„Það er ekki mikil gleði í þessu ríkisstjórnarsamstarfi“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 19. ágúst 2017 13:03 Flokksráðsfundur Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs fer fram í Logalandi í Borgarfirði um helgina. Ljóst er að breyting verður á stjórn flokksins í vetur þar sem varaformaðurinn mun ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu og formaðurinn myndi fagna mótframboði á landsfundi komi það fram. Flokksráð Vinstri grænna undirbýr nú komandi vetur en Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins, segir að aðgerðir þurfi strax til að snúa af braut ójöfnuðar þar sem núverandi ríkisstjórn hafi ekki áhuga á því. Katrín segir ríkisstjórnina veika og ósamstæða sem bitni á að mikilvæg málefni bíði á kostnað almennings „Það sem við sjáum með þessa ríkisstjórn og hennar samstarf þá virðist það í raun og veru snúast um að viðhalda ákveðinni hægrisinnaðri efnahagsstefnu, skattastefnu og sveltistefnu gagnvart almannagæðunum,“ segir Katrín.Meira um orð en athafnir„Við erum ekki að sjá staðið undir þeim væntingum sem, að minnsta kosti sumir, stjórnarflokka höfðu uppi í kosningunum," bætir hún við og nefnir „miklar kerfisbreytingar“ í því samhengi. Þar hafi verið meira um orð en athafnir að mati Katrínar.Björn Valur Gíslason tilkynnti í gær að hann myndi ekki gefa kost á sér að nýju.Vísir/GVA„Það er ekki mikil gleði í þessu ríkisstjórnarsamstarfi og á meðan bíður almenningur eftir því að sjá þá raunverulegu uppbyggingu innviða sem lofað var fyrir síðustu kosningar.“ Á fundinum um helgina er einnig fjallað sérstaklega um sveitastjórnakosningarnar á næsta ári en undirbúningur þeirra er hafinn víða um land. Katrín segir VG leggja áherslu á þau mál sem „snerta okkur öll í nærumhverfinu.“ Hún segir skólamálin hafa sérstaklega borið á góma á flokksþinginu, það sé mikilvægur málaflokkur þar sem þarf að horfa til framtíðar. Undirbúningur fyrir landsfund flokksins er einnig hafinn en málefnahópar kynna stefnumótun í mikilvægum málaflokkum eins og húsnæðis-, efnahags-, velferðar- og sveitarstjórnarmálum sem verður borið undir landsfund sem fer fram 6.-8. oktober næstkomandi. Ljóst er að breyting verður á stjórn flokksins en Björn Valur Gíslason, varaformaður flokksins, hefur gefið út að hann gefi ekki kost á sér til áframhaldandi setu í stóli varaformanns.Katrín segir VG hafa gengið vel, til að mynda í síðustu þingkosningum og þá hafi skoðanakannanir komið ágætlega út fyrir flokkinn. „Það hefur verið mikill kraftur í okkar flokki, hvort sem það eru almennir félagar eða kjörnir fulltrúar,“ segir Katrín og gerir því ekki ráð fyrir öðru en að landsfundurinn verði „fjörugur.“ Aðspurð um hugsanlega mótframboð segir Katrín að hún myndi fagna því, kæmi það fram. Alþingi Tengdar fréttir Björn Valur Gíslason hættir sem varaformaður VG Björn Valur Gíslason hyggst ekki gefa kost á sér til áframhaldandi varaformennsku í Vinstri grænum á landsfundi flokksins í október. 18. ágúst 2017 15:53 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Flokksráðsfundur Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs fer fram í Logalandi í Borgarfirði um helgina. Ljóst er að breyting verður á stjórn flokksins í vetur þar sem varaformaðurinn mun ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu og formaðurinn myndi fagna mótframboði á landsfundi komi það fram. Flokksráð Vinstri grænna undirbýr nú komandi vetur en Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins, segir að aðgerðir þurfi strax til að snúa af braut ójöfnuðar þar sem núverandi ríkisstjórn hafi ekki áhuga á því. Katrín segir ríkisstjórnina veika og ósamstæða sem bitni á að mikilvæg málefni bíði á kostnað almennings „Það sem við sjáum með þessa ríkisstjórn og hennar samstarf þá virðist það í raun og veru snúast um að viðhalda ákveðinni hægrisinnaðri efnahagsstefnu, skattastefnu og sveltistefnu gagnvart almannagæðunum,“ segir Katrín.Meira um orð en athafnir„Við erum ekki að sjá staðið undir þeim væntingum sem, að minnsta kosti sumir, stjórnarflokka höfðu uppi í kosningunum," bætir hún við og nefnir „miklar kerfisbreytingar“ í því samhengi. Þar hafi verið meira um orð en athafnir að mati Katrínar.Björn Valur Gíslason tilkynnti í gær að hann myndi ekki gefa kost á sér að nýju.Vísir/GVA„Það er ekki mikil gleði í þessu ríkisstjórnarsamstarfi og á meðan bíður almenningur eftir því að sjá þá raunverulegu uppbyggingu innviða sem lofað var fyrir síðustu kosningar.“ Á fundinum um helgina er einnig fjallað sérstaklega um sveitastjórnakosningarnar á næsta ári en undirbúningur þeirra er hafinn víða um land. Katrín segir VG leggja áherslu á þau mál sem „snerta okkur öll í nærumhverfinu.“ Hún segir skólamálin hafa sérstaklega borið á góma á flokksþinginu, það sé mikilvægur málaflokkur þar sem þarf að horfa til framtíðar. Undirbúningur fyrir landsfund flokksins er einnig hafinn en málefnahópar kynna stefnumótun í mikilvægum málaflokkum eins og húsnæðis-, efnahags-, velferðar- og sveitarstjórnarmálum sem verður borið undir landsfund sem fer fram 6.-8. oktober næstkomandi. Ljóst er að breyting verður á stjórn flokksins en Björn Valur Gíslason, varaformaður flokksins, hefur gefið út að hann gefi ekki kost á sér til áframhaldandi setu í stóli varaformanns.Katrín segir VG hafa gengið vel, til að mynda í síðustu þingkosningum og þá hafi skoðanakannanir komið ágætlega út fyrir flokkinn. „Það hefur verið mikill kraftur í okkar flokki, hvort sem það eru almennir félagar eða kjörnir fulltrúar,“ segir Katrín og gerir því ekki ráð fyrir öðru en að landsfundurinn verði „fjörugur.“ Aðspurð um hugsanlega mótframboð segir Katrín að hún myndi fagna því, kæmi það fram.
Alþingi Tengdar fréttir Björn Valur Gíslason hættir sem varaformaður VG Björn Valur Gíslason hyggst ekki gefa kost á sér til áframhaldandi varaformennsku í Vinstri grænum á landsfundi flokksins í október. 18. ágúst 2017 15:53 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Björn Valur Gíslason hættir sem varaformaður VG Björn Valur Gíslason hyggst ekki gefa kost á sér til áframhaldandi varaformennsku í Vinstri grænum á landsfundi flokksins í október. 18. ágúst 2017 15:53