Diego Costa segir að upphæðin sem Chelsea vilji fá fyrir sig sé alltof há.
Costa er enn staddur í Brasilíu og virðist ekkert vera að flýta sér aftur til Englands, jafnvel þótt Chelsea sekti hann.
Eins og frægt er orðið sendi Antonio Conte, knattspyrnustjóri Chelsea, Costa skilaboð í júní þar sem hann sagðist ekki lengur hafa not fyrir hann.
Nú tveimur mánuðum seinna er Costa enn leikmaður Chelsea og engin lausn á hans málum virðist í sjónmáli.
Costa vill ólmur fara aftur til Atlético Madrid en segir að Chelsea vilji fá alltof háa upphæð fyrir sig.
„Þegar ég kom til Chelsea borguðu þeir minna en þeir fara fram á núna,“ sagði Costa.
„Ég veit að Atlético vill láta þetta gerast en ef þeir þurfa að borga það sem Chelsea vill er það ekki mögulegt.“
Costa gekk í raðir Chelsea frá Atlético 2014 og hefur tvisvar sinnum orðið Englandsmeistari með liðinu.
Costa heldur áfram að bauna á Chelsea

Tengdar fréttir

Ian Wright: Framkoma Costa er svívirðileg
Ian Wright, fyrrverandi framherji Arsenal og enska landsliðsins, segir að framkoma Diegos Costa, framherja Chelsea, sé svívirðileg.

Skrópið kostar Diego Costa að minnsta kosti 42 milljónir
Chelsea hefur ákveðið að sekta Diego Costa um tveggja vikna laun en framherjinn hefur ekki ekki látið sjá sig á Stamford Bridge eftir sumarfríið.

Diego Costa: Conte er fjarlægur og ekki með persónutöfra
Diego Costa segir Chelsea og knattspyrnustjóra liðsins, Antonio Conte, til syndana í viðtali við Daily Mail.

Costa: Ég mun ekki snúa aftur til Chelsea
Diego Costa ætlar ekkert að gefa eftir í rimmu sinni við Chelsea eins og sjá má á yfirlýsingu sem hann gaf frá sér í morgun.

ESPN segir Costa og Chelsea á leiðinni í dómsal
Spænski framherjinn Diego Costa er tilbúinn að fara með mál sitt í dómsal til að losna frá Chelsea samkvæmt heimildum bandaríska fjölmiðilsins ESPN.