Fótbolti

Skriffinskan kemur í veg fyrir að Neymar spili í dag

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Neymar stillir sér upp í París.
Neymar stillir sér upp í París. Vísir/Getty
Brasilíumaðurinn Neymar mun ekki spila með sínu nýja félagi, PSG, í dag þar sem að gögnum um félagaskipti hans frá Barcelona bárust ekki í tæka tíð.

PSG mætir Amiens í fyrstu umferð frönsku úrvalsdeildarinnar en forráðamenn deildarinnar staðfestu í dag að Neymar hafi ekki fengið leikheimild í tæka tíð.

Hann verður þó kynntur fyrir stuðningsmönnum PSG í dag en Neymar, sem kostaði félagið 222 milljónir evra, er dýrasti knattspyrnumaður heims eftir að PSG samþykkti að greiða riftunarverð samnings hans í Barcelona.

Sjá einnig: Neymar eða 55 þúsund Costco-fílar

Þrátt fyrir að hann verði á himinháum launum í París sagði Neymar í gær að hann væri ekki kominn til félagsins vegna peninganna. Honum þætti leitt ef fólk hefði dregið þá ályktun.

„Þessu fólki segi ég að það viti ekkert um mitt persónulega líf. Peningar hafa aldrei verið meginhvati minn,“ sagði Neymar.

„Ef ég væri að elta peninga þá væri ég annars staðar. Ég er ánægður með að PSG hefur trú á mér.“


Tengdar fréttir

Neymar: Ég þurfti nýja áskorun

Brasilíumaðurinn Neymar hefur útskýrt þá ákvörðun sína að yfirgefa Barcelona og semja við franska félagið Paris Saint Germain.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×