Töluðust ekki við í tvo áratugi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. ágúst 2017 13:46 Kvikmyndaleikstjórinn Danny Boyle og leikarinn Ewan McGregor töluðust ekki við í tvo áratugi vegna ágreinings um hlutverk. Vísir/getty „Eins ánægður og ég var með að fá að starfa á ný saman í T2 [Trainspotting 2] varð mér hugsað til þeirra ára sem við glötuðum, allra áranna sem við hefðum getað verið í samstarfi, því ég hef alltaf staðið í þeirri trú að hann [Danny Boyle] dragi fram minn besta leik. Síðan verður mér hugsað til vináttunnar sem við fórum á mis við öll þessi ár.“ Þetta segir leikarinn Ewan McGregor í forsíðuviðtali í nýjasta tölublaði Psychologies um tveggja áratuga langt ósætti hans og leikstjórans Danny Boyle. Þeir tóku höndum saman á síðasta ári við gerð framhaldsmyndarinnar T2:Trainspotting og er nú gróið um heilt á milli félaganna.Fannst hann eiga hlutverkið skiliðMcGregor sló í gegn í kvikmyndinni Trainspotting (1996). Samhliða aukinni velgengni stundaði leikarinn skemmtanalífið af krafti. Hann tók að drekka ótæpilega á þessum árum. Þegar Danny Boyle fól Leonardo DiCaprio aðalhlutverkið í kvikmyndinni The Beach (2000) brást McGregor illa við því hann bjóst við að hreppa hlutverkið. Þetta varð til þess að þeir töluðust ekki við í tvo áratugi. Í viðtalinu lýsir hann því hvernig hann tapaði áttum eftir að hafa leikið í Trainspotting árið 1996. Hann hafi misst sig í skemmtanalífi Hollywood og misst sjónar á því sem raunverulega skipti máli.Parið fagnar tuttugu og tveggja ára brúðkaupsafmæli.Vísir/getty„Á þessum tíma, sigldi ég öldu velgengninnar, drakk mikið og skemmti mér og ég hélt að ég væri hamingjusamur; en það var í raun eiginkonan mín og barn – þau sem allan tíman voru fyrir framan nefið á mér – sem gerðu mig hamingjusaman.“ McGregor hitti núverandi eiginkonu sína, Eve Mavrakis, þegar hann var 23 ára en það var einmitt hún sem hjálpaði honum að hætta að drekka upp úr síðustu aldamótum. Hann segir að hún hafi hjálpað sér að ná áttum og að hún sé hans stoð og stytta. McGregor segist vera afar lánsamur að hafa lært sína lexíu snemma á æviskeiðinu og þar með komið í veg fyrir frekari erfiðleika í lífinu.Létt og leikandi hjónabandÍ dag hafa hjónin verið gift í tuttugu og tvö ár og saman eiga þau fjórar dætur. Hin franska Eve Mavrakis starfar líka á sviði kvikmynda en hún sér alfarið um hina sjónrænu hlið og hannar leikmyndir. „Hjónabandið er yndislegt ferðalag. Ég er mjög heppinn að hafa fundið hana,“ segir leikarinn sem nú um mundir fagnar tuttugu og tveggja ára brúðkaupsafmæli. Hann vill síður tala um áfanga í því samhengi því hann telur orðið fela í sér vinnu. Þvert á móti lýsir hann hjónabandinu sem leikandi léttu og áreynslulausu. „Ég er ástfanginn af konunni minni. Við eigum fallegar stundir saman og ég elska að vera faðir,“ segir leikarinn sem er ánægður með lífið.McGregor er yfir sig ástfanginn af eiginkonu sinni Eve Mavrakis.Vísir/getty Mest lesið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Lífið Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lífið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ Lífið Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Lífið Fleiri fréttir Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ „Við vitum aldrei hvenær draugarnir banka uppá“ Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Sveppi og Karen Björg skrifa leikna þætti um Orra óstöðvandi Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Eyddi Youtube síðu sonarins Prestur og brauðterta í tíu þúsund manna fermingarveislu FM95BLÖ Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Játning í Svörtum söndum Tóm hamingja hjá forsetanum Hafi áður tekið of stóran skammt Er einfaldlega að finna út úr kynhneigð sinni Sjá meira
„Eins ánægður og ég var með að fá að starfa á ný saman í T2 [Trainspotting 2] varð mér hugsað til þeirra ára sem við glötuðum, allra áranna sem við hefðum getað verið í samstarfi, því ég hef alltaf staðið í þeirri trú að hann [Danny Boyle] dragi fram minn besta leik. Síðan verður mér hugsað til vináttunnar sem við fórum á mis við öll þessi ár.“ Þetta segir leikarinn Ewan McGregor í forsíðuviðtali í nýjasta tölublaði Psychologies um tveggja áratuga langt ósætti hans og leikstjórans Danny Boyle. Þeir tóku höndum saman á síðasta ári við gerð framhaldsmyndarinnar T2:Trainspotting og er nú gróið um heilt á milli félaganna.Fannst hann eiga hlutverkið skiliðMcGregor sló í gegn í kvikmyndinni Trainspotting (1996). Samhliða aukinni velgengni stundaði leikarinn skemmtanalífið af krafti. Hann tók að drekka ótæpilega á þessum árum. Þegar Danny Boyle fól Leonardo DiCaprio aðalhlutverkið í kvikmyndinni The Beach (2000) brást McGregor illa við því hann bjóst við að hreppa hlutverkið. Þetta varð til þess að þeir töluðust ekki við í tvo áratugi. Í viðtalinu lýsir hann því hvernig hann tapaði áttum eftir að hafa leikið í Trainspotting árið 1996. Hann hafi misst sig í skemmtanalífi Hollywood og misst sjónar á því sem raunverulega skipti máli.Parið fagnar tuttugu og tveggja ára brúðkaupsafmæli.Vísir/getty„Á þessum tíma, sigldi ég öldu velgengninnar, drakk mikið og skemmti mér og ég hélt að ég væri hamingjusamur; en það var í raun eiginkonan mín og barn – þau sem allan tíman voru fyrir framan nefið á mér – sem gerðu mig hamingjusaman.“ McGregor hitti núverandi eiginkonu sína, Eve Mavrakis, þegar hann var 23 ára en það var einmitt hún sem hjálpaði honum að hætta að drekka upp úr síðustu aldamótum. Hann segir að hún hafi hjálpað sér að ná áttum og að hún sé hans stoð og stytta. McGregor segist vera afar lánsamur að hafa lært sína lexíu snemma á æviskeiðinu og þar með komið í veg fyrir frekari erfiðleika í lífinu.Létt og leikandi hjónabandÍ dag hafa hjónin verið gift í tuttugu og tvö ár og saman eiga þau fjórar dætur. Hin franska Eve Mavrakis starfar líka á sviði kvikmynda en hún sér alfarið um hina sjónrænu hlið og hannar leikmyndir. „Hjónabandið er yndislegt ferðalag. Ég er mjög heppinn að hafa fundið hana,“ segir leikarinn sem nú um mundir fagnar tuttugu og tveggja ára brúðkaupsafmæli. Hann vill síður tala um áfanga í því samhengi því hann telur orðið fela í sér vinnu. Þvert á móti lýsir hann hjónabandinu sem leikandi léttu og áreynslulausu. „Ég er ástfanginn af konunni minni. Við eigum fallegar stundir saman og ég elska að vera faðir,“ segir leikarinn sem er ánægður með lífið.McGregor er yfir sig ástfanginn af eiginkonu sinni Eve Mavrakis.Vísir/getty
Mest lesið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Lífið Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lífið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ Lífið Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Lífið Fleiri fréttir Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ „Við vitum aldrei hvenær draugarnir banka uppá“ Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Sveppi og Karen Björg skrifa leikna þætti um Orra óstöðvandi Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Eyddi Youtube síðu sonarins Prestur og brauðterta í tíu þúsund manna fermingarveislu FM95BLÖ Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Játning í Svörtum söndum Tóm hamingja hjá forsetanum Hafi áður tekið of stóran skammt Er einfaldlega að finna út úr kynhneigð sinni Sjá meira