Harry Potter langt kominn á fertugsaldurinn en lesinn sem aldrei fyrr Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. ágúst 2017 10:30 Ungir aðdáendur stilltu sér einnig upp með eitt af einkennismerkjum Potters, kringlótt gleraugu. Amtsbókasafnið á Akureyri Norðlenskir bókaormar, ungir sem aldnir, lögðu leið sína á Amtsbókasafnið á Akureyri á mánudaginn. Tilefnið var opnun nýrrar og endurbættrar unglingadeildar safnsins, sem var látin samtvinnast 37 ára afmæli galdrastráksins góðkunna, Harry Potter. Hrönn Björgvinsdóttir, bókavörður á Amtsbókasafninu á Akureyri, er einn skipuleggjenda hátíðahaldanna. Hún segir Harry Potter-seríuna enn á meðal þeirra vinsælustu á safninu og því hafi verið litið til bókanna þegar velja átti skreytingar fyrir unglingadeildina. „Það var þannig að við ákváðum að gera endurbætur á unglingadeildinni hjá okkur. Þá fór ég aðeins að rýna í útlánatölur síðustu ára og þá kom í ljós að Harry Potter er á topp tíu listanum á hverju einasta ári,“ segir Hrönn. „Þannig að það þýðir það að það kemur ný og ný kynslóð og tekur hann út, jafnvel þótt hann sé kominn vel á fertugsaldurinn,“ bætir hún við.Gestir afmælishátíðarinnar voru áhugasamir um sýningargripina.Amtsbókasafnið á AkureyriFengu safngripi frá einlægum aðdáanda í sumarstarfiBókavörðunum á safninu þótti því tilvalið, með tilliti til þemans sem varð fyrir valinu, að svipta hulunni af deildinni á 37 ára afmæli galdrastráksins. „Þannig að við tókum okkur til í sumar og breyttum unglingadeildinni í lestarstöðina í bókunum. Þá fannst okkur þess vegna alveg upplagt að hafa opnun á afmælisdegi Harrys.“ Hrönn segir Amtsbókasafnið einnig búa svo vel að sumarstarfsmaður, sem hóf störf nú í sumar, sé einlægur Harry Potter-aðdáandi. Starfsmaðurinn lánaði safninu ýmiss konar muni tengda bókunum sem hafðir voru til sýnis á opnuninni. Þá segir Hrönn bækurnar ákveðnum töfrum gæddar, að þær brúi bilið milli ungra og eldri lesenda. „Þetta eru bækur sem eru tenging milli barnabóka og unglingabóka. Hann er alltaf vinsæll, bæði á meðal barna og fullorðinna, og er næstum alltaf í útláni.“Hér að neðan má sjá myndir frá 37 ára afmæli Harry Potter og opnun hinnar endurbættu unglingadeildar.Eftirlýstir galdramenn með bindi stilltu sér upp á opnuninni.Amtsbókasafnið á AkureyriHrönn segir fleiri hafa heimsótt safnið á mánudag en gert var ráð fyrir, sem sé afar ánægjulegt.Amtsbókasafnið á AkureyriBoðið var upp á leikinn Límdu örið á Potter.Amtsbókasafnið á AkureyriBókasafnið hefur komið sér upp svokölluðum flokkunarhatti og keypti sérstaklega uglu fyrir tilefnið.Amtsbókasafnið á AkureyriBoðið var upp á fjöldabragðabaunir sem vöktu mikla lukku. Dallur til að skyrpa í var ekki langt undan.Amtsbókasafnið á Akureyri Mest lesið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Lífið Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lífið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ Lífið Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Lífið Fleiri fréttir Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ „Við vitum aldrei hvenær draugarnir banka uppá“ Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Sveppi og Karen Björg skrifa leikna þætti um Orra óstöðvandi Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Eyddi Youtube síðu sonarins Prestur og brauðterta í tíu þúsund manna fermingarveislu FM95BLÖ Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Játning í Svörtum söndum Tóm hamingja hjá forsetanum Hafi áður tekið of stóran skammt Er einfaldlega að finna út úr kynhneigð sinni Sjá meira
Norðlenskir bókaormar, ungir sem aldnir, lögðu leið sína á Amtsbókasafnið á Akureyri á mánudaginn. Tilefnið var opnun nýrrar og endurbættrar unglingadeildar safnsins, sem var látin samtvinnast 37 ára afmæli galdrastráksins góðkunna, Harry Potter. Hrönn Björgvinsdóttir, bókavörður á Amtsbókasafninu á Akureyri, er einn skipuleggjenda hátíðahaldanna. Hún segir Harry Potter-seríuna enn á meðal þeirra vinsælustu á safninu og því hafi verið litið til bókanna þegar velja átti skreytingar fyrir unglingadeildina. „Það var þannig að við ákváðum að gera endurbætur á unglingadeildinni hjá okkur. Þá fór ég aðeins að rýna í útlánatölur síðustu ára og þá kom í ljós að Harry Potter er á topp tíu listanum á hverju einasta ári,“ segir Hrönn. „Þannig að það þýðir það að það kemur ný og ný kynslóð og tekur hann út, jafnvel þótt hann sé kominn vel á fertugsaldurinn,“ bætir hún við.Gestir afmælishátíðarinnar voru áhugasamir um sýningargripina.Amtsbókasafnið á AkureyriFengu safngripi frá einlægum aðdáanda í sumarstarfiBókavörðunum á safninu þótti því tilvalið, með tilliti til þemans sem varð fyrir valinu, að svipta hulunni af deildinni á 37 ára afmæli galdrastráksins. „Þannig að við tókum okkur til í sumar og breyttum unglingadeildinni í lestarstöðina í bókunum. Þá fannst okkur þess vegna alveg upplagt að hafa opnun á afmælisdegi Harrys.“ Hrönn segir Amtsbókasafnið einnig búa svo vel að sumarstarfsmaður, sem hóf störf nú í sumar, sé einlægur Harry Potter-aðdáandi. Starfsmaðurinn lánaði safninu ýmiss konar muni tengda bókunum sem hafðir voru til sýnis á opnuninni. Þá segir Hrönn bækurnar ákveðnum töfrum gæddar, að þær brúi bilið milli ungra og eldri lesenda. „Þetta eru bækur sem eru tenging milli barnabóka og unglingabóka. Hann er alltaf vinsæll, bæði á meðal barna og fullorðinna, og er næstum alltaf í útláni.“Hér að neðan má sjá myndir frá 37 ára afmæli Harry Potter og opnun hinnar endurbættu unglingadeildar.Eftirlýstir galdramenn með bindi stilltu sér upp á opnuninni.Amtsbókasafnið á AkureyriHrönn segir fleiri hafa heimsótt safnið á mánudag en gert var ráð fyrir, sem sé afar ánægjulegt.Amtsbókasafnið á AkureyriBoðið var upp á leikinn Límdu örið á Potter.Amtsbókasafnið á AkureyriBókasafnið hefur komið sér upp svokölluðum flokkunarhatti og keypti sérstaklega uglu fyrir tilefnið.Amtsbókasafnið á AkureyriBoðið var upp á fjöldabragðabaunir sem vöktu mikla lukku. Dallur til að skyrpa í var ekki langt undan.Amtsbókasafnið á Akureyri
Mest lesið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Lífið Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lífið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ Lífið Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Lífið Fleiri fréttir Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ „Við vitum aldrei hvenær draugarnir banka uppá“ Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Sveppi og Karen Björg skrifa leikna þætti um Orra óstöðvandi Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Eyddi Youtube síðu sonarins Prestur og brauðterta í tíu þúsund manna fermingarveislu FM95BLÖ Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Játning í Svörtum söndum Tóm hamingja hjá forsetanum Hafi áður tekið of stóran skammt Er einfaldlega að finna út úr kynhneigð sinni Sjá meira