Innlent

Niðurstaða Samgöngustofu óboðleg

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Anton
„Mér finnst niðurstaða Samgöngustofu í þessu máli og rökstuðningurinn með henni vera full af innbyrðis mótsögnum, vera ómálefnaleg og óskiljanleg í samhengi hlutanna,“ segir Páll Magnússon, Eyjamaður og þingmaður Sjálfstæðisflokksins um ferjumálið svokallaða sem leitt verður til lykta í dag.

Páll segir að sótt sé um siglingar á sama hafsvæði og fékkst vegna siglinga milli Reykjavíkur og Akraness.

Það er sigling á hafsvæði C. Niðurstaðan sé því óásættanleg. „Hún er í engu samræmi við það leyfi sem ferjan fékk til að sigla á leiðinni Reykjavík – Akranes og þessi málsmeðferð Samgöngustofu er því óboðleg.

Og ég vona því að þessi stjórnsýslukæra sem nú er til meðferðar leiði til annarrar niðurstöðu en Samgöngustofa komst að,“ segir Páll.

Hann bætir við að fyrir utan að niðurstaðan sé óskiljanleg sé hún stórskaðleg fyrir þá aðila sem hafa af því mikla hagsmuni að fólksflutningar til og frá þessari hátíð gangi hratt og vel fyrir sig.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×