María átti að byrja leikinn en meiddist í upphitun og gat því ekki spilað leikinn. Hún spilaði mjög vel í fyrsta leik norska liðsins á mótinu sem var á móti Hollandi og þetta eru því slæmar fréttir fyrir Norðmenn.
Ingrid Marie Spord kom inn í liðið fyrir Maríu. Maren Mjelde og Nora Holstad Berge spila saman í vörninni.
María er frekar nýkomin til baka eftir löng og leiðinleg meiðsli og vonandi eru þessi meiðsli ekki alvarlega.
