Lífið

Frábær stemning á tónleikum Red Hot Chili Peppers

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þarna var gaman í gærkvöldi.
Þarna var gaman í gærkvöldi. vísir/andri marínó
Stórtónleikar Red Hot Chili Peppers fóru fram í nýju Laugardalshöllinni í gærkvöldi og heppnuðust tónleikarnir virkilega vel. Stemningin var góð og virtust Íslendingar skemmta sér konunglega.

Red Hot Chili Peppers eru ein af farsælustu rokkböndum sögunnar og hefur selt yfir 60 milljónir platna. Meðlimir eru söngvarinn Anthony Kiedis, bassaleikarinn Flea , trommarinn Chad Smith og gítarleikarinn Josh Klinghoffer.

Sveitin hefur meðal annars unnið sex Grammy-verðlaun; fyrir bestu rokkplötuna, besta tónlistarflutning hljómsveitar, besta rokklagið og besta rokkflutning með söng.

Andri Marinó, ljósmyndari 365, var á svæðinu í gær og náði þessum frábærum myndum frá tónleikunum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×