Lífið

Mikið álag á vínbúð Vestmannaeyja

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Aðalfjörið hefur í dag verið fyrir utan vínbúð bæjarins þar sem fólk vonast til að geta svalað þorsta kvöldsins.
Aðalfjörið hefur í dag verið fyrir utan vínbúð bæjarins þar sem fólk vonast til að geta svalað þorsta kvöldsins. Vísir/Óskar P.
Blíðskaparverður er nú í Vestmannaeyjum og þegar ljósmyndara Vísis, Óskar P. Friðriksson, bar að garði voru flestir gestir Þjóðhátíðar risnir úr rekkju. Fólk var mishresst eftir ævintýri næturinnar en flestir sammála um að hafa skemmt sér vel í gærkvöldi.

Á vegi Óskar urðu þrjár stúlkur frá Namibíu og Eþíópíu sem brostu út að eyrum og báru Þjóðhátíð og Íslendingum vel söguna.

Vestamannaeyjabær er fullur af fólki sem spókar sig um og snæðir á veitngastöðum bæjarins. Mesta fjörið er þó fyrir utan áfengisverslun bæjarins þar sem myndast hefur löng röð þyrstra Þjóðhátíðargesta. Brugðið hefur verið á það ráð að hleypa inn í hollum svo að allt gangi vel fyrir sig. Þá hefur Bárugötu verið lokað með fiskikari til að koma í veg fyrir að bílar séu að keyra þar um.

Mjög margir eru í Eyjum þessa stundina og segir lögregla að sjaldan hafi jafn margir sótt Þjóðhátíð á föstudegi. Talið er að næstum 9000 hafi verið fluttir út í eyjuna í gær.

Myndirnar af lífinu á Þjóðhátíð má sjá í myndasafninu hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×