Drengur brann illa á höndum eftir tröllahvönn: Reykjavíkurborg berst gegn nýrri plágu Erna Agnes Sigurgeirsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 20. júlí 2017 15:45 Hér má sjá hendur drengsins eftir að dágóður tími er liðinn frá því að brunasárin byrjuðu að myndast. Sárin á vinstri hendi eru byrjuð að gróa. Tólf ára drengur brann á höndum í Vesturbæ Reykjavíkur í síðustu viku eftir að hafa komist í nálægð við svokallaða húnakló sem er ein tegund tröllahvannar. Amma drengsins birti mynd af sárum hans á Facebook í vikunni til að vekja athygli á þeim skaða sem plantan getur valdið og til að vara aðra við honum. Skaðinn kom þó ekki í ljós fyrr en 48 klukkustundum eftir að drengurinn komst í snertingu við plöntuna. Á vef Reykjavíkurborgar segir að tröllahvannir hafi dreift sér hratt um borgarland Reykjavíkur og það sé áhyggjuefni.Getur valdið blindu ef safi plöntunnar berst í augu „Þær eru þekktar erlendis fyrir að vera ágengar og bola öðrum gróðri burt. Vegna stærðar sinnar geta þær myndað mjög þétt gróðurbelti. Þær eru skilgreindar sem framandi, ágengar tegundir hérlendis sem geta ógnað öðrum gróðursamfélögum og því er óheimilt að flytja þær til landsins. Af tröllahvönnum stafar einnig slysahætta því safinn í stönglum og blöðum þeirra er eitraður. Í honum eru efni sem virkjast í sólarljósi og geta valdið alvarlegum bruna á húð og skilið eftir sig varanleg ör. Einnig getur safinn valdið blindu ef hann berst í augu,“ segir á vef borgarinnar. Snorri Sigurðsson, líffræðingur og verkefnisstjóri deildar náttúru og garða hjá Reykjavíkurborg, segir að þau viti af slysinu sem átti sér stað í Vesturbænum. „Þetta heitir húnakló og er öllu minni og ekki eins ógnvænleg en hefur verið að dreifast á ákveðnum svæðum í Vesturbænum á síðustu árum mjög mikið. Þetta er bara frekar nýtt vandamál,“ segir Snorri sem segir verk að vinna við að uppræta tröllahvannir á Reykjavíkursvæðinu.Kortleggja tröllahvönn Reykjavíkurborg vinnur nú að því að kortleggja tröllahvönn á Reykjavíkursvæðinu. Kortlagning hafðist fyrir þremur árum en í sumar hefur allt farið á fullt og er sérstakur starfsmaður sem sér um verkefnið. Snorri segir að heildarútbreiðslan sé ekki að stækka mikið á milli ára en hins vegar séu tilfellin á hverjum stað oft að versna. „Þetta er svolítil tímasprengja,“ segir Snorri. Hann segir að þeir fylgist vel með málum. „Við vitum hvar þær eru í borginni. Nýjustu skref voru einmitt, núna þegar það hefur verið staðfest, að senda út tilkynningar til almennings um stöðuna en það á eftir að útfæra betur verkáætlun hjá okkur um upprætingu,“ segir Snorri.Eiga fullt í fangi Hann bendir á að bjarnarklóin sé hættulegust af tröllahvönn. Snorri segir að fólk sé ekki mjög meðvitað um skaðsemi tröllahvannar. „Bjarnarklóin er í raun miklu hættulegri og finnst allvíða líka. Á morgun verður stórt upprætingaverkefni í Laugarnesi sem er í raun erfiðasti staðurinn hvað varðar þá tegund. Þetta er bara svo mikið verkefni að við eigum í fullu fangi með þetta,“ segir Snorri og nefnir að þetta sé fremur nýtt vandamál fyrir alla. Fólk er ekki duglegt að tilkynna tilfelli inn að sögn Snorra en oft séu þær að koma seinni part sumars. Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Tólf ára drengur brann á höndum í Vesturbæ Reykjavíkur í síðustu viku eftir að hafa komist í nálægð við svokallaða húnakló sem er ein tegund tröllahvannar. Amma drengsins birti mynd af sárum hans á Facebook í vikunni til að vekja athygli á þeim skaða sem plantan getur valdið og til að vara aðra við honum. Skaðinn kom þó ekki í ljós fyrr en 48 klukkustundum eftir að drengurinn komst í snertingu við plöntuna. Á vef Reykjavíkurborgar segir að tröllahvannir hafi dreift sér hratt um borgarland Reykjavíkur og það sé áhyggjuefni.Getur valdið blindu ef safi plöntunnar berst í augu „Þær eru þekktar erlendis fyrir að vera ágengar og bola öðrum gróðri burt. Vegna stærðar sinnar geta þær myndað mjög þétt gróðurbelti. Þær eru skilgreindar sem framandi, ágengar tegundir hérlendis sem geta ógnað öðrum gróðursamfélögum og því er óheimilt að flytja þær til landsins. Af tröllahvönnum stafar einnig slysahætta því safinn í stönglum og blöðum þeirra er eitraður. Í honum eru efni sem virkjast í sólarljósi og geta valdið alvarlegum bruna á húð og skilið eftir sig varanleg ör. Einnig getur safinn valdið blindu ef hann berst í augu,“ segir á vef borgarinnar. Snorri Sigurðsson, líffræðingur og verkefnisstjóri deildar náttúru og garða hjá Reykjavíkurborg, segir að þau viti af slysinu sem átti sér stað í Vesturbænum. „Þetta heitir húnakló og er öllu minni og ekki eins ógnvænleg en hefur verið að dreifast á ákveðnum svæðum í Vesturbænum á síðustu árum mjög mikið. Þetta er bara frekar nýtt vandamál,“ segir Snorri sem segir verk að vinna við að uppræta tröllahvannir á Reykjavíkursvæðinu.Kortleggja tröllahvönn Reykjavíkurborg vinnur nú að því að kortleggja tröllahvönn á Reykjavíkursvæðinu. Kortlagning hafðist fyrir þremur árum en í sumar hefur allt farið á fullt og er sérstakur starfsmaður sem sér um verkefnið. Snorri segir að heildarútbreiðslan sé ekki að stækka mikið á milli ára en hins vegar séu tilfellin á hverjum stað oft að versna. „Þetta er svolítil tímasprengja,“ segir Snorri. Hann segir að þeir fylgist vel með málum. „Við vitum hvar þær eru í borginni. Nýjustu skref voru einmitt, núna þegar það hefur verið staðfest, að senda út tilkynningar til almennings um stöðuna en það á eftir að útfæra betur verkáætlun hjá okkur um upprætingu,“ segir Snorri.Eiga fullt í fangi Hann bendir á að bjarnarklóin sé hættulegust af tröllahvönn. Snorri segir að fólk sé ekki mjög meðvitað um skaðsemi tröllahvannar. „Bjarnarklóin er í raun miklu hættulegri og finnst allvíða líka. Á morgun verður stórt upprætingaverkefni í Laugarnesi sem er í raun erfiðasti staðurinn hvað varðar þá tegund. Þetta er bara svo mikið verkefni að við eigum í fullu fangi með þetta,“ segir Snorri og nefnir að þetta sé fremur nýtt vandamál fyrir alla. Fólk er ekki duglegt að tilkynna tilfelli inn að sögn Snorra en oft séu þær að koma seinni part sumars.
Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira