstuðla,“ segir Kristín. Ekki er sjálfgefið að nýju stuðlarnir eigi að gilda fyrir allar verksmiðjurnar og því mögulegt að mismunandi stuðlar gildi um þær silíkonverksmiðjur sem hér starfa. Björt segist ekki geta metið, að svo stöddu, hvaða stuðlar séu bestir en almennt hljóti að fara best á því að nota samræmd eftirlitstæki fyrir sambærilegar verksmiðjur. „Eftirlitið þarf að vera eins gegnsætt og kostur er til að almenningur hafi tök á að fylgjast með mengandi stóriðju í landinu.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Fleiri fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira