Þingkona segir spurningar um barneignir óásættanlegar Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. ágúst 2017 07:08 Jacinda Ardern, nýkjörinn leiðtogi nýsjálenska Verkamannaflokksins. Nýkjörinn leiðtogi stjórnarandstöðunnar á nýsjálenska þinginu segir óásættanlegt að konur á vinnumarkaði séu spurðar um barneignaráætlanir sínar. Hún var kosin í embætti í gær en hefur nú tvívegis verið spurð um fyrirhugaðar barneignir í spjallþáttum. BBC greinir frá. Jacinda Ardern var kjörin leiðtogi Verkamannaflokksins á Nýja Sjálandi í gær eftir að forveri hennar, Andrew Little, sagði af sér. Ardern er yngsti leiðtogi flokksins og önnur konan sem gegnir embættinu. Ardern var gestur nýsjálenska sjónvarpsþáttarins The Project örfáum klukkutímum eftir að hún náði kjöri. Stjórnandi þáttarins spurði hana hvort henni þætti hún þurfa að velja á milli starfsferils og barneigna. Áður en hann lét flakka sagði hann að starfsmenn þáttarins hefðu rætt það sín á milli „hvort hann mætti yfir höfuð spyrja hana að þessu.“ Í svari sínu sagðist Ardern ekki hafa neitt út á spurninguna að setja. Hún sagðist ætíð hafa talað opinskátt um vandamálið og að konur ættu líklega almennt erfitt með að takast á við það. Ardern var þó aftur krafin svara um efnið í viðtali í þættinum The AM Show í morgun. Þáttastjórnandinn spurði hvort „forsætisráðherrar gætu réttlætt það að taka sér fæðingarorlof í embætti,“ og bar þar saman réttindi vinnuveitenda gagnvart kvenkyns starfsmönnum sínum. Ardern brást ókvæða við. „Það er algjörlega óásættanlegt að árið 2017 skuli konur þurfa að svara þessari spurningu á vinnumarkaðnum. Það er óásættanlegt, það er óásættanlegt,“ ítrekaði Ardern og benti á að vinnuveitendur mættu ekki mismuna starfsmönnum sínum á grundvelli þess að þeir hygðust ef til vill eignast börn í framtíðinni. Mikil reiði hefur gripið um sig á Nýja Sjálandi vegna viðtalanna við Ardern. Gagnrýnendur hafa margir bent á að karlkyns stjórnmálamenn þurfi sjaldan að svara spurningum um barneignir. Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Fleiri fréttir Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Sjá meira
Nýkjörinn leiðtogi stjórnarandstöðunnar á nýsjálenska þinginu segir óásættanlegt að konur á vinnumarkaði séu spurðar um barneignaráætlanir sínar. Hún var kosin í embætti í gær en hefur nú tvívegis verið spurð um fyrirhugaðar barneignir í spjallþáttum. BBC greinir frá. Jacinda Ardern var kjörin leiðtogi Verkamannaflokksins á Nýja Sjálandi í gær eftir að forveri hennar, Andrew Little, sagði af sér. Ardern er yngsti leiðtogi flokksins og önnur konan sem gegnir embættinu. Ardern var gestur nýsjálenska sjónvarpsþáttarins The Project örfáum klukkutímum eftir að hún náði kjöri. Stjórnandi þáttarins spurði hana hvort henni þætti hún þurfa að velja á milli starfsferils og barneigna. Áður en hann lét flakka sagði hann að starfsmenn þáttarins hefðu rætt það sín á milli „hvort hann mætti yfir höfuð spyrja hana að þessu.“ Í svari sínu sagðist Ardern ekki hafa neitt út á spurninguna að setja. Hún sagðist ætíð hafa talað opinskátt um vandamálið og að konur ættu líklega almennt erfitt með að takast á við það. Ardern var þó aftur krafin svara um efnið í viðtali í þættinum The AM Show í morgun. Þáttastjórnandinn spurði hvort „forsætisráðherrar gætu réttlætt það að taka sér fæðingarorlof í embætti,“ og bar þar saman réttindi vinnuveitenda gagnvart kvenkyns starfsmönnum sínum. Ardern brást ókvæða við. „Það er algjörlega óásættanlegt að árið 2017 skuli konur þurfa að svara þessari spurningu á vinnumarkaðnum. Það er óásættanlegt, það er óásættanlegt,“ ítrekaði Ardern og benti á að vinnuveitendur mættu ekki mismuna starfsmönnum sínum á grundvelli þess að þeir hygðust ef til vill eignast börn í framtíðinni. Mikil reiði hefur gripið um sig á Nýja Sjálandi vegna viðtalanna við Ardern. Gagnrýnendur hafa margir bent á að karlkyns stjórnmálamenn þurfi sjaldan að svara spurningum um barneignir.
Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Fleiri fréttir Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Sjá meira