Breskir ráðherrar deila hart um útgönguna Kristinn Ingi Jónsson skrifar 31. júlí 2017 07:00 Vísir/AFP Liam Fox, viðskiptaráðherra Bretlands, segir að ekki sé einhugur innan bresku ríkisstjórnarinnar um þá hugmynd fjármálaráðherrans Philips Hammond að leyfa frjálsa för fólks til og frá landinu í allt að þrjú ár eftir að Bretland gengur formlega úr Evrópusambandinu. Í samtali við breska fjölmiðla um helgina áréttaði Fox að krafa meirihluta Breta um að taka stjórn á eigin landamærum í sínar hendur hefði komið skýrlega fram í niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar síðasta sumar um að ganga úr sambandinu. „Óheft og frjáls för fólks yrði, að því er virðist, ekki í samræmi við þessa afdráttarlausu ákvörðun Breta,“ sagði hann. Bretar ættu að stýra eigin landamærum eftir að þeir segðu skilið við Evrópusambandið í mars árið 2019. Undantekningar á því kæmu ekki til greina nema að öll ríkisstjórnin, en ekki einstaka ráðherrar, væri einhuga um þær. Fox brást þannig við orðum sem Hammond lét falla fyrir helgi um að samband Bretlands og Evrópusambandsins yrði, eftir að Bretland gengur formlega úr sambandinu, að mörgu leyti mjög áþekkt því sem nú er. Gaf Hammond til kynna að bresk stjórnvöld myndu áfram leyfa frjálsa för fólks til og frá landinu, gegn því að fá áframhaldandi aðgang að innri markaði Evrópusambandsins, í að minnsta kosti þrjú ár eftir að Bretar segðu skilið við sambandið að nafni til. Fjármálaráðherrann fullyrti að það væri „víðtæk sátt“ innan ríkisstjórnarinnar um slíka lausn.Philip Hammond, fjármálaráðherra Bretlands, og Theresa May forsætisráðherra eru sögð samtaka um mikilvægi þess að koma í veg fyrir að útganga Bretlands úr Evrópusambandinu verði of harkaleg. NORDICPHOTOS/GETTY Fox sagðist hins vegar ekki kannast við umrædda sátt. „Ef það hafa átt sér stað viðræður um að farin verði slík leið, þá hef ég allavega ekki tekið þátt í þeim. Ég hef ekki átt í viðræðum um það eða ljáð samþykki mitt við þess háttar tillögum,“ sagði hann. Margir ákafir fylgjendur útgöngu Breta úr Evrópusambandinu innan breska Íhaldsflokksins hafa gagnrýnt Hammond harðlega og sagt að tillögur hans þýði að Bretar muni í raun ekki segja skilið við sambandið fyrr en í fyrsta lagi árið 2022. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, er um þessar mundir í sumarfríi og hefur ekki tjáð sig um hugmyndir Hammonds. Fox lýsti í viðtali við Sunday Times í gær efasemdum sínum um að allir borgarar Evrópusambandsríkja myndu áfram geta ferðast möglunarlaust til Bretlands allt til ársins 2022. Vissulega yrðu bresk stjórnvöld að reyna að milda áhrif útgöngunnar og ná ákveðnum málamiðlunum við Evrópusambandið, en breskir kjósendur myndu ekki sætta sig við hvaða málamiðlanir sem er.Liam Fox, viðskiptaráðherra BretlandsChris Mason, stjórnmálaskýrandi breska ríkisútvarpsins, segir að ummæli Fox sýni þann klofning sem skekur bresku ríkisstjórnina í málinu. Ráðherrarnir séu sammála um að „harkaleg“ útganga Bretlands úr Evrópusambandinu komi ekki til greina. Hins vegar séu þeir ekki ásáttir um hvernig sambandi Breta og ESB skuli háttað í mars 2019, þá fyrst og fremst hvort heimila eigi áfram, í það minnsta tímabundið, frjálsa för borgara Evrópusambandsríkja til og frá Bretlandi. Ráðamenn í Brussel hafa margoft ítrekað að Bretar muni ekki hafa aðgang að innri markaði Evrópusambandsins án þess að samþykkja skilyrði um frjálsa för fólks á milli landa. Bretar geti ekki valið og hafnað kostum sambandsins eftir eigin hentisemi. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Liam Fox, viðskiptaráðherra Bretlands, segir að ekki sé einhugur innan bresku ríkisstjórnarinnar um þá hugmynd fjármálaráðherrans Philips Hammond að leyfa frjálsa för fólks til og frá landinu í allt að þrjú ár eftir að Bretland gengur formlega úr Evrópusambandinu. Í samtali við breska fjölmiðla um helgina áréttaði Fox að krafa meirihluta Breta um að taka stjórn á eigin landamærum í sínar hendur hefði komið skýrlega fram í niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar síðasta sumar um að ganga úr sambandinu. „Óheft og frjáls för fólks yrði, að því er virðist, ekki í samræmi við þessa afdráttarlausu ákvörðun Breta,“ sagði hann. Bretar ættu að stýra eigin landamærum eftir að þeir segðu skilið við Evrópusambandið í mars árið 2019. Undantekningar á því kæmu ekki til greina nema að öll ríkisstjórnin, en ekki einstaka ráðherrar, væri einhuga um þær. Fox brást þannig við orðum sem Hammond lét falla fyrir helgi um að samband Bretlands og Evrópusambandsins yrði, eftir að Bretland gengur formlega úr sambandinu, að mörgu leyti mjög áþekkt því sem nú er. Gaf Hammond til kynna að bresk stjórnvöld myndu áfram leyfa frjálsa för fólks til og frá landinu, gegn því að fá áframhaldandi aðgang að innri markaði Evrópusambandsins, í að minnsta kosti þrjú ár eftir að Bretar segðu skilið við sambandið að nafni til. Fjármálaráðherrann fullyrti að það væri „víðtæk sátt“ innan ríkisstjórnarinnar um slíka lausn.Philip Hammond, fjármálaráðherra Bretlands, og Theresa May forsætisráðherra eru sögð samtaka um mikilvægi þess að koma í veg fyrir að útganga Bretlands úr Evrópusambandinu verði of harkaleg. NORDICPHOTOS/GETTY Fox sagðist hins vegar ekki kannast við umrædda sátt. „Ef það hafa átt sér stað viðræður um að farin verði slík leið, þá hef ég allavega ekki tekið þátt í þeim. Ég hef ekki átt í viðræðum um það eða ljáð samþykki mitt við þess háttar tillögum,“ sagði hann. Margir ákafir fylgjendur útgöngu Breta úr Evrópusambandinu innan breska Íhaldsflokksins hafa gagnrýnt Hammond harðlega og sagt að tillögur hans þýði að Bretar muni í raun ekki segja skilið við sambandið fyrr en í fyrsta lagi árið 2022. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, er um þessar mundir í sumarfríi og hefur ekki tjáð sig um hugmyndir Hammonds. Fox lýsti í viðtali við Sunday Times í gær efasemdum sínum um að allir borgarar Evrópusambandsríkja myndu áfram geta ferðast möglunarlaust til Bretlands allt til ársins 2022. Vissulega yrðu bresk stjórnvöld að reyna að milda áhrif útgöngunnar og ná ákveðnum málamiðlunum við Evrópusambandið, en breskir kjósendur myndu ekki sætta sig við hvaða málamiðlanir sem er.Liam Fox, viðskiptaráðherra BretlandsChris Mason, stjórnmálaskýrandi breska ríkisútvarpsins, segir að ummæli Fox sýni þann klofning sem skekur bresku ríkisstjórnina í málinu. Ráðherrarnir séu sammála um að „harkaleg“ útganga Bretlands úr Evrópusambandinu komi ekki til greina. Hins vegar séu þeir ekki ásáttir um hvernig sambandi Breta og ESB skuli háttað í mars 2019, þá fyrst og fremst hvort heimila eigi áfram, í það minnsta tímabundið, frjálsa för borgara Evrópusambandsríkja til og frá Bretlandi. Ráðamenn í Brussel hafa margoft ítrekað að Bretar muni ekki hafa aðgang að innri markaði Evrópusambandsins án þess að samþykkja skilyrði um frjálsa för fólks á milli landa. Bretar geti ekki valið og hafnað kostum sambandsins eftir eigin hentisemi.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira