Lífið

Palla vantar 48 klukkustundir í hvern sólarhring: Fer á þyrlu til Hríseyjar með eitt eintak af plötunni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Páll Óskar keyrir stórglæsilega vínylplötu og geisladisk heim til fólks hvar sem er á landinu í fríinu sínu í haust.
Páll Óskar keyrir stórglæsilega vínylplötu og geisladisk heim til fólks hvar sem er á landinu í fríinu sínu í haust. Vísir/Eyþór
Eins og fram kom í gær verður Páll Óskar Hjálmtýsson ekki með atriði í Gleðigöngu Hinsegin daga í ár. Óhætt er að segja að vagnar Palla, eins og flestir landsmenn þekkja hann, hafi sett svip sinn á gönguna undanfarin ár.

„Ég var að klár plötu og hún var hún klár fyrir tveimur vikum. Ég var síðan að frétta það í gær að geisladiskaútgáfan kemur til landsins eftir helgina og þá fer ég og túra um allt land,“ segir Páll Óskar sem hafði áður lofað að mæta persónulega með hvert einasta eintak heim til hvers viðskiptavinar. Hann var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

„Ég er að fara kíkja í kaffi til eitt þúsund og eitt hundrað Íslendinga. Það var eitt eintak pantað út í Hrísey og Heimkaup.is ætlar að splæsa í þyrlu fyrir mig þangað.“

Palli segist einnig vera að undirbúa stórtónleika sína í Laugardalshöllinni þann 16. september. Það er mjög mikið að gera hjá Palla og vinnur hann að nokkrum verkefnum í einu.

„Ég vissi það í raun um áramótin að ég þyrfti einhvers staðar að velja og hafna. Ég byrja oftast að vinna að Gleðigönguvagninum í apríl og þetta kostar rosalega mikinn pening,“ segir Páll sem borgaði tvær milljónir úr eigin vasa fyrir síðasta vagn.

„Gleðigangan mun leggja af stað hvort sem ég verð með í henni eða ekki. Ég hef alveg áður verið á kantinum og horft á gönguna eins og hver annar,“ segir Páll en hann er einnig byrjaði að undirbúa hlutverk sitt sem Frank-N-Furter, í uppsetningu Borgarleikhússins á söngleiknum The Rocky Horror Picture Show.

Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Pál Óskar.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×