41,5 prósent kjörsókn í blóðugum kosningum í Venesúela Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. júlí 2017 07:48 Mótmælendur komu saman í höfuðborg Venesúela, Caracas, vegna kosninganna í gær. Vísir/AFP Yfirvöld í Venesúela hafa tilkynnt um 41,5 prósent kjörsókn í umdeildum kosningum sem haldnar voru í gær. Kosið var um nýtt stjórnlagaþing en stjórnarandstaðan dregur yfirlýstar tölur um kjörsókn í efa. Stjórnarandstaðan í Venesúela sagði að 88 prósent kjósenda hefðu setið heima í kosningunum. Þá neitar andstaðan að taka kosningarnar gildar og hefur kallað eftir frekari mótmælum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins. Ofbeldi setti mark sitt á kosningarnar í gær en að minnsta kosti tíu létust í mótmælum vegna þeirra. Forseti Venesúela, Nicolás Meduro, fagnaði þó kosningunum og sagði þær „stærsta atkvæði til uppreisnarinnar frá upphafi.“ Maduro tilkynnti um breytingar á stjórnarskrá landsins í maí síðastliðnum, sem kveða á um að stjórnlagaþingi verði komið á fót. Þannig verður stjórnarskráin færð úr höndum þingsins þar sem stjórnarandstaðan er í meirihluta. Kosið var um þessar breytingar í gær og þær samþykktar. Mótmælahrinan í Venesúela hefur að mestu beinst að forsetanum, Maduro, en mótmælendur hafa krafist þess að hann fari frá völdum. Þá hefur stjórnarskrárbreytingunni einnig verið mótmælt harðlega eftir að tilkynnt var um hana í maí.Leiðtogi stjórnarandstöðunar sagði „fjöldamorð“ hafa vera framið í gær Stjórnarandstaðan hefur nú boðað til allsherjarmótmæla í höfuðborg Venesúela, Caracas, á miðvikudag en þá mun nýtt stjórnlagaþing koma saman í fyrsta skipti. „Við viðurkennum ekki þetta sviksamlega ferli,“ sagði leiðtogi stjórnarandstöðunnar, Henrique Capriles, eftir að tilkynnt var um úrslit kosninganna. Þá skilgreindi hann dauðsföll í mótmælum gærdagsins sem „fjöldamorð.“ Tíu létust í mótmælum í gær en þar af voru að minnsta kosti þrír skotnir til bana í Táchira-ríki í vesturhluta landsins, tveir unglingar og hermaður. Þá var ritari ungliðahreyfingar stjórnarandstöðuflokksins Acción Democrátia, einnig skotinn til bana í bænum Cumán og maður á fertugsaldri fannst látinn á heimili sínu í Bolívar-ríki. Alþjóðasamfélagið hefur gagnrýnt ástandið í Venesúela harðlega síðustu mánuði. Bandarísk yfirvöld sögðust í gær vera að íhuga að koma á frekari viðskiptabönnum í landinu. Um hundrað manns hafa látið lífið og þúsundir særst í átökum milli mótmælenda og öryggissveita í Venesúela síðan í apríl. Tengdar fréttir Kveikt í manni við mótmælin í Venesúela Mótmælendur í Caracas, höfuðborg Venesúela, kveiktu í ungum manni í gær, sem hlaut alvarleg brunasár en komst lífs af. Þá var annar maður skotinn til bana en nú hafa 48 látist í mótmælunum. Varað er við mynd frá mótmælunum sem fylgir fréttinni. 21. maí 2017 22:54 Stjórnarandstaðan í Venesúela boðar til nýs allsherjarverkfalls Verkfallið á að standa í tvo daga – á miðvikudag og fimmtudag – en á mánudag og föstudag eru fyrirhugaðar mótmælaaðgerðir í stærstu borgum landsins. 23. júlí 2017 15:45 Varpaði handsprengjum á byggingu hæstaréttar í Venesúela Flugmaður þyrlunnar er lögreglumaður sem stal þyrlunni og notaði til árásarinnar. 28. júní 2017 08:19 Tóku hart á ömmum og öfum í mótmælagöngu Eldri borgarar í Caracas, höfuðborg Venesúela, hópuðust saman í mótmælum gegn ríkisstjórn landsins í gær. Ástandið í landinu er eldfimt. 13. maí 2017 21:23 Stjórnarsinnar börðu þingmenn í Venesúela Múgur sem styður ríkisstjórn Nicolasar Maudor forseta réðst inn í þinghúsið í Caracas og særði þingmenn og blaðamenn sem þar voru inni í dag. 5. júlí 2017 19:49 Ástandið í Venesúela: Veit aldrei hvort fjölskyldan mín komist heim heil á húfi Mótmælin í Venesúela hafa staðið yfir í 101 dag. 10. júlí 2017 12:00 Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Sjá meira
Yfirvöld í Venesúela hafa tilkynnt um 41,5 prósent kjörsókn í umdeildum kosningum sem haldnar voru í gær. Kosið var um nýtt stjórnlagaþing en stjórnarandstaðan dregur yfirlýstar tölur um kjörsókn í efa. Stjórnarandstaðan í Venesúela sagði að 88 prósent kjósenda hefðu setið heima í kosningunum. Þá neitar andstaðan að taka kosningarnar gildar og hefur kallað eftir frekari mótmælum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins. Ofbeldi setti mark sitt á kosningarnar í gær en að minnsta kosti tíu létust í mótmælum vegna þeirra. Forseti Venesúela, Nicolás Meduro, fagnaði þó kosningunum og sagði þær „stærsta atkvæði til uppreisnarinnar frá upphafi.“ Maduro tilkynnti um breytingar á stjórnarskrá landsins í maí síðastliðnum, sem kveða á um að stjórnlagaþingi verði komið á fót. Þannig verður stjórnarskráin færð úr höndum þingsins þar sem stjórnarandstaðan er í meirihluta. Kosið var um þessar breytingar í gær og þær samþykktar. Mótmælahrinan í Venesúela hefur að mestu beinst að forsetanum, Maduro, en mótmælendur hafa krafist þess að hann fari frá völdum. Þá hefur stjórnarskrárbreytingunni einnig verið mótmælt harðlega eftir að tilkynnt var um hana í maí.Leiðtogi stjórnarandstöðunar sagði „fjöldamorð“ hafa vera framið í gær Stjórnarandstaðan hefur nú boðað til allsherjarmótmæla í höfuðborg Venesúela, Caracas, á miðvikudag en þá mun nýtt stjórnlagaþing koma saman í fyrsta skipti. „Við viðurkennum ekki þetta sviksamlega ferli,“ sagði leiðtogi stjórnarandstöðunnar, Henrique Capriles, eftir að tilkynnt var um úrslit kosninganna. Þá skilgreindi hann dauðsföll í mótmælum gærdagsins sem „fjöldamorð.“ Tíu létust í mótmælum í gær en þar af voru að minnsta kosti þrír skotnir til bana í Táchira-ríki í vesturhluta landsins, tveir unglingar og hermaður. Þá var ritari ungliðahreyfingar stjórnarandstöðuflokksins Acción Democrátia, einnig skotinn til bana í bænum Cumán og maður á fertugsaldri fannst látinn á heimili sínu í Bolívar-ríki. Alþjóðasamfélagið hefur gagnrýnt ástandið í Venesúela harðlega síðustu mánuði. Bandarísk yfirvöld sögðust í gær vera að íhuga að koma á frekari viðskiptabönnum í landinu. Um hundrað manns hafa látið lífið og þúsundir særst í átökum milli mótmælenda og öryggissveita í Venesúela síðan í apríl.
Tengdar fréttir Kveikt í manni við mótmælin í Venesúela Mótmælendur í Caracas, höfuðborg Venesúela, kveiktu í ungum manni í gær, sem hlaut alvarleg brunasár en komst lífs af. Þá var annar maður skotinn til bana en nú hafa 48 látist í mótmælunum. Varað er við mynd frá mótmælunum sem fylgir fréttinni. 21. maí 2017 22:54 Stjórnarandstaðan í Venesúela boðar til nýs allsherjarverkfalls Verkfallið á að standa í tvo daga – á miðvikudag og fimmtudag – en á mánudag og föstudag eru fyrirhugaðar mótmælaaðgerðir í stærstu borgum landsins. 23. júlí 2017 15:45 Varpaði handsprengjum á byggingu hæstaréttar í Venesúela Flugmaður þyrlunnar er lögreglumaður sem stal þyrlunni og notaði til árásarinnar. 28. júní 2017 08:19 Tóku hart á ömmum og öfum í mótmælagöngu Eldri borgarar í Caracas, höfuðborg Venesúela, hópuðust saman í mótmælum gegn ríkisstjórn landsins í gær. Ástandið í landinu er eldfimt. 13. maí 2017 21:23 Stjórnarsinnar börðu þingmenn í Venesúela Múgur sem styður ríkisstjórn Nicolasar Maudor forseta réðst inn í þinghúsið í Caracas og særði þingmenn og blaðamenn sem þar voru inni í dag. 5. júlí 2017 19:49 Ástandið í Venesúela: Veit aldrei hvort fjölskyldan mín komist heim heil á húfi Mótmælin í Venesúela hafa staðið yfir í 101 dag. 10. júlí 2017 12:00 Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Sjá meira
Kveikt í manni við mótmælin í Venesúela Mótmælendur í Caracas, höfuðborg Venesúela, kveiktu í ungum manni í gær, sem hlaut alvarleg brunasár en komst lífs af. Þá var annar maður skotinn til bana en nú hafa 48 látist í mótmælunum. Varað er við mynd frá mótmælunum sem fylgir fréttinni. 21. maí 2017 22:54
Stjórnarandstaðan í Venesúela boðar til nýs allsherjarverkfalls Verkfallið á að standa í tvo daga – á miðvikudag og fimmtudag – en á mánudag og föstudag eru fyrirhugaðar mótmælaaðgerðir í stærstu borgum landsins. 23. júlí 2017 15:45
Varpaði handsprengjum á byggingu hæstaréttar í Venesúela Flugmaður þyrlunnar er lögreglumaður sem stal þyrlunni og notaði til árásarinnar. 28. júní 2017 08:19
Tóku hart á ömmum og öfum í mótmælagöngu Eldri borgarar í Caracas, höfuðborg Venesúela, hópuðust saman í mótmælum gegn ríkisstjórn landsins í gær. Ástandið í landinu er eldfimt. 13. maí 2017 21:23
Stjórnarsinnar börðu þingmenn í Venesúela Múgur sem styður ríkisstjórn Nicolasar Maudor forseta réðst inn í þinghúsið í Caracas og særði þingmenn og blaðamenn sem þar voru inni í dag. 5. júlí 2017 19:49
Ástandið í Venesúela: Veit aldrei hvort fjölskyldan mín komist heim heil á húfi Mótmælin í Venesúela hafa staðið yfir í 101 dag. 10. júlí 2017 12:00