Hvetur fólk til þess að skoða sína eigin skynjun Magnús Guðmundsson skrifar 18. ágúst 2017 11:00 Dodda Maggý segir að í verkunum leitist hún við að taka innra ástand og setja í einhvers konar form. Visir/Eyþór Þar sem ég er bæði myndlistarmaður og tónskáld vinn ég mikið á mörkum þessara miðla og sýningin skiptist niður í þrjár seríur sem birtast í vídeói, hljóðverki og prentuðum myndverkum sem vísa talsvert hvert í annað,“ segir myndlistarkonan Dodda Maggý sem í dag opnar einkasýningu í Berg Contemporary við Klapparstíg undir yfirskriftinni Variations. Dodda Maggý bætir við að þessi samvísun á milli seríanna felist bæði í aðferðafræði og vinnuaðferðum. „Ég er mikið að vinna með hugmyndir tónlistar í myndlist. Bakgrunnur minn er í tónlist þar sem ég byrjaði en fór síðan að læra myndlist og fór þá að fást við vídeóið. Og það var svona einhvern veginn eðlilegt framhald að vinna með vídeóið eins og ég hugsa tónlist. Það eru þessir tímatengdu miðlar sem höfða til mín. Verkin mín eru mjög tímatengd eins og vídeóið og hljóðverkið sem ég er með núna og jafnvel myndirnar, prentverkið, eru líka að fást við hugmyndir, hreyfingu og tónlist og tengjast þannig tímanum.“ Dodda Maggý bætir við að í verkum sínum hafi hún verið að fjalla talsvert um samskynjun. „Það snýst um það þegar skynfæri okkar krossa hvert yfir annað eins og til að mynda þegar fólk sér tónlist með myndrænum hætti, sér kannski liti eða form þegar það hlustar. Meðal annars er ég að skoða hvernig það er hægt að gera tónlist eða hljóð með myndrænum hætti.“Hluti þeirra prentverka sem Dodda Maggý sýnir í Berg. Visir/EyþórDodda Maggý segir að samskynjun feli svo líka í sér að það sé mjög einstaklingsbundið hvernig fólk upplifir sinn eigin hversdagsleika. „Verkin mín fjalla soldið mikið um þetta, að taka innra ástand og setja í einhvers konar form. Að taka innri upplifanir og setja í einhvers konar form er grundvallarþema í mínum verkum. Þetta getur verið að raungera tilfinningar, ímyndunaraflið og einhvers konar draumheim á borð við dagdrauma. Við upplifum núið með svo ólíkum hætti og það á líka sína tilvist í þessum ímyndaða og tilfinningalega heimi. Þetta er ákveðinn vitnisburður um mismunandi ástand raunveruleikans.“ Þessi innri veruleiki segir Dodda Maggý að sé mikilvægur og að í verkum sínum sé hún að varpa honum út. „En áhorfandinn getur svo speglað sjálfan sig ef hann vill. ég er ekkert að segja fólki hvað það á að upplifa heldur er hugmyndin að opna á möguleika og hvetja fólk til þess að skoða sína eigin skynjun.“ Síðustu misseri hefur verið mikil umræða í gangi um myndlistina og stöðu myndlistarmanna í samfélaginu. En skyldi Dodda Maggý hafa blandað sér í þá umræðu eða aðstæður? „Já, og það eru jákvæðir hlutir að gerast. Þegar ég bjó í Svíþjóð og var í mínu MA-námi þá vandist ég til að mynda á það að fá borgað fyrir mína vinnu og ég held að þetta sé að breytast hérna heima þó að það gangi hægt. Þetta snýst auðvitað um fjármunina sem söfnin fá og í raun vantar bara örlítið meira fé til þess að fá þetta í gegn því viljinn hjá stofnununum er klárlega fyrir hendi. Staðan er pínu sorgleg, eins og fólk átti sig ekki á því að þetta er margra ára menntun, nánast eins og myndlist sé vanvirt atvinna. En mér finnst þetta vera að breytast og fólk að vakna fyrir þessu og átta sig betur á hvað list er mikilvæg fyrir mannlífið. Þess vegna þarf að hlúa að menningunni eins og öðru í samfélaginu.“ En hvert er þitt hlutverk sem listamanns í samfélaginu? „Listamenn eru oft talsmenn nýrra sjónarhorna. Hver og einn vinnur á sinn hátt en fyrir mig er tónlist til að mynda lífsnauðsynleg og myndlistin er það í raun einnig. Við förum kannski ekki á sýningu til þess að bjarga deginum en þetta engu að síður opnar á hugmyndir og felur í sér blæbrigði lífsins svo við séum ekki bara í soðinni ýsu og kartöflum alla daga. Það er oft mikið áreiti í okkar daglega lífi og við þurfum að gefa okkur tíma til þess að líta upp, staldra við, og sinna sálarlífinu og ég held að myndlistin geri það.“ Nýverið var málað yfir stóra veggmynd á Útvegshúsinu við Skúlagötu og Dodda Maggý segir að það sé í raun skelfilega sorglegt. „Mér þótti svo vænt um þessa mynd. Þetta var umtöluð mynd af borgurum og það af væntumþykju. Hún einmitt gaf okkur þetta sem við þurfum í daglegu amstri, að setja lit og líf inn í okkar daglega veruleika.