Ráðuneyti segja pass við leit að fjársjóði í skipsflaki úr stríðinu Garðar Örn Úlfarsson skrifar 2. ágúst 2017 06:00 Norska skipið Seabed Constructor var leigt til leitar að Minden í apríl en var stöðvað af Landhelgisgæslunni. mynd/landhelgisgæslan Hvorki utanríkisráðuneytið né dómsmálaráðuneytið vilja svara spurningum Fréttablaðsins varðandi fjársjóðsleit breska fyrirtækisins Advanced Marine Services Ltd. í flaki SS Minden sem hvílir á hafsbotni 120 mílur suðaustur af landinu. „Samkvæmt forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna í Stjórnarráði Íslands nr. 15/2017 fer utanríkisráðuneytið ekki með málefni er varða eignarréttindi. Það fellur því ekki í hlut utanríkisráðuneytisins að taka afstöðu til þessa,“ segir í svari við þeirri spurningu hvort ráðuneytið telji vera rétt sem Advanced Marine Services Ltd. heldur fram í starfsleyfisumsókn sinni til Umhverfisstofnunar að enginn sérstakur eigi tilkall til flaks Minden og verðmæta í því. Er þetta einnig svar við þeirri spurningu hvort ráðuneytið telji íslenska ríkið eða einhvern annan tiltekinn aðila eiga tilkall til flaksins og innihalds þess. Utanríkisráðuneytið er einn þeirra aðila sem Umhverfisstofnun leitaði umsagnar hjá vegna umsóknar AMS um leyfi til að skera gat á Minden þar sem það liggur á meira en 2,2 kílómetra dýpi og sækja þangað skáp eða kistu sem fyrirtækið segist telja innihalda verðmæta málma. Í umsögn sinni vísar ráðuneytið til þess að í 9. grein laga um landhelgi, efnahagslögsögu og landgrunn Íslands segi að vísindarannsóknar á þeim svæðum séu háðar samþykki stjórnvalda. Sækja ber um leyfi til utanríkisráðuneytisins. „Miðað við þær upplýsingar sem koma fram í umsóknargögnum Advanced Marine Services Limited, og fylgdu erindi Umhverfisstofnunar til ráðuneytisins, telur ráðuneytið að sú framkvæmd sem þar er lýst falli ein og sér ekki undir ákvæði 9. greinar og því þurfi ekki að sækja um leyfi til ráðuneytisins fyrir henni,“ segir utanríkisráðneytið í svarinu til Umhverfisstofnunar. Varðandi fyrrnefndar spurningar Fréttblaðsins og þá hvort einhverjir meinbugir séu á því að Advanced Marine Services Limited fá starfsleyfið segist dómsmálaráðuneytið ekki svara þeim. „Við sjáum ekki að borist hafi ósk frá Umhverfisstofnun um umsögn vegna málsins sem þú spyrð um og ráðuneytið tjáir sig þar af leiðandi ekki um málið,“ er svarið úr dómsmálaráðuneytinu. Starfsleyfisumsókn AMS er enn til athugunar hjá Umhverfisstofnun. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sækja um að hefja aftur leit í flaki Minden Í skriflegu svari Umhverfisstofnunar kemur fram að starfsleyfisumsóknin barst stofnuninni 27. apríl síðastliðinn, rétt rúmri viku eftir að Seabed Construct sigldi úr höfn. 13. júlí 2017 11:02 Fjársjóðskistan í Minden gæti geymt jafnvirði 12 milljarða króna í gulli 15. júlí 2017 15:00 Vilja ná í fjársjóðskistu í póstherbergi Minden Félagið Advanced Marine Services vill starfsleyfi til að ná í kassa með góðmálmum sem það kveðst hafa fundið í póstherbergi þýska flutningaskipsins Minden sem liggur á 2.242 metra dýpi undan Íslandi. Umhverfisstofnun skoðar málið. 14. júlí 2017 06:15 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Sjá meira
