Réttur tímapunktur fyrir Gylfa til að fara í Everton Henry Birgir Gunnarsson skrifar 18. ágúst 2017 06:00 Gylfi Þór Sigurðsson á Goodison Park. Vísir/AFP „Mér líst mjög vel á að Gylfi hafi farið til Everton. Ég held að þetta hafi verið hárrétt ákvörðun hjá honum,“ segir Bjarni Guðjónsson, knattspyrnuþjálfari og einn af sérfræðingum Messunnar, um þau tíðindi að Gylfi Þór Sigurðsson sé orðinn leikmaður Everton. „Þessi hugmynd um Leicester fannst mér aldrei neitt sérlega sexí. Ég held að hann sé kominn á mjög góðan stað og það virðist vera mikill vindur í seglunum hjá Everton. Liðið er búið að styrkja sig mikið og það verður mjög spennandi að fylgjast með þessu í vetur. Krafan hlýtur að vera sú að keppa um þessi fjögur efstu sæti í deildinni sem er örugglega eitthvað sem Gylfi hefur beðið eftir að komast í.“#WelcomeGylfipic.twitter.com/tyfTpKYRUJ — Everton (@Everton) August 17, 2017| We think our new Blue will have enjoyed watching that tonight. We'll see you on the pitch properly soon, Gylfi! #EFCpic.twitter.com/LvQf7OihA9 — Everton (@Everton) August 17, 2017 Bjarni efast ekkert um að koma Gylfa til Everton muni hafa mjög jákvæð áhrif á liðið á mörgum stöðum. „Gylfi hefur svo ofboðslega margt. Það er eðlilega mikið talað um föstu leikatriðin og það mun hafa áhrif enda enginn betri þar en Gylfi. Hann skapar alltaf hættu með spyrnunum sínum,“ segir Bjarni og bendir síðan á vinnsluna í Gylfa sem hljóp mest allra í deildinni síðasta vetur. „Hann er svo svakalega vinnusamur. Gylfi er ekki bara lúxusleikmaður heldur vinnur hann rosalega mikið fyrir liðið. Sömu sögu er ekki hægt að segja af lúxusleikmönnum eins og Eriksen og Coutinho svo einhverjir séu nefndir. Gylfi gerir það sem gera þarf. Hann getur farið niður og varist eins og sterkir varnarmiðjumenn. Þegar búið er að vinna boltann rýkur hann upp og reynir að gera usla í vörn andstæðingsins. Það að Gylfi hlaupi meira en N’Golo Kante, sem fær mikið hrós fyrir vinnslu, segir sína sögu.“ Það eru flestir sammála um það að frammistaða Gylfa á síðustu leiktíð hafi hreinlega haldið Swansea uppi í úrvalsdeildinni. Gríðarlegt afrek. Nú er hann kominn í miklu stærra lið sem ætlar sér mun stærri hluti. Þar á Gylfi að vera aðalmaðurinn en er hann tilbúinn til að leiða Everton í hóp bestu liðanna?| Here's the moment Gylfi Sigurdsson met the Everton faithful ahead of kick-off at Goodison. #WelcomeGylfipic.twitter.com/Hry48cUQpx — Everton (@Everton) August 17, 2017 „Ég efast ekki um að Gylfi mun valda þessu verkefni og ráða við pressuna. Ég held að andlegur styrkur hans sé það mikill. Hann er fagmaður fram í fingurgóma og notar sinn tíma alltaf rétt. Gylfi lætur heldur ekki neitt stíga sér til höfuðs. Ef á móti blæs þá er hann klókur að vinna sig út úr því. Ég hef því engar áhyggjur af Gylfa þarna,“ segir Bjarni bjartsýnn og telur að Gylfi hafi nælt sér í næga reynslu á síðustu árum til þess að geta tekið þetta stóra skref. „Þetta er flottur tímapunktur fyrir hann að fara í svona lið. Liverpool hefði líka verið frábær kostur fyrir hann sem og allt þar fyrir ofan.“ Nú er mikið spáð og spekúlerað í því hvernig stjóri Everton, Ronald Koeman, ætlar sér að nota dýrasta leikmann Everton frá upphafi en Koeman segir að Gylfi komi með fullkomið jafnvægi inn í liðið. „Mér sýnist allt stefna í að Koeman ætli að vera með þrjá miðverði. Hann gæti notað Rooney frammi með Sandro Ramirez og sett Gylfa í holuna fyrir aftan þá. Seamus Coleman og Leighton Baines eru síðan á köntunum. Þeir eru klókir og sókndjarfir bakverðir. Þá er komið jafnvægi í liðið sem er mjög flott,“ segir Bjarni. „Everton er með þrjá sterka miðverði, þá Michael Keane, Ashley Williams og Phil Jagielka. Svo eru tveir sterkir miðjumenn þar fyrir framan og þá er liðið með fimm menn til þess að sækja. Ég yrði því ekki hissa á því að sjá Gylfa í holunni fyrir aftan tvo sentera. Gylfi getur samt leyst margar stöður og það er eflaust eitt af því sem heillar Koeman.“| Our Club-record signing Gylfi Sigurdsson will be introduced to the Goodison crowd ahead of tonight's game.https://t.co/1ZPKIZ2nMdpic.twitter.com/QB07gGt3jG — Everton (@Everton) August 17, 2017 Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi Þór og saga dýrasta Íslendingsins Níu forverar Gylfa Þórs Sigurðssonar sem dýrasta knattspyrnumanns Íslands eru langt frá því að ná samanlagt upp í kaupverð Everton á Gylfa. Eiður Smári Guðjohnsen hafði verið sá dýrasti í sautján ár. 17. ágúst 2017 07:30 Gylfi tekur við treyju Barry og verður númer átján hjá Everton Gylfi Þór Sigurðsson verður í treyju númer 18 hjá Everton en þetta kemur fram á heimasíðu félagsins í kvöld. Þetta er nýtt númer fyrir íslenska landsliðsmanninn sem hefur ekki spilað i þessu númeri áður. 16. ágúst 2017 20:09 Leifur: Gylfi var einu sinni boltastrákur á Goodison Park Leifur Garðarsson, körfuboltadómari, fyrrum þjálfari í Pepsi-deildinni og mikill stuðningsmaður Everton, er mjög ánægður með nýjasta leikmanninn á Goodison Park. 17. ágúst 2017 19:00 Koeman um Gylfa: Einn af bestu leikmönnunum ensku úrvalsdeildarinnar í sinni stöðu Ronald Koeman, knattspyrnustjóri Everton, var ánægður í kvöld með að sjá kaupin á Gylfa Þór Sigurðssyni væru loksins gengin í gegn. Gylfi var kynntur formlega á Goodison Park í kvöld en hann hafði staðist læknisskoðun fyrr í dag. 16. ágúst 2017 19:17 Gylfi hlaðinn lofi af blaðamanni Guardian Segir að Gylfi Þór Sigurðsson sé bæði peninganna og biðarinnar virði fyrir Everton. 16. ágúst 2017 16:15 Reyndi að fá Gylfa til Southampton Ronald Koeman hefur lengi verið aðdáandi Gylfa Þórs Sigurðssonar. 17. ágúst 2017 14:30 Gylfi kynntur fyrir stuðningsmönnum Everton á Goodison Park | Myndir og myndband Þetta var stórt kvöld fyrir Everton og íslenska landsliðsmanninn Gylfa Þór Sigurðsson. Gylfi var kynntur fyrir stuðningsmönnum félagsins á Goodison Park og liðið vann 2-0 sigur á Hajduk Split í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. 17. ágúst 2017 21:15 Everton hélt upp á komu Gylfa með 2-0 sigri í Evrópudeildinni Everton vann tveggja marka heimasigur í fyrri leik sínum á móti króatíska liðinu Hadjuk Split í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. 17. ágúst 2017 21:00 Tottenham hagnast á sölu Gylfa Fá tíu prósenta hlut af söluverði Gylfa Þórs til Everton. 16. ágúst 2017 11:15 Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Fótbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur Handbolti Fleiri fréttir Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Engin stig tekin af ensku liðunum Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Sjá meira
„Mér líst mjög vel á að Gylfi hafi farið til Everton. Ég held að þetta hafi verið hárrétt ákvörðun hjá honum,“ segir Bjarni Guðjónsson, knattspyrnuþjálfari og einn af sérfræðingum Messunnar, um þau tíðindi að Gylfi Þór Sigurðsson sé orðinn leikmaður Everton. „Þessi hugmynd um Leicester fannst mér aldrei neitt sérlega sexí. Ég held að hann sé kominn á mjög góðan stað og það virðist vera mikill vindur í seglunum hjá Everton. Liðið er búið að styrkja sig mikið og það verður mjög spennandi að fylgjast með þessu í vetur. Krafan hlýtur að vera sú að keppa um þessi fjögur efstu sæti í deildinni sem er örugglega eitthvað sem Gylfi hefur beðið eftir að komast í.“#WelcomeGylfipic.twitter.com/tyfTpKYRUJ — Everton (@Everton) August 17, 2017| We think our new Blue will have enjoyed watching that tonight. We'll see you on the pitch properly soon, Gylfi! #EFCpic.twitter.com/LvQf7OihA9 — Everton (@Everton) August 17, 2017 Bjarni efast ekkert um að koma Gylfa til Everton muni hafa mjög jákvæð áhrif á liðið á mörgum stöðum. „Gylfi hefur svo ofboðslega margt. Það er eðlilega mikið talað um föstu leikatriðin og það mun hafa áhrif enda enginn betri þar en Gylfi. Hann skapar alltaf hættu með spyrnunum sínum,“ segir Bjarni og bendir síðan á vinnsluna í Gylfa sem hljóp mest allra í deildinni síðasta vetur. „Hann er svo svakalega vinnusamur. Gylfi er ekki bara lúxusleikmaður heldur vinnur hann rosalega mikið fyrir liðið. Sömu sögu er ekki hægt að segja af lúxusleikmönnum eins og Eriksen og Coutinho svo einhverjir séu nefndir. Gylfi gerir það sem gera þarf. Hann getur farið niður og varist eins og sterkir varnarmiðjumenn. Þegar búið er að vinna boltann rýkur hann upp og reynir að gera usla í vörn andstæðingsins. Það að Gylfi hlaupi meira en N’Golo Kante, sem fær mikið hrós fyrir vinnslu, segir sína sögu.“ Það eru flestir sammála um það að frammistaða Gylfa á síðustu leiktíð hafi hreinlega haldið Swansea uppi í úrvalsdeildinni. Gríðarlegt afrek. Nú er hann kominn í miklu stærra lið sem ætlar sér mun stærri hluti. Þar á Gylfi að vera aðalmaðurinn en er hann tilbúinn til að leiða Everton í hóp bestu liðanna?| Here's the moment Gylfi Sigurdsson met the Everton faithful ahead of kick-off at Goodison. #WelcomeGylfipic.twitter.com/Hry48cUQpx — Everton (@Everton) August 17, 2017 „Ég efast ekki um að Gylfi mun valda þessu verkefni og ráða við pressuna. Ég held að andlegur styrkur hans sé það mikill. Hann er fagmaður fram í fingurgóma og notar sinn tíma alltaf rétt. Gylfi lætur heldur ekki neitt stíga sér til höfuðs. Ef á móti blæs þá er hann klókur að vinna sig út úr því. Ég hef því engar áhyggjur af Gylfa þarna,“ segir Bjarni bjartsýnn og telur að Gylfi hafi nælt sér í næga reynslu á síðustu árum til þess að geta tekið þetta stóra skref. „Þetta er flottur tímapunktur fyrir hann að fara í svona lið. Liverpool hefði líka verið frábær kostur fyrir hann sem og allt þar fyrir ofan.“ Nú er mikið spáð og spekúlerað í því hvernig stjóri Everton, Ronald Koeman, ætlar sér að nota dýrasta leikmann Everton frá upphafi en Koeman segir að Gylfi komi með fullkomið jafnvægi inn í liðið. „Mér sýnist allt stefna í að Koeman ætli að vera með þrjá miðverði. Hann gæti notað Rooney frammi með Sandro Ramirez og sett Gylfa í holuna fyrir aftan þá. Seamus Coleman og Leighton Baines eru síðan á köntunum. Þeir eru klókir og sókndjarfir bakverðir. Þá er komið jafnvægi í liðið sem er mjög flott,“ segir Bjarni. „Everton er með þrjá sterka miðverði, þá Michael Keane, Ashley Williams og Phil Jagielka. Svo eru tveir sterkir miðjumenn þar fyrir framan og þá er liðið með fimm menn til þess að sækja. Ég yrði því ekki hissa á því að sjá Gylfa í holunni fyrir aftan tvo sentera. Gylfi getur samt leyst margar stöður og það er eflaust eitt af því sem heillar Koeman.“| Our Club-record signing Gylfi Sigurdsson will be introduced to the Goodison crowd ahead of tonight's game.https://t.co/1ZPKIZ2nMdpic.twitter.com/QB07gGt3jG — Everton (@Everton) August 17, 2017
Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi Þór og saga dýrasta Íslendingsins Níu forverar Gylfa Þórs Sigurðssonar sem dýrasta knattspyrnumanns Íslands eru langt frá því að ná samanlagt upp í kaupverð Everton á Gylfa. Eiður Smári Guðjohnsen hafði verið sá dýrasti í sautján ár. 17. ágúst 2017 07:30 Gylfi tekur við treyju Barry og verður númer átján hjá Everton Gylfi Þór Sigurðsson verður í treyju númer 18 hjá Everton en þetta kemur fram á heimasíðu félagsins í kvöld. Þetta er nýtt númer fyrir íslenska landsliðsmanninn sem hefur ekki spilað i þessu númeri áður. 16. ágúst 2017 20:09 Leifur: Gylfi var einu sinni boltastrákur á Goodison Park Leifur Garðarsson, körfuboltadómari, fyrrum þjálfari í Pepsi-deildinni og mikill stuðningsmaður Everton, er mjög ánægður með nýjasta leikmanninn á Goodison Park. 17. ágúst 2017 19:00 Koeman um Gylfa: Einn af bestu leikmönnunum ensku úrvalsdeildarinnar í sinni stöðu Ronald Koeman, knattspyrnustjóri Everton, var ánægður í kvöld með að sjá kaupin á Gylfa Þór Sigurðssyni væru loksins gengin í gegn. Gylfi var kynntur formlega á Goodison Park í kvöld en hann hafði staðist læknisskoðun fyrr í dag. 16. ágúst 2017 19:17 Gylfi hlaðinn lofi af blaðamanni Guardian Segir að Gylfi Þór Sigurðsson sé bæði peninganna og biðarinnar virði fyrir Everton. 16. ágúst 2017 16:15 Reyndi að fá Gylfa til Southampton Ronald Koeman hefur lengi verið aðdáandi Gylfa Þórs Sigurðssonar. 17. ágúst 2017 14:30 Gylfi kynntur fyrir stuðningsmönnum Everton á Goodison Park | Myndir og myndband Þetta var stórt kvöld fyrir Everton og íslenska landsliðsmanninn Gylfa Þór Sigurðsson. Gylfi var kynntur fyrir stuðningsmönnum félagsins á Goodison Park og liðið vann 2-0 sigur á Hajduk Split í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. 17. ágúst 2017 21:15 Everton hélt upp á komu Gylfa með 2-0 sigri í Evrópudeildinni Everton vann tveggja marka heimasigur í fyrri leik sínum á móti króatíska liðinu Hadjuk Split í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. 17. ágúst 2017 21:00 Tottenham hagnast á sölu Gylfa Fá tíu prósenta hlut af söluverði Gylfa Þórs til Everton. 16. ágúst 2017 11:15 Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Fótbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur Handbolti Fleiri fréttir Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Engin stig tekin af ensku liðunum Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Sjá meira
Gylfi Þór og saga dýrasta Íslendingsins Níu forverar Gylfa Þórs Sigurðssonar sem dýrasta knattspyrnumanns Íslands eru langt frá því að ná samanlagt upp í kaupverð Everton á Gylfa. Eiður Smári Guðjohnsen hafði verið sá dýrasti í sautján ár. 17. ágúst 2017 07:30
Gylfi tekur við treyju Barry og verður númer átján hjá Everton Gylfi Þór Sigurðsson verður í treyju númer 18 hjá Everton en þetta kemur fram á heimasíðu félagsins í kvöld. Þetta er nýtt númer fyrir íslenska landsliðsmanninn sem hefur ekki spilað i þessu númeri áður. 16. ágúst 2017 20:09
Leifur: Gylfi var einu sinni boltastrákur á Goodison Park Leifur Garðarsson, körfuboltadómari, fyrrum þjálfari í Pepsi-deildinni og mikill stuðningsmaður Everton, er mjög ánægður með nýjasta leikmanninn á Goodison Park. 17. ágúst 2017 19:00
Koeman um Gylfa: Einn af bestu leikmönnunum ensku úrvalsdeildarinnar í sinni stöðu Ronald Koeman, knattspyrnustjóri Everton, var ánægður í kvöld með að sjá kaupin á Gylfa Þór Sigurðssyni væru loksins gengin í gegn. Gylfi var kynntur formlega á Goodison Park í kvöld en hann hafði staðist læknisskoðun fyrr í dag. 16. ágúst 2017 19:17
Gylfi hlaðinn lofi af blaðamanni Guardian Segir að Gylfi Þór Sigurðsson sé bæði peninganna og biðarinnar virði fyrir Everton. 16. ágúst 2017 16:15
Reyndi að fá Gylfa til Southampton Ronald Koeman hefur lengi verið aðdáandi Gylfa Þórs Sigurðssonar. 17. ágúst 2017 14:30
Gylfi kynntur fyrir stuðningsmönnum Everton á Goodison Park | Myndir og myndband Þetta var stórt kvöld fyrir Everton og íslenska landsliðsmanninn Gylfa Þór Sigurðsson. Gylfi var kynntur fyrir stuðningsmönnum félagsins á Goodison Park og liðið vann 2-0 sigur á Hajduk Split í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. 17. ágúst 2017 21:15
Everton hélt upp á komu Gylfa með 2-0 sigri í Evrópudeildinni Everton vann tveggja marka heimasigur í fyrri leik sínum á móti króatíska liðinu Hadjuk Split í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. 17. ágúst 2017 21:00
Tottenham hagnast á sölu Gylfa Fá tíu prósenta hlut af söluverði Gylfa Þórs til Everton. 16. ágúst 2017 11:15