Lífið

Maggy Gyllenhaal leikur konu í kynlífsiðnaði

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Maggy Gyllenhaal setti það sem skilyrði fyrir þátttöku sinni að hún fengi að vera meðframleiðandi þáttanna.
Maggy Gyllenhaal setti það sem skilyrði fyrir þátttöku sinni að hún fengi að vera meðframleiðandi þáttanna. Vísir/getty
„Ef þú þarft á líkama mínum að halda verða gáfurnar að fylgja með,“ sagði leikkonan Maggie Gyllenhaal þegar hún var beðin um að leika í nýrri þáttaröð sem nefnist The Deuce en hún verður frumsýnd í haust á HBO þann 10 september.

David Simon, framleiðandi The Wire er framleiðandi og handritshöfundur þáttanna. Gyllenhaal setti það sem skilyrði fyrir þátttöku sinni að hún fengi að vera meðframleiðandi en hún leikur jafnframt Eileen eða „Candy“ eins og hún er kölluð.

Aðalpersóna þáttanna er vændiskona sem neitar alfarið að vinna fyrir melludólg. Þetta segir Gyllenhaal í viðtali í nýjasta tölublaði V Magazine.

Maggy Gyllenhaal kynnti sér líf kvenna í kynlífsiðnaðinum.Vísir/getty
Gyllenhaal lagði ríka áherslu á það að persónuleiki og langanir sögupersónunnar kæmu skýrt fram en hún lagði töluvert á sig til þess að kynna sér líf kvenna í kynlífsiðnaðinum. Hún las bækur, heimsótti vændishverfi og ræddi ítarlega við fyrrverandi vændiskonuna Annie Sprinkle sem vinnur nú sem kennari. 

Leikkonan segir að það góða við Annie, sem einnig á við sögupersónuna Eileen, sé það hversu heillandi hún sé. Líkt og á við um Annie Sprinkle hefur vinnan tekið drjúgan toll af sögupersónunni. 

Þrátt fyrir allt er andlegur styrkur hennar mikill og segir Gyllenhaal að áhorfendur muni fá að sjá persónu Eileen í allt öðru ljósu en vant er að sýna konur í kynlífsiðnaðinum í sjónvarpi. Við munum sjá hana vaxa og dafna án þess að fá skýringu á því hvernig hún lendir á þessari braut.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×