Hvorki utanríkisráðuneytið né dómsmálaráðuneytið vilja svara spurningum Fréttablaðsins varðandi fjársjóðsleit breska fyrirtækisins Advanced Marine Services Ltd. í flaki SS Minden sem hvílir á hafsbotni 120 mílur suðaustur af landinu. „Samkvæmt forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna í Stjórnarráði Íslands nr. 15/2017 fer utanríkisráðuneytið ekki með málefni er varða eignarréttindi. Það fellur því ekki í hlut utanríkisráðuneytisins að taka afstöðu til þessa,“ segir í svari við þeirri spurningu hvort ráðuneytið telji vera rétt sem Advanced Marine Services Ltd. heldur fram í starfsleyfisumsókn sinni til Umhverfisstofnunar að enginn sérstakur eigi tilkall til flaks Minden og verðmæta í því. Er þetta einnig svar við þeirri spurningu hvort ráðuneytið telji íslenska ríkið eða einhvern annan tiltekinn aðila eiga tilkall til flaksins og innihalds þess. Utanríkisráðuneytið er einn þeirra aðila sem Umhverfisstofnun leitaði umsagnar hjá vegna umsóknar AMS um leyfi til að skera gat á Minden þar sem það liggur á meira en 2,2 kílómetra dýpi og sækja þangað skáp eða kistu sem fyrirtækið segist telja innihalda verðmæta málma. Í umsögn sinni vísar ráðuneytið til þess að í 9. grein laga um landhelgi, efnahagslögsögu og landgrunn Íslands segi að vísindarannsóknar á þeim svæðum séu háðar samþykki stjórnvalda. Sækja ber um leyfi til utanríkisráðuneytisins. „Miðað við þær upplýsingar sem koma fram í umsóknargögnum Advanced Marine Services Limited, og fylgdu erindi Umhverfisstofnunar til ráðuneytisins, telur ráðuneytið að sú framkvæmd sem þar er lýst falli ein og sér ekki undir ákvæði 9. greinar og því þurfi ekki að sækja um leyfi til ráðuneytisins fyrir henni,“ segir utanríkisráðneytið í svarinu til Umhverfisstofnunar. Varðandi fyrrnefndar spurningar Fréttblaðsins og þá hvort einhverjir meinbugir séu á því að Advanced Marine Services Limited fá starfsleyfið segist dómsmálaráðuneytið ekki svara þeim. „Við sjáum ekki að borist hafi ósk frá Umhverfisstofnun um umsögn vegna málsins sem þú spyrð um og ráðuneytið tjáir sig þar af leiðandi ekki um málið,“ er svarið úr dómsmálaráðuneytinu. Starfsleyfisumsókn AMS er enn til athugunar hjá Umhverfisstofnun.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sækja um að hefja aftur leit í flaki Minden Í skriflegu svari Umhverfisstofnunar kemur fram að starfsleyfisumsóknin barst stofnuninni 27. apríl síðastliðinn, rétt rúmri viku eftir að Seabed Construct sigldi úr höfn. 13. júlí 2017 11:02 Fjársjóðskistan í Minden gæti geymt jafnvirði 12 milljarða króna í gulli 15. júlí 2017 15:00 Vilja ná í fjársjóðskistu í póstherbergi Minden Félagið Advanced Marine Services vill starfsleyfi til að ná í kassa með góðmálmum sem það kveðst hafa fundið í póstherbergi þýska flutningaskipsins Minden sem liggur á 2.242 metra dýpi undan Íslandi. Umhverfisstofnun skoðar málið. 14. júlí 2017 06:15 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Sjá meira
Sækja um að hefja aftur leit í flaki Minden Í skriflegu svari Umhverfisstofnunar kemur fram að starfsleyfisumsóknin barst stofnuninni 27. apríl síðastliðinn, rétt rúmri viku eftir að Seabed Construct sigldi úr höfn. 13. júlí 2017 11:02
Vilja ná í fjársjóðskistu í póstherbergi Minden Félagið Advanced Marine Services vill starfsleyfi til að ná í kassa með góðmálmum sem það kveðst hafa fundið í póstherbergi þýska flutningaskipsins Minden sem liggur á 2.242 metra dýpi undan Íslandi. Umhverfisstofnun skoðar málið. 14. júlí 2017 06:15