Vantar fólk í ríflega 200 stöðugildi í leik- og grunnskólum borgarinnar Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 9. ágúst 2017 18:45 Níu starfsmenn vantar á leikskólann Jörfa, leikskólakennara, deildarstjóra og í stuðning. vísir/sigurjón Skóla og frístundasvið Reykjavíkurborgar hefur tekið saman stöðu starfsmannamála á leikskólum og grunnskólum borgarinnar. Alls vantar fólk í rúm 73 stöðugildi í grunnskólum borgarinnar - kennara, stuðningsfulltrúa, skólaliða, þroskaþjálfa og starfsfólk í mötuneyti. Flesta vantar í Miðborg og Hlíðar eða tæplega tuttugu starfsmenn. Á leikskólum borgarinnar þarf að ráða í tæp 132 stöðugildi - deildarstjóra, leikskólakennara og stuðningsfulltrúa. Flesta starfsmenn vantar í Laugardal og Háaleitishverfi eða ríflega 35 starfsmenn. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs segir róðurinn hafa verið þungan síðasta haust og staðan virðist vera eins í ár. „Þegar almenni markarðurinn kallar á fólk er þrengra um hjá okkur í skóla- og frístundastarfi. En það eru margar umsóknir í gangi og erfitt að meta hvernig staðan verður," segir Helgi. Hann segir að fylgst verði náið með málum næstu vikurnar. Einnig sé sérstakt kynningarátak í gangi til að vekja athygli á störfunum - einnig til lengri tíma litið. „Við getum ekki boðið upp á sömu launakjör og frjálsi markaðurinn, eins og aðstæður eru í samningum núna en við höfum svo margt annað. Til að mynda markvissa heilsustefnu, samgöngustyrki og laun leikskólakennara hafa verið að hækka á síðustu árum. Þannig að við erum að gera eins og við getum innan þeirra marka og ramma sem við höfum að spila úr."Tuttugu börn bíða Á leikskólanum Jörfa er ástandið þannig að Bergljót Jóhannsdóttir, leikskólastjóri, hefur þurft að loka einni deildinni á leikskólanum. Það vantar níu starfsmenn eða þriðjung starfsmanna til að fullmanna leikskólann. „Með þeim afleiðingum að við tökum ekki inn ný börn. Það eru engin börn komin með dagssetningu fyrir haustið - þannig að útistandandi eru 20 börn," segir hún. Auglýst hefur verið eftir fólki á leikskólann í þrjá mánuði en þeir fáu sem hafa sýnt starfinu áhuga hafa hætt við vegna lágra launa. „Þetta er mjög alvarleg staða. Það er lítið útskrifað af fagmenntuðu fólki og margir eru komnir á aldur þannig að þetta er erfið staða. Þetta er erfiðasta staða sem ég hef upplifað á þrjátíu ára leikskólaferli mínum." Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Skóla og frístundasvið Reykjavíkurborgar hefur tekið saman stöðu starfsmannamála á leikskólum og grunnskólum borgarinnar. Alls vantar fólk í rúm 73 stöðugildi í grunnskólum borgarinnar - kennara, stuðningsfulltrúa, skólaliða, þroskaþjálfa og starfsfólk í mötuneyti. Flesta vantar í Miðborg og Hlíðar eða tæplega tuttugu starfsmenn. Á leikskólum borgarinnar þarf að ráða í tæp 132 stöðugildi - deildarstjóra, leikskólakennara og stuðningsfulltrúa. Flesta starfsmenn vantar í Laugardal og Háaleitishverfi eða ríflega 35 starfsmenn. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs segir róðurinn hafa verið þungan síðasta haust og staðan virðist vera eins í ár. „Þegar almenni markarðurinn kallar á fólk er þrengra um hjá okkur í skóla- og frístundastarfi. En það eru margar umsóknir í gangi og erfitt að meta hvernig staðan verður," segir Helgi. Hann segir að fylgst verði náið með málum næstu vikurnar. Einnig sé sérstakt kynningarátak í gangi til að vekja athygli á störfunum - einnig til lengri tíma litið. „Við getum ekki boðið upp á sömu launakjör og frjálsi markaðurinn, eins og aðstæður eru í samningum núna en við höfum svo margt annað. Til að mynda markvissa heilsustefnu, samgöngustyrki og laun leikskólakennara hafa verið að hækka á síðustu árum. Þannig að við erum að gera eins og við getum innan þeirra marka og ramma sem við höfum að spila úr."Tuttugu börn bíða Á leikskólanum Jörfa er ástandið þannig að Bergljót Jóhannsdóttir, leikskólastjóri, hefur þurft að loka einni deildinni á leikskólanum. Það vantar níu starfsmenn eða þriðjung starfsmanna til að fullmanna leikskólann. „Með þeim afleiðingum að við tökum ekki inn ný börn. Það eru engin börn komin með dagssetningu fyrir haustið - þannig að útistandandi eru 20 börn," segir hún. Auglýst hefur verið eftir fólki á leikskólann í þrjá mánuði en þeir fáu sem hafa sýnt starfinu áhuga hafa hætt við vegna lágra launa. „Þetta er mjög alvarleg staða. Það er lítið útskrifað af fagmenntuðu fólki og margir eru komnir á aldur þannig að þetta er erfið staða. Þetta er erfiðasta staða sem ég hef upplifað á þrjátíu ára leikskólaferli mínum."
Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira