Enski boltinn

Fékk hláturskast þegar hann var spurður út í ummæli Costa | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Antonio Conte var kátur á blaðamannafundinum í dag.
Antonio Conte var kátur á blaðamannafundinum í dag. vísir/getty
Antonio Conte, knattspyrnustjóri Chelsea, skellti upp úr þegar hann spurður út í ummæli Diegos Costa á blaðamannafundi í dag.

Costa, sem er staddur eins konar verkfalli í Brasilíu, hefur baunað hressilega á Conte og Chelsea undanfarna daga. Hann sakaði félagið m.a. um að koma fram við sig eins og glæpamann.

„Þetta er frábært,“ Conte á milli hláturrokanna. „Allir hjá Chelsea vita hvað gerðist með hann á síðasta tímabili. Þetta er fyndið, þetta viðtal. Ég nenni ekki að tala um þetta lengur. Hann tilheyrir fortíðinni.“

Þótt Conte hafi tjáð Costa í júní að hann vildi ekki hafa hann áfram er Spánverjinn ennþá leikmaður Chelsea þótt hann neiti að æfa með liðinu.

Costa vill fara aftur til Atlético Madrid en segir að verðmiðinn sem Chelsea setur á hann sé alltof hár.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×