Enski boltinn

Fyrstu myndirnar af Gylfa í Everton-búninginum | „Velkominn Gylfi“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi í Everton-búningnum.
Gylfi í Everton-búningnum. Mynd/Twitter-síða Everton
Everton var rétt í þessu að staðfesta að kaupin á Gylfa Þór Sigurðssyni eru gengin í gegn.

Það má sjá myndir af Gylfa með knattspyrnustjóranum Ronaldo Koeman inn á Twitter-síðu Everton sem og þegar hann klæðist Everton-treyjunni í fyrsta sinn.







Gylfi fór í gegnum læknisskoðun hjá Everton á morgun en það tók félagið hinsvegar allan daginn að ganga frá öllum pappírum.

Everton borgar Swansea meira en 40 milljónir punda fyrir íslenska landsliðsmanninn, 40 milljónir strax en síðan bætast við árangurstengdar greiðslur.

Everton setti líka inn stutt myndband með íslenska landsliðsmanninum á leið til Goodison Park sem sjá má hér fyrir neðan.





 
Welcome to #EFC, Gylfi!  #welcomegylfi #coyb #everton #evertonfc #nsno

A post shared by Everton (@everton) on Aug 16, 2017 at 11:45am PDT








Fleiri fréttir

Sjá meira


×