Enski boltinn

Sturridge meiddist þegar hann skoraði

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sturridge eftir að hann skoraði í kvöld.
Sturridge eftir að hann skoraði í kvöld. Vísir/Getty
Daniel Sturridge varð fyrir því óláni að meiðast á læri þegar hann skoraði í 3-0 sigri Liverpool á Bayern München í æfingaleik fyrr í kvöld.

Sjá einnig: Liverpool fór létt með Bayern í München

Sturridge virtist meiðast þegar hann skoraði þriðja mark Liverpool í leiknum og var tekinn af velli þremur mínútum síðar.

Hann hafði komið inn á sem varamaður á 67. mínútu en Klopp sagðist vongóður eftir leik að Sturridge gæti spilað aftur fljótlega.

„Ég get ekki sagt mikið um meiðslin. Hann hefur undirbúið sig mjög vel og ég vona að hann geti spilað aftur fljótlega,“ sagði Klopp.

„Markið var frábært og hann var nýbúinn að fá færi skömmu áður. Maður sá hversu fljótur hann er. Þetta er synd og ég vona að þetta sé ekkert alvarlegt.“

Sturridge hefur glímt við mikil meiðsli undanfarin ár og hefur misst af fjölda leikja vegna meiðsla aftan í læri. Adam Lallana, samherji hans, sagði í vikunni að Sturridge yrði jafn verðmætur fyrir Liverpool og tveir nýir leikmenn ef hann myndi vera heill heilsu í vetur.

„Hann er heimsklassaleikmaður. Hann hefur litið frábærlega út í sumar og verður afar mikilvægur fyrir okkur á tímabilinu. Ég finn það á mér,“ sagði hann.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×