Erlent

Julian er fundinn

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Fjölmargir deildu myndum af Julian Cadman á samfélagsmiðlum.
Fjölmargir deildu myndum af Julian Cadman á samfélagsmiðlum. Facebook
Hinn sjö ára gamli Julian Cadman, sem lýst var eftir í kjölfar árásarinnar í Barcelona á fimmtudag, er fundinn. Fram kemur á vef El Mundo að drengurinn hafi fundist á sjúkrahúsi í borginni. 

Uppfært:Lögreglan í Katalóníu þvertekur fyrir að Julian sé fundinn

Spænska lögreglan segir í samtali við El Pais að drengurinn sé í hópi hinna rúmlega 100 sem slösuðust í árásinni, þegar bíl var ekið niður Römbluna með þeim afleiðingum að 13 létu lífið.

Hún vill þó ekki gefa upp hversu alvarlega Julian er slasaður. Móðir hans slasaðist einnig í árásinni en faðir hans, Andew Cadman, flaug til borgarinnar í gærkvöldi til að taka þátt í leit að syni sínum. Sem fyrr segir er hann nú fundinn en fjölskyldumeðlimir drengsins dreifðu myndum af honum á samfélagsmiðlum og óskuðu eftir aðstoð almennings við að hafa uppi á honum eftir að ekkert hafði til hans spurst eftir árásina. 

Fram kemur í El Pais að lögreglan hafi alltaf vitað hvar drengurinn var niðurkominn og að föður hans hafi verið gert viðvart við fyrsta tækifæri. Lögreglan mun ekki veita nánari upplýsingar um líðan Julians vegna þess að hann er undir lögaldri.

Fréttin hefur verið uppfærð eftir yfirlýsingu frá lögreglunni í Katalóníu.


Tengdar fréttir

Vildu þrýsta á kjósendur og stjórnvöld

Íslamska ríkið vill að Spánverjar dragi sig úr hernaðarbandalaginu gegn ISIS. Fjórtán eru nú látnir eftir árásina á Römblunni í Barcelona. Lögregla fann tuttugu gastanka, útbúna til þess að nota í stórum árásum á Barcelona.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×