Fótbolti

Sölvi hafði betur gegn Capello og Ramires

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sölvi Geir í leik með íslenska landsliðinu.
Sölvi Geir í leik með íslenska landsliðinu. vísir/getty
Sölvi Geir Ottesen var í sigurliði Guangzhou R&F sem hafði betur gegn Jiangsu Suning í kínversku úrvalsdeildinni í dag. Guangzhou R&F hafði betur, 4-2.

Með sigrinum komst Guangzhou R&F upp í fjórða sæti deildarinnar í Kína en liðið er með 36 stig eftir 21 leik. Önnur lið í toppbaráttunni eiga þó flest leik til góða.

Þetta var enn fremur fjórði sigur liðsins í röð en Sölvi Geir er nýgenginn í raðir félagsins og hefur spilað þrjá leiki með liðinu í ár.

Sölvi Geir var enn fremur að spila gegn sínu gamla félagi í dag, Jiangsu, en stjóri félagsins í dag er Fabio Capello, fyrrum landsliðsþjálfari Englands. Ramiers, fyrrum leikmaður Chelsea, er einnig á mála hjá félaginu og spilaði allan leikinn í dag.

Ekkert hefur gengið hjá Jiangsu að undanförnu en liðið er sem stendur í þrettánda sæti deildarinnar af sextán liðum.

Guangzhou R&F er nú átta stigum á eftir toppliðinu Guangzhou Evertgrande.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×