Segir niðurstöðuna sigur fyrir Vestmannaeyjar Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. ágúst 2017 13:15 Bæjarstjórinn Elliði Vignisson fagnar niðurstöðu samgönguráðuneytisins. Vísir/Eyþór/Anton Brink Elliði Vignisson, bæjarstóri í Vestmannaeyjum, fagnar nýveittri heimild samgönguráðuneytisins til siglinga ferjunnar Akraness milli lands og Eyja á Þjóðhátíð um helgina. Hann segir heimildina þýða að hátt í þúsund miðar verði seldir aukalega á hátíðina. Enn hefur þó ekki fengist úr því skorið hvað gert verður í málum farþega sem áttu pantað far með ferjunni á milli Reykjavíkur og Akraness um verslunarmannahelgina. Í úrskurði ráðuneytisins, sem gefinn var út í dag, segir að Samgöngustofa hafi ekki sýnt fram á að aðstæður til siglinga milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar séu aðrar en á milli Reykjavíkur og Akraness. Því hefur verið lagt fyrir Samgöngustofu að fallast á umsókn Eimskips um að nota ferjuna til þessara siglinga dagana 4. og 7. ágúst næstkomandi.„Þúsund miðar í viðbót til sölu“ „Þetta er sannarlega sigur fyrir okkur. Hann kemur kannski ekki mikið á óvart, okkur leið strax vel með þá ákvörðun að kæra þennan úrskurð. Við erum í þeirri stöðu að þurfa stöðugt að vera að verja með kjafti og klóm byggð og lífsforsendur í Vestmannaeyjum,“ segir Elliði Viginsson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, í samtali við Vísi en hann er að vonum ánægður með niðurstöðuna. Inntur eftir því hvort hann búist við að gestir fjölmenni á Þjóðhátíð með Akranesi segir Elliði að skipið gæti bætt rækilega í hóp þeirra sem sækja hátíðina. „Ég veit sem er að fólk fjölmennir á Þjóðhátíð. Þetta þýðir einfaldlega að það verða, mér liggur nærri að segja, þúsund miðar í viðbót til sölu.“ Hann vonast til þess að niðurstaðan verði liður í því að bæta samgöngur til Vestmannaeyja. „Þetta er góður upptaktur að góðri helgi. Nú er þetta að baki og ekki þarf að dvelja við þetta.“ Þá gerir Elliði ráð fyrir að skipið verði komið til þjónustu á föstudag nú þegar heimildin er fengin.Óvíst hvað gert verður í málum farþega frá Reykjavík til AkranessEkki hefur þó enn fengist úr því skorið hversu tíðar siglingar Akraness verða á milli lands og Eyja um helgina. Þá er heldur ekki vitað hvað verður gert í málum farþega, sem áttu pantað far með Akranesi frá Reykjavík til Akraness um helgina, ef af Eyjasiglingunum verður. Sæferðir Eimskip, rekstraraðili skipsins Akraness, var enn með málið í skoðun þegar blaðamaður Vísis náði samband við fyrirtækið um hádegi í dag og hafði ekki komist að niðurstöðu. Tengdar fréttir Akranes fær að sigla á Þjóðhátíð Samgönguráðuneytið telur Samgöngustofu ekki hafa sýnt fram á að aðstæður til siglinga milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar séu aðrar en á milli Reykjavíkur og Akraness. 2. ágúst 2017 11:15 Segir útsýnissiglingar Akraness ólíkar stífum Þjóðhátíðarsiglingum Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, segir að leyfi til tímabundinna siglinga milli Reykjavíkur og Akraness hafi verið veitt á grundvelli ákveðins rökstuðnings. Þá sé hins vegar ekki þar með sagt að skipið sé hæft til að sigla aðrar leiðir, til að mynda milli lands og Eyja. 31. júlí 2017 12:30 Sannfærður um að Akranes sigli til Eyja Ekki tókst að taka ákvörðun um hvort báturinn Akranes megi sigla milli lands og Eyja í samgönguráðuneytinu í gær. Hún verður tekin í dag. Bæjarstjórinn segist ekki geta setið undir óvönduðum vinnubrögðum Samgöngustofu. 