Ólafía féll um tvö sæti á peningalistanum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. ágúst 2017 11:30 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Mynd/GSÍmyndir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir datt niður um tvö sæti á peningalista LPGA-mótaraðarinnar eftir að Opna breska meistaramótinu í golfi lauk um helgina. Ólafía komst ekki í gegnum niðurskurðinn og fékk því ekkert verðlaunafé fyrir mótið. Hún stendur því enn í 65.140 dollurum og er nú tólf þúsun dollurum frá 100. sætinu. 100 efstu kylfingarnir á peningalistanum endurnýja þátttökurétt sinn á mótaröðinni fyrir næsta keppnistímabil. So Yeon Ryu frá Suður-Kóreu er í efsta sæti listans með 1,7 milljónir dollara en In-Kyung Kim, sem vann Opna breska um helgina, er í fjórða sætinu með 1,08 milljónir. Þar af fékk hún rúma hálfa milljón fyrir sigurinn í Skotlandi um helgina. Ólafía fær nú frí næstu vikurnar en bestu kylfingar eru nú að undirbúa sig fyrir Solheim-bikarinn, keppni Bandaríkjanna og Evrópu. Mótið í ár fer fram í Iowa í Bandaríkjunum. Næsta mót á LPGA-mótaröðinni er opna kanadíska meistaramótið sem fer fram í Ontario helgina 24.-27. ágúst. Golf Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir datt niður um tvö sæti á peningalista LPGA-mótaraðarinnar eftir að Opna breska meistaramótinu í golfi lauk um helgina. Ólafía komst ekki í gegnum niðurskurðinn og fékk því ekkert verðlaunafé fyrir mótið. Hún stendur því enn í 65.140 dollurum og er nú tólf þúsun dollurum frá 100. sætinu. 100 efstu kylfingarnir á peningalistanum endurnýja þátttökurétt sinn á mótaröðinni fyrir næsta keppnistímabil. So Yeon Ryu frá Suður-Kóreu er í efsta sæti listans með 1,7 milljónir dollara en In-Kyung Kim, sem vann Opna breska um helgina, er í fjórða sætinu með 1,08 milljónir. Þar af fékk hún rúma hálfa milljón fyrir sigurinn í Skotlandi um helgina. Ólafía fær nú frí næstu vikurnar en bestu kylfingar eru nú að undirbúa sig fyrir Solheim-bikarinn, keppni Bandaríkjanna og Evrópu. Mótið í ár fer fram í Iowa í Bandaríkjunum. Næsta mót á LPGA-mótaröðinni er opna kanadíska meistaramótið sem fer fram í Ontario helgina 24.-27. ágúst.
Golf Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira