Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, komst ekki hjá því að svara spurningum um Philippe Coutinho eftir sigur Liverpool á Crystal Palace í dag.
„Það hefur ekkert breyst. Starf mitt felst fyrst og fremst í því að þjálfa leikmennina sem eru til staðar. Þetta er ekki mín ákvörðun. Það er ekki gott fyrir okkur að spila án leikmanns eins og Coutinho, en það hefur ekkert breyst. Þetta er ákvörðun félagsins, þetta er ekki undir mér komið," sagði Klopp við blaðamenn eftir leikinn.
Sjá einnig: Leik lokið: Liverpool 1 - 0 Crystal Palace | Fyrsti sigur Liverpool í höfn
Barcelona er á höttunum eftir leikmanninum knáa, en samkvæmt fréttum frá Englandi hafnaði Liverpool tilboði frá spænsku risunum upp á 119 milljónir punda í gær.
Coutinho var ekki í liði Liverpool í dag, en hann er sagður vera meiddur.
Klopp um Coutinho: Ekkert breyst, er ekki undir mér komið

Tengdar fréttir

Coutinho ekki með gegn Crystal Palace
Philippe Coutinho leikur ekki með Liverpool gegn Crystal Palace í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á laugardaginn kemur vegna bakmeiðsla.

Framkvæmdastjóri Barcelona: Erum nálægt því að fá Coutinho og Dembélé
Barcelona er nálægt því að ganga frá kaupunum á Philippe Coutinho og Ousmane Dembélé. Þetta segir Pep Segura, framkvæmdastjóri Katalóníufélagsins.

Liverpool hafnaði þriðja tilboðinu frá Barcelona
Forráðamenn Barcelona hafa ekki gefist upp á því að fá Philippe Coutinho frá Liverpool.