2. ágúst 2017 06:00 Þjóðhátíð í Eyjum: Búast við svari ráðherra á morgun Samgönguráðuneytið skoðar nú hvernig beita eigi ákvæði í reglugerð um hvort ráðherra sé heimilt að veita undanþágu fyrir því að farþegaferja sigli milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja yfir þjóðhátíð þrátt fyrir að Samgöngustofa hafi hafnað undanþágubeiðni Vestmannaeyjabæjar fyrir siglingunum. 31. júlí 2017 20:43 Þjóðhátíð í Eyjum: Vilja taka bát eins og Akranes á leigu eftir synjun Samgöngustofu Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum sendi í dag erindi til Samgöngustofu þar sem hann sækist eftir heimild fyrir siglingu báts, af sömu tegund og báturinn Akranes, milli lands og Eyja dagana í kringum Þjóðhátíð. Samgöngustofa hafði áður synjað beiðni um að fá Akranesið sjálft til að sigla leiðina umrædda daga. 26. júlí 2017 21:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Elliði Vignisson, bæjarstóri í Vestmannaeyjum, fagnar nýveittri heimild samgönguráðuneytisins til siglinga ferjunnar Akraness milli lands og Eyja á Þjóðhátíð um helgina. Hann segir heimildina þýða að hátt í þúsund miðar verði seldir aukalega á hátíðina. Enn hefur þó ekki fengist úr því skorið hvað gert verður í málum farþega sem áttu pantað far með ferjunni á milli Reykjavíkur og Akraness um verslunarmannahelgina. Í úrskurði ráðuneytisins, sem gefinn var út í dag, segir að Samgöngustofa hafi ekki sýnt fram á að aðstæður til siglinga milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar séu aðrar en á milli Reykjavíkur og Akraness. Því hefur verið lagt fyrir Samgöngustofu að fallast á umsókn Eimskips um að nota ferjuna til þessara siglinga dagana 4. og 7. ágúst næstkomandi.„Þúsund miðar í viðbót til sölu“ „Þetta er sannarlega sigur fyrir okkur. Hann kemur kannski ekki mikið á óvart, okkur leið strax vel með þá ákvörðun að kæra þennan úrskurð. Við erum í þeirri stöðu að þurfa stöðugt að vera að verja með kjafti og klóm byggð og lífsforsendur í Vestmannaeyjum,“ segir Elliði Viginsson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, í samtali við Vísi en hann er að vonum ánægður með niðurstöðuna. Inntur eftir því hvort hann búist við að gestir fjölmenni á Þjóðhátíð með Akranesi segir Elliði að skipið gæti bætt rækilega í hóp þeirra sem sækja hátíðina. „Ég veit sem er að fólk fjölmennir á Þjóðhátíð. Þetta þýðir einfaldlega að það verða, mér liggur nærri að segja, þúsund miðar í viðbót til sölu.“ Hann vonast til þess að niðurstaðan verði liður í því að bæta samgöngur til Vestmannaeyja. „Þetta er góður upptaktur að góðri helgi. Nú er þetta að baki og ekki þarf að dvelja við þetta.“ Þá gerir Elliði ráð fyrir að skipið verði komið til þjónustu á föstudag nú þegar heimildin er fengin.Óvíst hvað gert verður í málum farþega frá Reykjavík til AkranessEkki hefur þó enn fengist úr því skorið hversu tíðar siglingar Akraness verða á milli lands og Eyja um helgina. Þá er heldur ekki vitað hvað verður gert í málum farþega, sem áttu pantað far með Akranesi frá Reykjavík til Akraness um helgina, ef af Eyjasiglingunum verður. Sæferðir Eimskip, rekstraraðili skipsins Akraness, var enn með málið í skoðun þegar blaðamaður Vísis náði samband við fyrirtækið um hádegi í dag og hafði ekki komist að niðurstöðu.
