Breskir ráðherrar deila hart um útgönguna Kristinn Ingi Jónsson skrifar 31. júlí 2017 07:00 Vísir/AFP Liam Fox, viðskiptaráðherra Bretlands, segir að ekki sé einhugur innan bresku ríkisstjórnarinnar um þá hugmynd fjármálaráðherrans Philips Hammond að leyfa frjálsa för fólks til og frá landinu í allt að þrjú ár eftir að Bretland gengur formlega úr Evrópusambandinu. Í samtali við breska fjölmiðla um helgina áréttaði Fox að krafa meirihluta Breta um að taka stjórn á eigin landamærum í sínar hendur hefði komið skýrlega fram í niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar síðasta sumar um að ganga úr sambandinu. „Óheft og frjáls för fólks yrði, að því er virðist, ekki í samræmi við þessa afdráttarlausu ákvörðun Breta,“ sagði hann. Bretar ættu að stýra eigin landamærum eftir að þeir segðu skilið við Evrópusambandið í mars árið 2019. Undantekningar á því kæmu ekki til greina nema að öll ríkisstjórnin, en ekki einstaka ráðherrar, væri einhuga um þær. Fox brást þannig við orðum sem Hammond lét falla fyrir helgi um að samband Bretlands og Evrópusambandsins yrði, eftir að Bretland gengur formlega úr sambandinu, að mörgu leyti mjög áþekkt því sem nú er. Gaf Hammond til kynna að bresk stjórnvöld myndu áfram leyfa frjálsa för fólks til og frá landinu, gegn því að fá áframhaldandi aðgang að innri markaði Evrópusambandsins, í að minnsta kosti þrjú ár eftir að Bretar segðu skilið við sambandið að nafni til. Fjármálaráðherrann fullyrti að það væri „víðtæk sátt“ innan ríkisstjórnarinnar um slíka lausn.Philip Hammond, fjármálaráðherra Bretlands, og Theresa May forsætisráðherra eru sögð samtaka um mikilvægi þess að koma í veg fyrir að útganga Bretlands úr Evrópusambandinu verði of harkaleg. NORDICPHOTOS/GETTY Fox sagðist hins vegar ekki kannast við umrædda sátt. „Ef það hafa átt sér stað viðræður um að farin verði slík leið, þá hef ég allavega ekki tekið þátt í þeim. Ég hef ekki átt í viðræðum um það eða ljáð samþykki mitt við þess háttar tillögum,“ sagði hann. Margir ákafir fylgjendur útgöngu Breta úr Evrópusambandinu innan breska Íhaldsflokksins hafa gagnrýnt Hammond harðlega og sagt að tillögur hans þýði að Bretar muni í raun ekki segja skilið við sambandið fyrr en í fyrsta lagi árið 2022. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, er um þessar mundir í sumarfríi og hefur ekki tjáð sig um hugmyndir Hammonds. Fox lýsti í viðtali við Sunday Times í gær efasemdum sínum um að allir borgarar Evrópusambandsríkja myndu áfram geta ferðast möglunarlaust til Bretlands allt til ársins 2022. Vissulega yrðu bresk stjórnvöld að reyna að milda áhrif útgöngunnar og ná ákveðnum málamiðlunum við Evrópusambandið, en breskir kjósendur myndu ekki sætta sig við hvaða málamiðlanir sem er.Liam Fox, viðskiptaráðherra BretlandsChris Mason, stjórnmálaskýrandi breska ríkisútvarpsins, segir að ummæli Fox sýni þann klofning sem skekur bresku ríkisstjórnina í málinu. Ráðherrarnir séu sammála um að „harkaleg“ útganga Bretlands úr Evrópusambandinu komi ekki til greina. Hins vegar séu þeir ekki ásáttir um hvernig sambandi Breta og ESB skuli háttað í mars 2019, þá fyrst og fremst hvort heimila eigi áfram, í það minnsta tímabundið, frjálsa för borgara Evrópusambandsríkja til og frá Bretlandi. Ráðamenn í Brussel hafa margoft ítrekað að Bretar muni ekki hafa aðgang að innri markaði Evrópusambandsins án þess að samþykkja skilyrði um frjálsa för fólks á milli landa. Bretar geti ekki valið og hafnað kostum sambandsins eftir eigin hentisemi. Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Fleiri fréttir „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Sjá meira
Liam Fox, viðskiptaráðherra Bretlands, segir að ekki sé einhugur innan bresku ríkisstjórnarinnar um þá hugmynd fjármálaráðherrans Philips Hammond að leyfa frjálsa för fólks til og frá landinu í allt að þrjú ár eftir að Bretland gengur formlega úr Evrópusambandinu. Í samtali við breska fjölmiðla um helgina áréttaði Fox að krafa meirihluta Breta um að taka stjórn á eigin landamærum í sínar hendur hefði komið skýrlega fram í niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar síðasta sumar um að ganga úr sambandinu. „Óheft og frjáls för fólks yrði, að því er virðist, ekki í samræmi við þessa afdráttarlausu ákvörðun Breta,“ sagði hann. Bretar ættu að stýra eigin landamærum eftir að þeir segðu skilið við Evrópusambandið í mars árið 2019. Undantekningar á því kæmu ekki til greina nema að öll ríkisstjórnin, en ekki einstaka ráðherrar, væri einhuga um þær. Fox brást þannig við orðum sem Hammond lét falla fyrir helgi um að samband Bretlands og Evrópusambandsins yrði, eftir að Bretland gengur formlega úr sambandinu, að mörgu leyti mjög áþekkt því sem nú er. Gaf Hammond til kynna að bresk stjórnvöld myndu áfram leyfa frjálsa för fólks til og frá landinu, gegn því að fá áframhaldandi aðgang að innri markaði Evrópusambandsins, í að minnsta kosti þrjú ár eftir að Bretar segðu skilið við sambandið að nafni til. Fjármálaráðherrann fullyrti að það væri „víðtæk sátt“ innan ríkisstjórnarinnar um slíka lausn.Philip Hammond, fjármálaráðherra Bretlands, og Theresa May forsætisráðherra eru sögð samtaka um mikilvægi þess að koma í veg fyrir að útganga Bretlands úr Evrópusambandinu verði of harkaleg. NORDICPHOTOS/GETTY Fox sagðist hins vegar ekki kannast við umrædda sátt. „Ef það hafa átt sér stað viðræður um að farin verði slík leið, þá hef ég allavega ekki tekið þátt í þeim. Ég hef ekki átt í viðræðum um það eða ljáð samþykki mitt við þess háttar tillögum,“ sagði hann. Margir ákafir fylgjendur útgöngu Breta úr Evrópusambandinu innan breska Íhaldsflokksins hafa gagnrýnt Hammond harðlega og sagt að tillögur hans þýði að Bretar muni í raun ekki segja skilið við sambandið fyrr en í fyrsta lagi árið 2022. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, er um þessar mundir í sumarfríi og hefur ekki tjáð sig um hugmyndir Hammonds. Fox lýsti í viðtali við Sunday Times í gær efasemdum sínum um að allir borgarar Evrópusambandsríkja myndu áfram geta ferðast möglunarlaust til Bretlands allt til ársins 2022. Vissulega yrðu bresk stjórnvöld að reyna að milda áhrif útgöngunnar og ná ákveðnum málamiðlunum við Evrópusambandið, en breskir kjósendur myndu ekki sætta sig við hvaða málamiðlanir sem er.Liam Fox, viðskiptaráðherra BretlandsChris Mason, stjórnmálaskýrandi breska ríkisútvarpsins, segir að ummæli Fox sýni þann klofning sem skekur bresku ríkisstjórnina í málinu. Ráðherrarnir séu sammála um að „harkaleg“ útganga Bretlands úr Evrópusambandinu komi ekki til greina. Hins vegar séu þeir ekki ásáttir um hvernig sambandi Breta og ESB skuli háttað í mars 2019, þá fyrst og fremst hvort heimila eigi áfram, í það minnsta tímabundið, frjálsa för borgara Evrópusambandsríkja til og frá Bretlandi. Ráðamenn í Brussel hafa margoft ítrekað að Bretar muni ekki hafa aðgang að innri markaði Evrópusambandsins án þess að samþykkja skilyrði um frjálsa för fólks á milli landa. Bretar geti ekki valið og hafnað kostum sambandsins eftir eigin hentisemi.
Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Fleiri fréttir „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Sjá meira