Aldrei ætlunin að nota myndirnar til að selja kjóla Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 31. júlí 2017 18:48 Hér sést Björt í kjól Galvan á Instagram hönnunarmerkisins. Mynd/Skjáskot af Instagram Tilgangurinn með myndum af Björtu Ólafsdóttur umhverfis- og auðlindaráðherra í kjól frá Galvan London í þingsal var aldrei að selja kjóla „út í hinum stóra heimi.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Sólveigu Káradóttur, einum stofnanda Galvan London, sem Vísir hefur undir höndum. „Hugmyndin var sú að nota GalvanLondon til þess að þjóna íslenskum konum, ekki íslenska konu til þess að þjóna GalvanLondon, með því að sýna heiminum hvernig íslenskar konur geta risið til valda í okkar kyrkingslegu stjórnmálum þrátt fyrir æsku og fegurð,“ segir meðal annars í tilkynningu frá Sólveigu. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að Björt hafi látið mynda sig í kjól frá fyrirtækinu breska fyrirtækinu Galvan, en Sólveig Káradóttir er góð vinkona hennar. Fréttin vakti mikla athygli og hafa ýmsir orðið til að gagnrýna ráðherra fyrir að vera á afar gráu siðferðilegu svæði með því að misnota aðstöðu sína og auglýsa varning fyrir vinkonu sína á vettvangi hins háa Alþingis. Björt hefur í tvígang í dag beðist afsökunar á málinu.Tilkynning Sólveigar í heild sinni: Fyrir nokkrum árum stofnaði ég ásamt vinkonum mínum tveimur tískufyrirtæki sem heitir GalvanLondon sem hannar og býr til fínan klæðnað á konur. Vörur frá fyrirtækinu eru nú í um það bil 70 þekktustu tískuvöruverslunum heims og myndir af frægum konum beggja vegna Atlantshafsins klæddar í fötin okkar birtast reglulega í heimspressunni.Þegar við Björt Ólafsdóttir vinkona mín og ráðherra létum taka af henni myndir í einum af kjólunum okkar í salarkynnum Alþingis var hugmyndin aldrei sú að nota þær til þess að selja kjóla út í hinum stóra heimi vegna þess að þrátt fyrir ótrúlega mikla verðleika hefur hún líklega ekki það til að bera sem selur kjóla utan Íslands sem er ekki á markaðssvæði GalvanLondon.Hugmyndin var að sýna heiminum íslenska konu sem sameinar það að vera ung og falleg og glæsileg og sterk og gáfuð og kjarkmikil, sýna heiminum konu sem hefur sýnt langt nef þeim karlrembukúltúr sem ríður röftum í íslenskum stjórnmálum. Hugmyndin var sú að nota GalvanLondon til þess að þjóna íslenskum konum, ekki íslenska konu til þess að þjóna GalvanLondon, með því að sýna heiminum hvernig íslenskar konur geta risið til valda í okkar kyrkingslegu stjórnmálum þrátt fyrir æsku og fegurð. Tengdar fréttir Óvenjulegt að ráðherra kynni kjól í sal Alþingis Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, braut ekki reglur með því að sitja fyrir á ljósmynd í þingsal Alþingis fyrir tískuvörumerkið Galvan London. Óvenjulegt að salurinn sé notaður í auglýsingaskyni, segir skrifstofustjóri Alþingis. 31. júlí 2017 07:00 Stóra kjólamálið: Björt segist hafa sýnt dómgreindarleysi Umhverfisráðherra játar að hafa farið fram úr sér í fyrstu viðbrögðum og biðst nú afsökunar. 31. júlí 2017 13:29 Björt hæðist að fréttinni af kjólnum og tengir við feðraveldið Í siðareglum Alþingis segir að ráðherra eigi ekki að notfæra sér stöðu sína til persónulegs ávinnings fyrir nákomna aðila. 31. júlí 2017 11:49 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Tilgangurinn með myndum af Björtu Ólafsdóttur umhverfis- og auðlindaráðherra í kjól frá Galvan London í þingsal var aldrei að selja kjóla „út í hinum stóra heimi.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Sólveigu Káradóttur, einum stofnanda Galvan London, sem Vísir hefur undir höndum. „Hugmyndin var sú að nota GalvanLondon til þess að þjóna íslenskum konum, ekki íslenska konu til þess að þjóna GalvanLondon, með því að sýna heiminum hvernig íslenskar konur geta risið til valda í okkar kyrkingslegu stjórnmálum þrátt fyrir æsku og fegurð,“ segir meðal annars í tilkynningu frá Sólveigu. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að Björt hafi látið mynda sig í kjól frá fyrirtækinu breska fyrirtækinu Galvan, en Sólveig Káradóttir er góð vinkona hennar. Fréttin vakti mikla athygli og hafa ýmsir orðið til að gagnrýna ráðherra fyrir að vera á afar gráu siðferðilegu svæði með því að misnota aðstöðu sína og auglýsa varning fyrir vinkonu sína á vettvangi hins háa Alþingis. Björt hefur í tvígang í dag beðist afsökunar á málinu.Tilkynning Sólveigar í heild sinni: Fyrir nokkrum árum stofnaði ég ásamt vinkonum mínum tveimur tískufyrirtæki sem heitir GalvanLondon sem hannar og býr til fínan klæðnað á konur. Vörur frá fyrirtækinu eru nú í um það bil 70 þekktustu tískuvöruverslunum heims og myndir af frægum konum beggja vegna Atlantshafsins klæddar í fötin okkar birtast reglulega í heimspressunni.Þegar við Björt Ólafsdóttir vinkona mín og ráðherra létum taka af henni myndir í einum af kjólunum okkar í salarkynnum Alþingis var hugmyndin aldrei sú að nota þær til þess að selja kjóla út í hinum stóra heimi vegna þess að þrátt fyrir ótrúlega mikla verðleika hefur hún líklega ekki það til að bera sem selur kjóla utan Íslands sem er ekki á markaðssvæði GalvanLondon.Hugmyndin var að sýna heiminum íslenska konu sem sameinar það að vera ung og falleg og glæsileg og sterk og gáfuð og kjarkmikil, sýna heiminum konu sem hefur sýnt langt nef þeim karlrembukúltúr sem ríður röftum í íslenskum stjórnmálum. Hugmyndin var sú að nota GalvanLondon til þess að þjóna íslenskum konum, ekki íslenska konu til þess að þjóna GalvanLondon, með því að sýna heiminum hvernig íslenskar konur geta risið til valda í okkar kyrkingslegu stjórnmálum þrátt fyrir æsku og fegurð.
Tengdar fréttir Óvenjulegt að ráðherra kynni kjól í sal Alþingis Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, braut ekki reglur með því að sitja fyrir á ljósmynd í þingsal Alþingis fyrir tískuvörumerkið Galvan London. Óvenjulegt að salurinn sé notaður í auglýsingaskyni, segir skrifstofustjóri Alþingis. 31. júlí 2017 07:00 Stóra kjólamálið: Björt segist hafa sýnt dómgreindarleysi Umhverfisráðherra játar að hafa farið fram úr sér í fyrstu viðbrögðum og biðst nú afsökunar. 31. júlí 2017 13:29 Björt hæðist að fréttinni af kjólnum og tengir við feðraveldið Í siðareglum Alþingis segir að ráðherra eigi ekki að notfæra sér stöðu sína til persónulegs ávinnings fyrir nákomna aðila. 31. júlí 2017 11:49 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Óvenjulegt að ráðherra kynni kjól í sal Alþingis Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, braut ekki reglur með því að sitja fyrir á ljósmynd í þingsal Alþingis fyrir tískuvörumerkið Galvan London. Óvenjulegt að salurinn sé notaður í auglýsingaskyni, segir skrifstofustjóri Alþingis. 31. júlí 2017 07:00
Stóra kjólamálið: Björt segist hafa sýnt dómgreindarleysi Umhverfisráðherra játar að hafa farið fram úr sér í fyrstu viðbrögðum og biðst nú afsökunar. 31. júlí 2017 13:29
Björt hæðist að fréttinni af kjólnum og tengir við feðraveldið Í siðareglum Alþingis segir að ráðherra eigi ekki að notfæra sér stöðu sína til persónulegs ávinnings fyrir nákomna aðila. 31. júlí 2017 11:49