Tengdar fréttir Akranes fær að sigla á Þjóðhátíð Samgönguráðuneytið telur Samgöngustofu ekki hafa sýnt fram á að aðstæður til siglinga milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar séu aðrar en á milli Reykjavíkur og Akraness. 2. ágúst 2017 11:15 Segir útsýnissiglingar Akraness ólíkar stífum Þjóðhátíðarsiglingum Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, segir að leyfi til tímabundinna siglinga milli Reykjavíkur og Akraness hafi verið veitt á grundvelli ákveðins rökstuðnings. Þá sé hins vegar ekki þar með sagt að skipið sé hæft til að sigla aðrar leiðir, til að mynda milli lands og Eyja. 31. júlí 2017 12:30 Sannfærður um að Akranes sigli til Eyja Ekki tókst að taka ákvörðun um hvort báturinn Akranes megi sigla milli lands og Eyja í samgönguráðuneytinu í gær. Hún verður tekin í dag. Bæjarstjórinn segist ekki geta setið undir óvönduðum vinnubrögðum Samgöngustofu. 2. ágúst 2017 06:00 Þjóðhátíð í Eyjum: Búast við svari ráðherra á morgun Samgönguráðuneytið skoðar nú hvernig beita eigi ákvæði í reglugerð um hvort ráðherra sé heimilt að veita undanþágu fyrir því að farþegaferja sigli milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja yfir þjóðhátíð þrátt fyrir að Samgöngustofa hafi hafnað undanþágubeiðni Vestmannaeyjabæjar fyrir siglingunum. 31. júlí 2017 20:43 Þjóðhátíð í Eyjum: Vilja taka bát eins og Akranes á leigu eftir synjun Samgöngustofu Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum sendi í dag erindi til Samgöngustofu þar sem hann sækist eftir heimild fyrir siglingu báts, af sömu tegund og báturinn Akranes, milli lands og Eyja dagana í kringum Þjóðhátíð. Samgöngustofa hafði áður synjað beiðni um að fá Akranesið sjálft til að sigla leiðina umrædda daga. 26. júlí 2017 21:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Akranes fær að sigla á Þjóðhátíð Samgönguráðuneytið telur Samgöngustofu ekki hafa sýnt fram á að aðstæður til siglinga milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar séu aðrar en á milli Reykjavíkur og Akraness. 2. ágúst 2017 11:15
Segir útsýnissiglingar Akraness ólíkar stífum Þjóðhátíðarsiglingum Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, segir að leyfi til tímabundinna siglinga milli Reykjavíkur og Akraness hafi verið veitt á grundvelli ákveðins rökstuðnings. Þá sé hins vegar ekki þar með sagt að skipið sé hæft til að sigla aðrar leiðir, til að mynda milli lands og Eyja. 31. júlí 2017 12:30
Sannfærður um að Akranes sigli til Eyja Ekki tókst að taka ákvörðun um hvort báturinn Akranes megi sigla milli lands og Eyja í samgönguráðuneytinu í gær. Hún verður tekin í dag. Bæjarstjórinn segist ekki geta setið undir óvönduðum vinnubrögðum Samgöngustofu. 2. ágúst 2017 06:00
Þjóðhátíð í Eyjum: Búast við svari ráðherra á morgun Samgönguráðuneytið skoðar nú hvernig beita eigi ákvæði í reglugerð um hvort ráðherra sé heimilt að veita undanþágu fyrir því að farþegaferja sigli milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja yfir þjóðhátíð þrátt fyrir að Samgöngustofa hafi hafnað undanþágubeiðni Vestmannaeyjabæjar fyrir siglingunum. 31. júlí 2017 20:43
Þjóðhátíð í Eyjum: Vilja taka bát eins og Akranes á leigu eftir synjun Samgöngustofu Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum sendi í dag erindi til Samgöngustofu þar sem hann sækist eftir heimild fyrir siglingu báts, af sömu tegund og báturinn Akranes, milli lands og Eyja dagana í kringum Þjóðhátíð. Samgöngustofa hafði áður synjað beiðni um að fá Akranesið sjálft til að sigla leiðina umrædda daga. 26. júlí 2017 21:30