KR, sem mætir Víkingi Ólafsvík í kvöld, sló til og bauð kappanum á völlinn í kvöld eins og sjá má á Twitter-síðu KR-inga. VIP-miðar voru auðvitað í boði fyrir Barton, sem virðist njóta lífsins í sólinni í Reykjavík.
Hann var síðast á mála hjá Burnley og var þar samherji Jóhanns Bergs Guðmundssonar en er nú án félags. Barton var reyndar dæmdur í langt keppnisbann fyrir að þverbrjóta reglur um veðmál.
Sjá einnig: Barton dæmdur í 18 mánaða bann
Barton er 34 ára og á skrautlegan feril að baki. Einna þekktastur er hann fyrir að hafa setið í fangelsi í 77 daga fyrir líkamsárás árið 2008.
Hi Joey!
— KR Reykjavik FC (@KRreykjavik) July 31, 2017
We would love to have you at the KR game tonight!
There are 2 golden tickets, VIP, waiting for you at the gate
See you tonight :D