Enski boltinn

Reyndi að fá Gylfa til Southampton

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson með Ronaldo Koeman.
Gylfi Þór Sigurðsson með Ronaldo Koeman. Mynd/Twitter-síða Everton
Stuðningsmenn Everton biðu lengi eftir Gylfa Þór Sigurðssyni í sumar en ljóst er að Ronald Koeman, stjóri liðsins, hefur beðið mun lengur.

Gylfi Þór samdi við Everton í gær en hann hafði verið orðaður við félagið í allt sumar. Swansea hafði hafnað tveimur tilboðum í Gylfa Þór áður en félögin náðu loksins saman á þriðjudagskvöld.

Ronald Koeman, sem var á sínum tíma einn besti leikmaður heims, var stjóri Southampton frá 2014 til 2016, áður en hann tók við Everton.

„Þegar ég var hjá Southampton reyndum við að semja við Gylfa en höfðum ekki þá fjármuni sem við höfum hjá Everton,“ sagði Koeman við enska fjölmiðla.

„Að mínu viti er hann einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í sinni stöðu. Við viljum búa til meira í liðinu til að bæta upp fyrir að Romelu Lukaku er farinn og það er einmitt það sem Gylfi færir okkur.“

„Við höfum unnið lengi að því að klára þessi félagaskipti en Gylfi er lykilmaður sem við vildum fá til liðsins. Í fyrra vorum við með einn mann sem skoraði meira en tíu mörk en nú þegar við erum komnir með Gylfa, Wayne [Rooney] og Sandro [Ramirez] teljum við að það gæti breyst.“


Tengdar fréttir

Gylfi Þór og saga dýrasta Íslendingsins

Níu forverar Gylfa Þórs Sigurðssonar sem dýrasta knattspyrnumanns Íslands eru langt frá því að ná samanlagt upp í kaupverð Everton á Gylfa. Eiður Smári Guðjohnsen hafði verið sá dýrasti í sautján ár.

Spilar í bláu allan ársins hring

Gylfi Þór Sigurðsson er við það að ganga í raðir enska úrvalsdeildarfélagsins Everton, eftir að félagið komst að samkomulagi við Swansea um kaupverð. Hann fer í læknisskoðun hjá Everton í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×