Lífið

Myndasyrpa: Föstudagskvöld á Þjóðhátíð

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Rapparar gerðu allt vitlaust eftir miðnætti.
Rapparar gerðu allt vitlaust eftir miðnætti. Vísir/Óskar P.
Það væsti ekki um eyjaskeggja þegar setning Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum fór fram í gærkvöldi.

Ragnhildur Gísladóttir flutti Þjóðhátíðarlagið 2017, Sjáumst þar, ásamt því að halda uppi fjörinu eins og henni einni er lagið.

Þegar leið að miðnætti hélt hópur manna að þremur stöðum fyrir ofan Dalinn, á Blátindi og sitthvoru megin við hann.

Mennirnir báru upp á fjallið risavaxnar flugeldatertur og komu þeim fyrir þar og þegar klukkan sló tólf á miðnætti var skotið úr tertunum og blys látin renna niður að brennu til að kveikja í henni.

Á miðnæturtónleikum stigu svo á stokk Emmsjé Gauti, Aron Can og Herra Hnetusmjör sem trylltu lýðinn.

Hér að neðan má sjá myndir af herlegheitunum sem Óskar P. Friðriksson tók í gærkvöldi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×