Ólafía fékk 2,6 milljónir í Skotlandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. júlí 2017 08:34 Ólafía Þórunn slær á opna skoska. Vísir/Getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir náði sínum langbesta árangri á tímabilinu er hún hafnaði í þrettánda sæti á opna skoska meistaramótinu í golfi. Ólafía fékk 25094 dollara fyrir árangurinn eða rétt tæpar 2,6 milljónir króna. Hún hafði áður fengið mest 10437 dollara á tímabilinu en það var á móti í upphafi júlí. Alls hefur Ólafía fengið 41737 dollara fyrir þrjú mót í júlí af 65140 dollurum á tímabilinu alls. Júlí hefur því breytt miklu fyrir Ólafíu og möguleikum á að halda þátttökurétti sínum á LPGA-mótaröðinni. Sjá einnig: Ég er mun sterkari spilari en í byrjun árs Ólafía er nú í 104. sæti peningalista mótaraðarinnar og hoppar upp um átján sæti, úr því 122. Efstu 100 kylfingarnir á peningalistanum fá aftur þátttökurétt á næstu leiktíð. En Ólafía gerði sér lítið fyrir og hoppaði beint upp í 21. sæti peningalista Evrópumótaraðarinnar en opna skoska var sameiginlegt mót fyrir Evrópu og LPGA. Sá árangur dugði henni til að fá þátttökurétt á opna breska, þriðja risamóti ársins, sem hefst á fimmtudag. Valdís Þóra Jónsdóttir á einnig möguleika að komast á opna breska en hún hefur leik á úrtökumóti í dag. Ólafía er nú aðeins tæpum fjögur þúsund dollurum frá kylfingnum sem situr í 100. sæti peningalista LPGA-mótararaðarinnar. Golf Tengdar fréttir Ólafía: Því verri sem aðstæðurnar eru því betra fyrir mig Kylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var kampa kát í samtali við fjölmiðla eftir að ljóst var að hún tryggði sér sæti á einu af risamótum ársins í kvennaflokki, opna breska. 30. júlí 2017 18:28 Ólafía Þórunn verður með á opna breska Ólafía Þórunn Kristinsdóttir verður með á opna breska meistaramótinu í golfi sem fer fram á Kingsbarns Golf Links golfvellinum í Skotlandi um Verslunarmannahelgina. 30. júlí 2017 16:38 Mamma Ólafíu verðlaunaði hana með pizzu eftir að dóttirin tryggði sig inn á opna breska Ólafía Þórunn Kristinsdóttir tryggði sér sæti á opna breska meistaramótinu í dag með því að ná þrettánda sæti á opna breska meistaramótinu. 30. júlí 2017 18:10 Ólafía Þórunn: Ég er mun sterkari spilari en í byrjun árs Ólafía Þórunn Kristinsdóttir endurskrifaði íslensku golfsöguna enn á ný í gær þegar hún tryggði sér fyrst Íslendinga sæti á opna breska risamótinu sem fer fram í Skotlandi um verslunarmannahelgina. 31. júlí 2017 08:00 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir náði sínum langbesta árangri á tímabilinu er hún hafnaði í þrettánda sæti á opna skoska meistaramótinu í golfi. Ólafía fékk 25094 dollara fyrir árangurinn eða rétt tæpar 2,6 milljónir króna. Hún hafði áður fengið mest 10437 dollara á tímabilinu en það var á móti í upphafi júlí. Alls hefur Ólafía fengið 41737 dollara fyrir þrjú mót í júlí af 65140 dollurum á tímabilinu alls. Júlí hefur því breytt miklu fyrir Ólafíu og möguleikum á að halda þátttökurétti sínum á LPGA-mótaröðinni. Sjá einnig: Ég er mun sterkari spilari en í byrjun árs Ólafía er nú í 104. sæti peningalista mótaraðarinnar og hoppar upp um átján sæti, úr því 122. Efstu 100 kylfingarnir á peningalistanum fá aftur þátttökurétt á næstu leiktíð. En Ólafía gerði sér lítið fyrir og hoppaði beint upp í 21. sæti peningalista Evrópumótaraðarinnar en opna skoska var sameiginlegt mót fyrir Evrópu og LPGA. Sá árangur dugði henni til að fá þátttökurétt á opna breska, þriðja risamóti ársins, sem hefst á fimmtudag. Valdís Þóra Jónsdóttir á einnig möguleika að komast á opna breska en hún hefur leik á úrtökumóti í dag. Ólafía er nú aðeins tæpum fjögur þúsund dollurum frá kylfingnum sem situr í 100. sæti peningalista LPGA-mótararaðarinnar.
Golf Tengdar fréttir Ólafía: Því verri sem aðstæðurnar eru því betra fyrir mig Kylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var kampa kát í samtali við fjölmiðla eftir að ljóst var að hún tryggði sér sæti á einu af risamótum ársins í kvennaflokki, opna breska. 30. júlí 2017 18:28 Ólafía Þórunn verður með á opna breska Ólafía Þórunn Kristinsdóttir verður með á opna breska meistaramótinu í golfi sem fer fram á Kingsbarns Golf Links golfvellinum í Skotlandi um Verslunarmannahelgina. 30. júlí 2017 16:38 Mamma Ólafíu verðlaunaði hana með pizzu eftir að dóttirin tryggði sig inn á opna breska Ólafía Þórunn Kristinsdóttir tryggði sér sæti á opna breska meistaramótinu í dag með því að ná þrettánda sæti á opna breska meistaramótinu. 30. júlí 2017 18:10 Ólafía Þórunn: Ég er mun sterkari spilari en í byrjun árs Ólafía Þórunn Kristinsdóttir endurskrifaði íslensku golfsöguna enn á ný í gær þegar hún tryggði sér fyrst Íslendinga sæti á opna breska risamótinu sem fer fram í Skotlandi um verslunarmannahelgina. 31. júlí 2017 08:00 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ólafía: Því verri sem aðstæðurnar eru því betra fyrir mig Kylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var kampa kát í samtali við fjölmiðla eftir að ljóst var að hún tryggði sér sæti á einu af risamótum ársins í kvennaflokki, opna breska. 30. júlí 2017 18:28
Ólafía Þórunn verður með á opna breska Ólafía Þórunn Kristinsdóttir verður með á opna breska meistaramótinu í golfi sem fer fram á Kingsbarns Golf Links golfvellinum í Skotlandi um Verslunarmannahelgina. 30. júlí 2017 16:38
Mamma Ólafíu verðlaunaði hana með pizzu eftir að dóttirin tryggði sig inn á opna breska Ólafía Þórunn Kristinsdóttir tryggði sér sæti á opna breska meistaramótinu í dag með því að ná þrettánda sæti á opna breska meistaramótinu. 30. júlí 2017 18:10
Ólafía Þórunn: Ég er mun sterkari spilari en í byrjun árs Ólafía Þórunn Kristinsdóttir endurskrifaði íslensku golfsöguna enn á ný í gær þegar hún tryggði sér fyrst Íslendinga sæti á opna breska risamótinu sem fer fram í Skotlandi um verslunarmannahelgina. 31. júlí 2017 08:00