Bandaríkin ekki óvinur Norður-Kóreu 1. ágúst 2017 23:41 Tillerson er diplómatískari um hvað Kínverjar geti gert í málefnum Norður-Kóreu en Trump forseti. Vísir/EPA Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkin, segir bandarísk stjórnvöld ekki sækjast eftir því að koma Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, frá völdum. Hann vill hefja viðræður við stjórnvöld í Pyongyang. „Við erum ekki óvinir ykkar, við erum ekki ógn við ykkur en þið eruð að valda óviðunandi ógn við okkur og við verðum að svara henni,“ sagði Tillerson í dag, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Norður-Kóreumenn hafa haldið tilraunum sínum með langdrægar eldflaugar áfram þrátt fyrir fordæmingu alþjóðasamfélagsins. Þeir segjast nú geta hæft stóran hluta Bandaríkjanna með flugskeyti.Segir Trump hafa rætt möguleikann á stríðiDonald Trump forseti hefur gagnrýnt Kínverja harðlega fyrir að hafa ekki hemil á stjórnvöldum í Norður-Kóreu. Tillerson sagði hins vegar að aðeins Norður-Kóreumenn sjálfir bæru ábyrgð á framferði sínu. Sagðist hann þó telja að Kínverjar væru í einstakri aðstöðu til að hafa áhrif á norður-kóreska valdhafa vegna náins sambands ríkjanna og viðskipta. Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður repúblikana, sagði í dag að Trump forseti hefði sagt sér að hann væri tilbúinn að fara í stríð við Norður-Kóreu haldi landið áfram eldflaugatilraunum sínum. „Hann hefur sagt mér það. Ég trúi honum,“ sagði Graham við NBC-sjónvarpsstöðina. Tengdar fréttir Vill auka þrýsting á Kína með þvingunum Æðsti þingmaður demókrata á öldungadeild Bandaríkjaþings segir það vera leiðina til að þvinga Kína til að taka á Norður-Kóreu. 1. ágúst 2017 16:37 Norður-kóresk eldflaug sögð hafa lent í landhelgi Japans Neyðarfundur hefur verið boðaður í þjóðaröryggisráði Japans eftir að Norður-Kóreumenn skutu eldflaug á loft sem hafnaði innan landhelgi Japans. 28. júlí 2017 15:57 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkin, segir bandarísk stjórnvöld ekki sækjast eftir því að koma Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, frá völdum. Hann vill hefja viðræður við stjórnvöld í Pyongyang. „Við erum ekki óvinir ykkar, við erum ekki ógn við ykkur en þið eruð að valda óviðunandi ógn við okkur og við verðum að svara henni,“ sagði Tillerson í dag, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Norður-Kóreumenn hafa haldið tilraunum sínum með langdrægar eldflaugar áfram þrátt fyrir fordæmingu alþjóðasamfélagsins. Þeir segjast nú geta hæft stóran hluta Bandaríkjanna með flugskeyti.Segir Trump hafa rætt möguleikann á stríðiDonald Trump forseti hefur gagnrýnt Kínverja harðlega fyrir að hafa ekki hemil á stjórnvöldum í Norður-Kóreu. Tillerson sagði hins vegar að aðeins Norður-Kóreumenn sjálfir bæru ábyrgð á framferði sínu. Sagðist hann þó telja að Kínverjar væru í einstakri aðstöðu til að hafa áhrif á norður-kóreska valdhafa vegna náins sambands ríkjanna og viðskipta. Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður repúblikana, sagði í dag að Trump forseti hefði sagt sér að hann væri tilbúinn að fara í stríð við Norður-Kóreu haldi landið áfram eldflaugatilraunum sínum. „Hann hefur sagt mér það. Ég trúi honum,“ sagði Graham við NBC-sjónvarpsstöðina.
Tengdar fréttir Vill auka þrýsting á Kína með þvingunum Æðsti þingmaður demókrata á öldungadeild Bandaríkjaþings segir það vera leiðina til að þvinga Kína til að taka á Norður-Kóreu. 1. ágúst 2017 16:37 Norður-kóresk eldflaug sögð hafa lent í landhelgi Japans Neyðarfundur hefur verið boðaður í þjóðaröryggisráði Japans eftir að Norður-Kóreumenn skutu eldflaug á loft sem hafnaði innan landhelgi Japans. 28. júlí 2017 15:57 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Vill auka þrýsting á Kína með þvingunum Æðsti þingmaður demókrata á öldungadeild Bandaríkjaþings segir það vera leiðina til að þvinga Kína til að taka á Norður-Kóreu. 1. ágúst 2017 16:37
Norður-kóresk eldflaug sögð hafa lent í landhelgi Japans Neyðarfundur hefur verið boðaður í þjóðaröryggisráði Japans eftir að Norður-Kóreumenn skutu eldflaug á loft sem hafnaði innan landhelgi Japans. 28. júlí 2017 15:57