Opnaði Fjallkonuna kasólétt og ógift 1905 Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 5. ágúst 2017 10:00 Mér finnst mikilvægt að segja sögu kvenna sem voru svona miklar fyrirmyndir,” segir Hera um langalangömmu sína. Visir/Eyþór Árnason „Ég hef verið að skrifa þetta leikrit í tvö ár, nú er ég loksins orðin ánægð með það,“ segir leikkonan og leikstjórinn Hera Fjord sem frumflytur verkið Fjallkonuna í upphafi Act alone einleikjahátíðarinnar á Suðureyri á fimmtudaginn, 10. ágúst. „Þetta er einleikur og fjallar um langalangömmu mína, Kristínu Dahlstedt, ég leik bæði hana og sjálfa mig. Sýningin er samtal okkar á milli, ég er að kynnast henni og hennar lífi og um leið að reyna að finna út hvað ég hafi fengið frá henni og hvort áskoranir sem hún var að glíma við séu eitthvað í ætt við mínar. Þannig brúa ég kynslóðabilið svo fólk á öllum aldri finni samhljóm.“Kristín Dahlstedt fæddist árið 1876 að Botni í Dýrafirði og fór 18 ára til Danmerkur þar sem hún lærði matseld og veitingarekstur. „Langalangamma var frumkvöðull,“ segir Hera. „Þegar hún kom frá Danmörku 1905 ákvað hún að opna sitt eigið veitinga- og gistiheimili við Laugaveginn, Fjallkonuna, þó hún væri kasólétt og ógift. Var búin að kynnast veitingahúsamenningunni úti í Kaupmannahöfn og bara kýldi á þetta.“ Barnsfaðirinn vildi giftast Kristínu og fá hana með sér vestur til Flateyrar þar sem hún yrði húsmóðir en það var ekki í takt við það sem hún sá fyrir sér, að sögn Heru. „Þó hún væri Vestfirðingur fannst henni tækifærin vera í Reykjavík, vildi vera sjálfstæð og standa á eigin fótum. Langafi var eitt af þremur börnum hennar, þau eignaðist hún öll í lausaleik, giftist svo manni seinna sem gaf henni Dahlstedt nafnið og þau tóku eina dóttur í fóstur.“ Hera telur langalangömmu sína hafa breytt veitingahúsamenningunni í borginni í átt til þess sem við þekkjum í dag. „Hún bryddaði upp á nýjungum eins og tónlist á kvöldin, bauð upp á buff og egg að dönskum hætti í kaffihúsinu, notaði fyrstu gasvélina, flutti inn fyrsta grammófóninn og sjálfspilandi píanó. En það gekk á ýmsu, stundum þurfti að vísa gestum frá vegna aðsóknar en hún fór líka í gjaldþrot og lenti meira að segja í fangaklefa. Fólk var ekki sátt við að kona væri ein í rekstri á þessum tíma, embættismenn góndu á hana: Ætlar þú að taka lán? Ætlar þú að opna reikning hér? Hvar er maðurinn þinn? En hún stóð með sjálfri sér. Var í raun mjög mikil nútímakona og ekki að spyrja neinn hvað hún mætti. Virðist ekki einu sinni hafa hugleitt það. Mér finnst mikilvægt að segja sögur kvenna sem eru svona miklar fyrirmyndir og halda minningu þeirra á lofti,“ segir Hera og mælir með að allir verði mættir vestur á Suðureyri á fimmtudaginn svo þeir missi ekki af neinu.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. ágúst. Menning Mest lesið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Lífið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Lífið Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Lífið „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Lífið Fleiri fréttir Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Ég hef verið að skrifa þetta leikrit í tvö ár, nú er ég loksins orðin ánægð með það,“ segir leikkonan og leikstjórinn Hera Fjord sem frumflytur verkið Fjallkonuna í upphafi Act alone einleikjahátíðarinnar á Suðureyri á fimmtudaginn, 10. ágúst. „Þetta er einleikur og fjallar um langalangömmu mína, Kristínu Dahlstedt, ég leik bæði hana og sjálfa mig. Sýningin er samtal okkar á milli, ég er að kynnast henni og hennar lífi og um leið að reyna að finna út hvað ég hafi fengið frá henni og hvort áskoranir sem hún var að glíma við séu eitthvað í ætt við mínar. Þannig brúa ég kynslóðabilið svo fólk á öllum aldri finni samhljóm.“Kristín Dahlstedt fæddist árið 1876 að Botni í Dýrafirði og fór 18 ára til Danmerkur þar sem hún lærði matseld og veitingarekstur. „Langalangamma var frumkvöðull,“ segir Hera. „Þegar hún kom frá Danmörku 1905 ákvað hún að opna sitt eigið veitinga- og gistiheimili við Laugaveginn, Fjallkonuna, þó hún væri kasólétt og ógift. Var búin að kynnast veitingahúsamenningunni úti í Kaupmannahöfn og bara kýldi á þetta.“ Barnsfaðirinn vildi giftast Kristínu og fá hana með sér vestur til Flateyrar þar sem hún yrði húsmóðir en það var ekki í takt við það sem hún sá fyrir sér, að sögn Heru. „Þó hún væri Vestfirðingur fannst henni tækifærin vera í Reykjavík, vildi vera sjálfstæð og standa á eigin fótum. Langafi var eitt af þremur börnum hennar, þau eignaðist hún öll í lausaleik, giftist svo manni seinna sem gaf henni Dahlstedt nafnið og þau tóku eina dóttur í fóstur.“ Hera telur langalangömmu sína hafa breytt veitingahúsamenningunni í borginni í átt til þess sem við þekkjum í dag. „Hún bryddaði upp á nýjungum eins og tónlist á kvöldin, bauð upp á buff og egg að dönskum hætti í kaffihúsinu, notaði fyrstu gasvélina, flutti inn fyrsta grammófóninn og sjálfspilandi píanó. En það gekk á ýmsu, stundum þurfti að vísa gestum frá vegna aðsóknar en hún fór líka í gjaldþrot og lenti meira að segja í fangaklefa. Fólk var ekki sátt við að kona væri ein í rekstri á þessum tíma, embættismenn góndu á hana: Ætlar þú að taka lán? Ætlar þú að opna reikning hér? Hvar er maðurinn þinn? En hún stóð með sjálfri sér. Var í raun mjög mikil nútímakona og ekki að spyrja neinn hvað hún mætti. Virðist ekki einu sinni hafa hugleitt það. Mér finnst mikilvægt að segja sögur kvenna sem eru svona miklar fyrirmyndir og halda minningu þeirra á lofti,“ segir Hera og mælir með að allir verði mættir vestur á Suðureyri á fimmtudaginn svo þeir missi ekki af neinu.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. ágúst.
Menning Mest lesið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Lífið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Lífið Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Lífið „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Lífið Fleiri fréttir Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira