Enski boltinn

Guardiola gleymdi vegabréfinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Pep Guardiola er að hefja sitt annað tímabil við stjórnvölinn hjá Manchester City.
Pep Guardiola er að hefja sitt annað tímabil við stjórnvölinn hjá Manchester City. vísir/getty
Sem kunnugt er mætir Manchester City West Ham í æfingaleik á Laugardalsvelli á morgun.

City-liðið er núna á leiðinni til Íslands en litlu munaði að Pep Guardiola, knattspyrnustjóri City, missti af fluginu. Spánverjinn gleymdi nefnilega vegabréfinu sínu. Mirror greinir frá.

Þegar City-liðið mætti út á flugvöllinn í Manchester fann Guardiola vegabréfið sitt hvergi. Spænski stjórinn leitaði í farangri sínum og í liðsrútunni í góðan hálftíma.

Guardiola áttaði sig svo á því að vegabréfið hefði orðið eftir heima. Því var á endanum skutlað til hans og Guardiola gat því farið með liðinu sínu til Íslands.

Leikurinn á Laugardalsvelli verður fjórði og síðasta leikur City á undirbúningstímabilinu. Leikurinn hefst klukkan 14:00.

City og West Ham verða bæði með blaðamannafundi í dag og mun Vísir fylgjast með gangi mála á þeim.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×