Innlent

„Maður veltir því fyrir sér hvort garðyrkjustjóri hafi ekkert betra að gera“

Erla Björg Gunnarsdóttir og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa
Hrafn Gunnlaugsson segist eiga eftir að sakna hvannarinnar.
Hrafn Gunnlaugsson segist eiga eftir að sakna hvannarinnar.
Tröllahvönn var fjarlægð af Laugarnestanga í dag enda hefur hún dreift sér hratt og getur valdið mönnum skaða. Hrafn Gunnlaugsson, sem býr í miðju hvannstóðinu, var hins vegar ósáttur við verk hópsins og vill að náttúran sé látin í friði. Hann segist eiga eftir að sakna hópsins.

Sjaldgæfur og suðrænn gróður

„Þetta er sennilega eini staðurinn í Reykjavík þar sem maður sér svona trópikal gróður. Maður veltir því fyrir sér hvort garðyrkjustjóri hafi ekkert annað betra að gera,“ segir Hrafn. Einhverjir vilja þó meina að Hrafn hafi sáð fyrir hvönninni.

„Ég fjarlægi ekki neitt og sái engu. Ég dáist að náttúrunni ef hún fær að vera hún sjálf og þau blóm sem vilja vaxa á Íslandi, við eigum að bjóða þau velkomin. Hvort sem það er lúpína, skógarkerfill eða tröllahvönn. Ég skil ekki af hverju við eigum að hatast yfir ákveðnum tegundum af jurtum. Við gætum þá alveg eins farið að hatast við ákveðnar tegundir af fólki. Það er kannski næsta skrefið.“

Hér má sjá hendur drengsins eftir að dágóður tími er liðinn frá því að brunasárin byrjuðu að myndast. Sárin á vinstri hendi eru byrjuð að gróa.
Getur valdið skaða

Starfsmenn Reykjavíkurborgar hófust handa í morgun við að uppræta plöntuna en þeir voru allir klæddir í sérstaka hlífðarbúninga því plantan getur verið eitruð. Ein tegund tröllahvannarinnar, bjarnarklóin, hefur verið nokkuð í umræðunni síðustu daga eftir að ungur drengur brann illa á höndum, líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd.

Stöð 2 leit við á Laugarnestanga í dag, þar sem starfsmenn voru í óðaönn við að rífa upp plöntuna, líkt og sjá má hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×