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. ágúst. Menning Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Þar sem ég er bæði myndlistarmaður og tónskáld vinn ég mikið á mörkum þessara miðla og sýningin skiptist niður í þrjár seríur sem birtast í vídeói, hljóðverki og prentuðum myndverkum sem vísa talsvert hvert í annað,“ segir myndlistarkonan Dodda Maggý sem í dag opnar einkasýningu í Berg Contemporary við Klapparstíg undir yfirskriftinni Variations. Dodda Maggý bætir við að þessi samvísun á milli seríanna felist bæði í aðferðafræði og vinnuaðferðum. „Ég er mikið að vinna með hugmyndir tónlistar í myndlist. Bakgrunnur minn er í tónlist þar sem ég byrjaði en fór síðan að læra myndlist og fór þá að fást við vídeóið. Og það var svona einhvern veginn eðlilegt framhald að vinna með vídeóið eins og ég hugsa tónlist. Það eru þessir tímatengdu miðlar sem höfða til mín. Verkin mín eru mjög tímatengd eins og vídeóið og hljóðverkið sem ég er með núna og jafnvel myndirnar, prentverkið, eru líka að fást við hugmyndir, hreyfingu og tónlist og tengjast þannig tímanum.“ Dodda Maggý bætir við að í verkum sínum hafi hún verið að fjalla talsvert um samskynjun. „Það snýst um það þegar skynfæri okkar krossa hvert yfir annað eins og til að mynda þegar fólk sér tónlist með myndrænum hætti, sér kannski liti eða form þegar það hlustar. Meðal annars er ég að skoða hvernig það er hægt að gera tónlist eða hljóð með myndrænum hætti.“Hluti þeirra prentverka sem Dodda Maggý sýnir í Berg. Visir/EyþórDodda Maggý segir að samskynjun feli svo líka í sér að það sé mjög einstaklingsbundið hvernig fólk upplifir sinn eigin hversdagsleika. „Verkin mín fjalla soldið mikið um þetta, að taka innra ástand og setja í einhvers konar form. Að taka innri upplifanir og setja í einhvers konar form er grundvallarþema í mínum verkum. Þetta getur verið að raungera tilfinningar, ímyndunaraflið og einhvers konar draumheim á borð við dagdrauma. Við upplifum núið með svo ólíkum hætti og það á líka sína tilvist í þessum ímyndaða og tilfinningalega heimi. Þetta er ákveðinn vitnisburður um mismunandi ástand raunveruleikans.“ Þessi innri veruleiki segir Dodda Maggý að sé mikilvægur og að í verkum sínum sé hún að varpa honum út. „En áhorfandinn getur svo speglað sjálfan sig ef hann vill. ég er ekkert að segja fólki hvað það á að upplifa heldur er hugmyndin að opna á möguleika og hvetja fólk til þess að skoða sína eigin skynjun.“ Síðustu misseri hefur verið mikil umræða í gangi um myndlistina og stöðu myndlistarmanna í samfélaginu. En skyldi Dodda Maggý hafa blandað sér í þá umræðu eða aðstæður? „Já, og það eru jákvæðir hlutir að gerast. Þegar ég bjó í Svíþjóð og var í mínu MA-námi þá vandist ég til að mynda á það að fá borgað fyrir mína vinnu og ég held að þetta sé að breytast hérna heima þó að það gangi hægt. Þetta snýst auðvitað um fjármunina sem söfnin fá og í raun vantar bara örlítið meira fé til þess að fá þetta í gegn því viljinn hjá stofnununum er klárlega fyrir hendi. Staðan er pínu sorgleg, eins og fólk átti sig ekki á því að þetta er margra ára menntun, nánast eins og myndlist sé vanvirt atvinna. En mér finnst þetta vera að breytast og fólk að vakna fyrir þessu og átta sig betur á hvað list er mikilvæg fyrir mannlífið. Þess vegna þarf að hlúa að menningunni eins og öðru í samfélaginu.“ En hvert er þitt hlutverk sem listamanns í samfélaginu? „Listamenn eru oft talsmenn nýrra sjónarhorna. Hver og einn vinnur á sinn hátt en fyrir mig er tónlist til að mynda lífsnauðsynleg og myndlistin er það í raun einnig. Við förum kannski ekki á sýningu til þess að bjarga deginum en þetta engu að síður opnar á hugmyndir og felur í sér blæbrigði lífsins svo við séum ekki bara í soðinni ýsu og kartöflum alla daga. Það er oft mikið áreiti í okkar daglega lífi og við þurfum að gefa okkur tíma til þess að líta upp, staldra við, og sinna sálarlífinu og ég held að myndlistin geri það.“ Nýverið var málað yfir stóra veggmynd á Útvegshúsinu við Skúlagötu og Dodda Maggý segir að það sé í raun skelfilega sorglegt. „Mér þótti svo vænt um þessa mynd. Þetta var umtöluð mynd af borgurum og það af væntumþykju. Hún einmitt gaf okkur þetta sem við þurfum í daglegu amstri, að setja lit og líf inn í okkar daglega veruleika.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. ágúst.
Menning Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira