Fjölbreytt og spennandi einleikjahátíð í firðinum Sigríður Jónsdóttir skrifar 17. ágúst 2017 10:00 Eyrún Ósk Jónsdóttir, rithöfundur og leikari, les upp úr ljóðabók sinni Góðfúslegt leyfi til sígarettukaupa, á Act Alone hátíðinni. Mynd/Ágúst Atlason Einleikjahátíðin Act Alone fór fram í fjórtánda skiptið um síðustu helgi á Suðureyri við Súgandafjörð. Þar eru íbúar um 270, og talan margfaldast á þeim þremur dögum sem viðburðirnir eiga sér stað. Leikarinn Elfar Logi Hannesson er potturinn, pannan og eldurinn undir hátíðinni sem stækkar á hverju ári. Hjarta hátíðarinnar er í félagsheimili þorpsins sem tekur tæplega 200 manns í sæti. En starfsfólki hátíðarinnar tekst með ótrúlegum hætti að finna pláss handa öllum þeim sem vilja sækja listviðburðina sem eru í boði. Ókeypis er inn á alla viðburði og unnið er hörðum höndum við að hafa dagskrána fjölbreytta. Hugmyndafræði hátíðarinnar er einföld: Eina reglan er að listafólkið sem tekur þátt í hátíðinni þarf að standa eitt á sviði og fremja sína list. En allar góðar reglur er hægt að beygja örlítið þó að yfirhöfuð standist þær skoðun. Eins og áður sagði fer hátíðin fram á Suðureyri en einu sinni voru gerðar tilraunir til að færa hátíðina til Ísafjarðar, allavega að hluta. Þær hugmyndir gengu ekki nægilega vel upp og með hjálp ókeypis rútuferða frá Ísafirði er leikur einn að komast yfir fjallsskarðið.Fiskur og fjallkonan Hefð er nú orðin fyrir því að herlegheitin hefjist á fimmtudeginum með heljarinnar fiskiveislu í boði fyrirtækja á svæðinu og er góðgætið auðvitað ókeypis. Löng röð myndaðist við hlaðborðið og var ekki óalgengt að sjá áhorfendur mæta hálftíma fyrir sýningu til að fá bestu bitana og sætin. Fjallkonan eftir Heru Fjord í leikstjórn Ragnheiðar Hörpu Leifsdóttur var opnunarsýning hátíðarinnar. Í sýningunni vefur Hera eigin reynsluheim saman við lífshlaup langalangömmu sinnar, veitingakonunnar Kristínar Dahlstedt, sem fór ung til Danmerkur að læra matseld og rak síðan veitingaþjónustu í Reykjavík við góðan orðstír. Elfar Logi tók síðan sjálfur við með einleiknum sínum um einbúann Gísla á Uppsölum sem Þröstur Leó Gunnarsson leikstýrði. Sú sýning fór hringferð um landið á síðastliðnu ári og allar líkur á því að fleiri sýningar séu í kortunum. Eyrún Ósk Jónsdóttir, rithöfundur og leikari, lokaði síðan þessum fyrsta degi með útiupplestri upp úr ljóðabók sinni Góðfúslegt leyfi til sígarettukaupa, sem hreppti Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar í fyrra. Upplesturinn fór fram á leikvelli bæjarins í stafni gamallar trillu við kertaljós í ljósaskiptunum. Þetta var ekki eina sýningin sem fór fram undir óvenjulegum kringumstæðum þar sem fegurð fjarðarins fékk að njóta sín.Kolbrún Halldórsdóttir, forseti Bandalags íslenskra listamanna, stjórnaði umræðum á málþinginu.Mynd/Ágúst AtlasonListir á landsbyggðinni Atvinnutækifæri listafólks utan höfuðsvæðisins voru í brennidepli á föstudeginum en þá var efnt til málstofu um óstöðugan stuðning ríkis og sveitarfélaga við listastarfsemi á landsbyggðinni. Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðar, setti þingið og Kolbrún Halldórsdóttir, forseti Bandalags íslenskra listamanna, stjórnaði umræðum. Frummælendur voru Jón Páll Eyjólfsson, leikhússtjóri hjá Leikfélagi Akureyrar, Karna Sigurðardóttir, forstöðumaður Menningarstofu Fjarðabyggðar, og Einar Þór Gunnlaugsson leikstjóri. Upphaflega átti Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurborg og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, að taka þátt í umræðum eftir framsögu frummælenda en afboðaði komu sína. Teitur Björn Einarsson, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, tók hans stað. Elfar Logi sat einnig fyrir svörum en mætingin var því miður ekki nægilega góð þrátt fyrir mikilvægt málefni. Samstarfsyfirlýsing ríkisstjórnarflokkanna var til umræðu og benti Kolbrún á að listir hefðu orðið undir eftir að skilgreining málaflokksins um skapandi greinar hefði verið víkkuð út. Í núverandi mynd er hvergi fjallað um listir í samstarfsyfirlýsingunni þrátt fyrir að menning og menningararfleið sé til umfjöllunar. Í sinni núverandi mynd fer meira fyrir tæknigreinum, verknámi og hönnun heldur en að sérstaklega sé tekið tillit til listsköpunar. Slíkt kemur niður á listafólki og listinni sjálfri. Jón Páll dró upp dökka mynd af fjárhagsstöðu LA en fjárframlög til félagsins hafa ekki hækkað í áratug, aldrei hafi verið bætt fyrir 20% niðurskurðinn eftir hrun og ekki er til fjármagn fyrir fastráðinn leikhóp. Í maí síðastliðnum lögðu forsprakkar félagsins fram breytingartillögur sem liggja nú á borði yfirvalda og sagði Jón Páll að boltinn væri kyrfilega á þeirra velli en enn er fátt um svör. Einar Þór benti á að sárlega skorti rannsóknir á sviði listgreina og þá sérstaklega hvað varðar kortleggingu skapandi greina. Ekki var umræðan öll biksvört en Karna, nýráðinn forstöðumaður Menningarstofu Fjarðabyggðar, benti á að þolinmæði og þrautseigja skilaði sér að lokum og að hennar starf hafi verið skapað sérstaklega til að styðja við menningu í Fjarðabyggð. Listafólk, sem og stjórnarfólk, yrði að skoða hvað vantaði í samfélagið ekki endilega einblína á það sem fólk vildi.Greta Clough, forsprakki norðlenska brúðuleikhússins Handbendi, skemmti yngstu börnunum með sögunni um Búkollu.Mynd/Ágúst AtlasonPabbi, kona og skemmtunEftir fjörugar samræður var komið að sýningardagskrá kvöldsins þar sem Hannes Óli Ágústsson byrjaði leikinn með einleiknum Hún pabbi, sem sýndur var við góðan orðstír í Borgarleikhúsinu á síðasta leikári. Sýningin fjallar um samband Hannesar Óla við pabba sinn sem gekkst undir kynleiðréttingu kominn á sextugsaldur. Áhorfendur slógust síðan í ferð með kvenskörungnum Guðríði Þorbjarnardóttur, leikin af Þórunni Ernu Clausen, á ævintýralegri leið hennar til fyrirheitna landsins, Ameríku. Ólöf Arnalds fyllti félagsheimilið með ljúfum tónum með dyggri aðstoð Skúla Sverrissonar þar sem angurværðin réði ríkjum. Grínistinn Þorsteinn Guðmundsson sló síðan botninn í viðburðaríkan dag þar sem hann skemmti áhorfendum konunglega með gamansömum sögum af hversdeginum. Líflegur laugardagur Börnin áttu sviðið á laugardagseftirmiðdag en þrjár sýningar fyrir fólk á öllum aldri byrjuðu þennan lokadag hátíðarinnar. Íslenski fíllinn ferðaðist alla leiðina frá brúðulofti Þjóðleikhússins til Suðureyrar til þess að deila sinni reynslusögu. Bernd Ogrodnik og Hildur M. Jónsdóttir frömdu hetjudáð þegar fílskálfurinn Ayodele meiddist á ferð sinni yfir Atlantshafið en snöggar læknishendur komu honum aftur upp á svið. Fjöllistamaðurinn Basketball Jones sýndi sirkuslistir fyrir gangandi vegfarendur við mikla kæti. Greta Clough, forsprakki norðlenska brúðuleikhússins Handbendi, lokaði síðan barnadagskránni með sinni túlkun á sögunni um Búkollu en þar fengu litlu áhorfendurnir tækifæri til að taka virkan þátt í sýningunni. Einleikir eru ekki einskorðaðir við sviðið og sú staðreynd var sönnuð þegar áhorfendur fengu tækifæri til að hlusta á eitt af þremur útvarpsverkum á óvenjulegum stöðum. Ausa Steinberg eftir Lee Hall og Djúpið eftir Jón Atla Jónasson voru spiluð í heimahúsum plássins en Kvöldstund með Ódó eftir Ásdísi Thoroddsen ómaði um þorpskirkjuna. Félagsheimilið troðfylltist þegar Sigurður Sigurjónsson steig á svið í hlutverki sínu sem fúleggið Ove í leikstjórn Bjarna Hauks Þórssonar. Maður sem heitir Ove hefur gengið fyrir fullu húsi í Þjóðleikhúsinu og fleiri sýningar eru á dagskrá í haust. Skáldið Kristín Eiríksdóttir var næst á svið en hún las nýjustu ljóðabókina sína Kok, sem tilnefnd var til Íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 2014, í heild sinni og af mikilli list. Vonandi ekki í síðasta sinn því lesturinn var kynngimagnaður. Hinn landsþekkti tónlistarmaður Eyjólfur „Eyfi“ Kristjánson rifjaði upp stef frá sínum áratugalanga ferli og áhorfendur hikuðu ekki við að taka undir lögin af miklum krafti. Lokasýning hátíðarinnar var dansverkið Vera eftir Unu Björgu Bjarnadóttur en sviðsetningin var vægast sagt eftirminnileg en hún fór fram á grasbletti við hliðina á félagsheimilinu. Tæknifólkið reisti ljósabúnaðinn úti, stjórnborðinu var skellt upp á næsta skúr og tónlistarkonan Sigrún Jónsdóttir spilaði undir á meðan Una Björg framdi sinn dans. Dansverkinu og hátíðinni lauk síðan rétt eftir miðnætti við mikið lófaklapp áhorfenda.Elfar Logi Hannersson, potturinn og pannan á bak við Act Alone, í hlutverki sínu í einleiknum um einbúann Gísla á Uppsölum.Mynd/Ágúst AtlasonFullt hús og framtíðin Samkvæmt skipuleggjendum hátíðarinnar var áhorfendamet slegið í ár en óformleg talning gaf til kynna að um 3.000 gestir hafi sótt viðburði á Suðureyri síðustu helgi. Á kvöldsýningunum var iðulega fullt út úr dyrum, stólapláss fullnýtt og ekki óalgeng sjón að sjá fólk standa. Skipuleggjendur Act Alone og þá sérstaklega Elfar Logi Hannesson eiga heiður skilið fyrir elju og einbeittan vilja við að sinna sviðslistarlífi á landsbyggðinni af þeim krafti sem raun ber vitni. Vonandi sjá fleiri sér fært að leggja land undir fót á næsta ári og upplifa fjölbreyttar sviðslistir í einstakri náttúrufegurð Vestfjarða.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 17. ágúst. Menning Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Einleikjahátíðin Act Alone fór fram í fjórtánda skiptið um síðustu helgi á Suðureyri við Súgandafjörð. Þar eru íbúar um 270, og talan margfaldast á þeim þremur dögum sem viðburðirnir eiga sér stað. Leikarinn Elfar Logi Hannesson er potturinn, pannan og eldurinn undir hátíðinni sem stækkar á hverju ári. Hjarta hátíðarinnar er í félagsheimili þorpsins sem tekur tæplega 200 manns í sæti. En starfsfólki hátíðarinnar tekst með ótrúlegum hætti að finna pláss handa öllum þeim sem vilja sækja listviðburðina sem eru í boði. Ókeypis er inn á alla viðburði og unnið er hörðum höndum við að hafa dagskrána fjölbreytta. Hugmyndafræði hátíðarinnar er einföld: Eina reglan er að listafólkið sem tekur þátt í hátíðinni þarf að standa eitt á sviði og fremja sína list. En allar góðar reglur er hægt að beygja örlítið þó að yfirhöfuð standist þær skoðun. Eins og áður sagði fer hátíðin fram á Suðureyri en einu sinni voru gerðar tilraunir til að færa hátíðina til Ísafjarðar, allavega að hluta. Þær hugmyndir gengu ekki nægilega vel upp og með hjálp ókeypis rútuferða frá Ísafirði er leikur einn að komast yfir fjallsskarðið.Fiskur og fjallkonan Hefð er nú orðin fyrir því að herlegheitin hefjist á fimmtudeginum með heljarinnar fiskiveislu í boði fyrirtækja á svæðinu og er góðgætið auðvitað ókeypis. Löng röð myndaðist við hlaðborðið og var ekki óalgengt að sjá áhorfendur mæta hálftíma fyrir sýningu til að fá bestu bitana og sætin. Fjallkonan eftir Heru Fjord í leikstjórn Ragnheiðar Hörpu Leifsdóttur var opnunarsýning hátíðarinnar. Í sýningunni vefur Hera eigin reynsluheim saman við lífshlaup langalangömmu sinnar, veitingakonunnar Kristínar Dahlstedt, sem fór ung til Danmerkur að læra matseld og rak síðan veitingaþjónustu í Reykjavík við góðan orðstír. Elfar Logi tók síðan sjálfur við með einleiknum sínum um einbúann Gísla á Uppsölum sem Þröstur Leó Gunnarsson leikstýrði. Sú sýning fór hringferð um landið á síðastliðnu ári og allar líkur á því að fleiri sýningar séu í kortunum. Eyrún Ósk Jónsdóttir, rithöfundur og leikari, lokaði síðan þessum fyrsta degi með útiupplestri upp úr ljóðabók sinni Góðfúslegt leyfi til sígarettukaupa, sem hreppti Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar í fyrra. Upplesturinn fór fram á leikvelli bæjarins í stafni gamallar trillu við kertaljós í ljósaskiptunum. Þetta var ekki eina sýningin sem fór fram undir óvenjulegum kringumstæðum þar sem fegurð fjarðarins fékk að njóta sín.Kolbrún Halldórsdóttir, forseti Bandalags íslenskra listamanna, stjórnaði umræðum á málþinginu.Mynd/Ágúst AtlasonListir á landsbyggðinni Atvinnutækifæri listafólks utan höfuðsvæðisins voru í brennidepli á föstudeginum en þá var efnt til málstofu um óstöðugan stuðning ríkis og sveitarfélaga við listastarfsemi á landsbyggðinni. Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðar, setti þingið og Kolbrún Halldórsdóttir, forseti Bandalags íslenskra listamanna, stjórnaði umræðum. Frummælendur voru Jón Páll Eyjólfsson, leikhússtjóri hjá Leikfélagi Akureyrar, Karna Sigurðardóttir, forstöðumaður Menningarstofu Fjarðabyggðar, og Einar Þór Gunnlaugsson leikstjóri. Upphaflega átti Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurborg og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, að taka þátt í umræðum eftir framsögu frummælenda en afboðaði komu sína. Teitur Björn Einarsson, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, tók hans stað. Elfar Logi sat einnig fyrir svörum en mætingin var því miður ekki nægilega góð þrátt fyrir mikilvægt málefni. Samstarfsyfirlýsing ríkisstjórnarflokkanna var til umræðu og benti Kolbrún á að listir hefðu orðið undir eftir að skilgreining málaflokksins um skapandi greinar hefði verið víkkuð út. Í núverandi mynd er hvergi fjallað um listir í samstarfsyfirlýsingunni þrátt fyrir að menning og menningararfleið sé til umfjöllunar. Í sinni núverandi mynd fer meira fyrir tæknigreinum, verknámi og hönnun heldur en að sérstaklega sé tekið tillit til listsköpunar. Slíkt kemur niður á listafólki og listinni sjálfri. Jón Páll dró upp dökka mynd af fjárhagsstöðu LA en fjárframlög til félagsins hafa ekki hækkað í áratug, aldrei hafi verið bætt fyrir 20% niðurskurðinn eftir hrun og ekki er til fjármagn fyrir fastráðinn leikhóp. Í maí síðastliðnum lögðu forsprakkar félagsins fram breytingartillögur sem liggja nú á borði yfirvalda og sagði Jón Páll að boltinn væri kyrfilega á þeirra velli en enn er fátt um svör. Einar Þór benti á að sárlega skorti rannsóknir á sviði listgreina og þá sérstaklega hvað varðar kortleggingu skapandi greina. Ekki var umræðan öll biksvört en Karna, nýráðinn forstöðumaður Menningarstofu Fjarðabyggðar, benti á að þolinmæði og þrautseigja skilaði sér að lokum og að hennar starf hafi verið skapað sérstaklega til að styðja við menningu í Fjarðabyggð. Listafólk, sem og stjórnarfólk, yrði að skoða hvað vantaði í samfélagið ekki endilega einblína á það sem fólk vildi.Greta Clough, forsprakki norðlenska brúðuleikhússins Handbendi, skemmti yngstu börnunum með sögunni um Búkollu.Mynd/Ágúst AtlasonPabbi, kona og skemmtunEftir fjörugar samræður var komið að sýningardagskrá kvöldsins þar sem Hannes Óli Ágústsson byrjaði leikinn með einleiknum Hún pabbi, sem sýndur var við góðan orðstír í Borgarleikhúsinu á síðasta leikári. Sýningin fjallar um samband Hannesar Óla við pabba sinn sem gekkst undir kynleiðréttingu kominn á sextugsaldur. Áhorfendur slógust síðan í ferð með kvenskörungnum Guðríði Þorbjarnardóttur, leikin af Þórunni Ernu Clausen, á ævintýralegri leið hennar til fyrirheitna landsins, Ameríku. Ólöf Arnalds fyllti félagsheimilið með ljúfum tónum með dyggri aðstoð Skúla Sverrissonar þar sem angurværðin réði ríkjum. Grínistinn Þorsteinn Guðmundsson sló síðan botninn í viðburðaríkan dag þar sem hann skemmti áhorfendum konunglega með gamansömum sögum af hversdeginum. Líflegur laugardagur Börnin áttu sviðið á laugardagseftirmiðdag en þrjár sýningar fyrir fólk á öllum aldri byrjuðu þennan lokadag hátíðarinnar. Íslenski fíllinn ferðaðist alla leiðina frá brúðulofti Þjóðleikhússins til Suðureyrar til þess að deila sinni reynslusögu. Bernd Ogrodnik og Hildur M. Jónsdóttir frömdu hetjudáð þegar fílskálfurinn Ayodele meiddist á ferð sinni yfir Atlantshafið en snöggar læknishendur komu honum aftur upp á svið. Fjöllistamaðurinn Basketball Jones sýndi sirkuslistir fyrir gangandi vegfarendur við mikla kæti. Greta Clough, forsprakki norðlenska brúðuleikhússins Handbendi, lokaði síðan barnadagskránni með sinni túlkun á sögunni um Búkollu en þar fengu litlu áhorfendurnir tækifæri til að taka virkan þátt í sýningunni. Einleikir eru ekki einskorðaðir við sviðið og sú staðreynd var sönnuð þegar áhorfendur fengu tækifæri til að hlusta á eitt af þremur útvarpsverkum á óvenjulegum stöðum. Ausa Steinberg eftir Lee Hall og Djúpið eftir Jón Atla Jónasson voru spiluð í heimahúsum plássins en Kvöldstund með Ódó eftir Ásdísi Thoroddsen ómaði um þorpskirkjuna. Félagsheimilið troðfylltist þegar Sigurður Sigurjónsson steig á svið í hlutverki sínu sem fúleggið Ove í leikstjórn Bjarna Hauks Þórssonar. Maður sem heitir Ove hefur gengið fyrir fullu húsi í Þjóðleikhúsinu og fleiri sýningar eru á dagskrá í haust. Skáldið Kristín Eiríksdóttir var næst á svið en hún las nýjustu ljóðabókina sína Kok, sem tilnefnd var til Íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 2014, í heild sinni og af mikilli list. Vonandi ekki í síðasta sinn því lesturinn var kynngimagnaður. Hinn landsþekkti tónlistarmaður Eyjólfur „Eyfi“ Kristjánson rifjaði upp stef frá sínum áratugalanga ferli og áhorfendur hikuðu ekki við að taka undir lögin af miklum krafti. Lokasýning hátíðarinnar var dansverkið Vera eftir Unu Björgu Bjarnadóttur en sviðsetningin var vægast sagt eftirminnileg en hún fór fram á grasbletti við hliðina á félagsheimilinu. Tæknifólkið reisti ljósabúnaðinn úti, stjórnborðinu var skellt upp á næsta skúr og tónlistarkonan Sigrún Jónsdóttir spilaði undir á meðan Una Björg framdi sinn dans. Dansverkinu og hátíðinni lauk síðan rétt eftir miðnætti við mikið lófaklapp áhorfenda.Elfar Logi Hannersson, potturinn og pannan á bak við Act Alone, í hlutverki sínu í einleiknum um einbúann Gísla á Uppsölum.Mynd/Ágúst AtlasonFullt hús og framtíðin Samkvæmt skipuleggjendum hátíðarinnar var áhorfendamet slegið í ár en óformleg talning gaf til kynna að um 3.000 gestir hafi sótt viðburði á Suðureyri síðustu helgi. Á kvöldsýningunum var iðulega fullt út úr dyrum, stólapláss fullnýtt og ekki óalgeng sjón að sjá fólk standa. Skipuleggjendur Act Alone og þá sérstaklega Elfar Logi Hannesson eiga heiður skilið fyrir elju og einbeittan vilja við að sinna sviðslistarlífi á landsbyggðinni af þeim krafti sem raun ber vitni. Vonandi sjá fleiri sér fært að leggja land undir fót á næsta ári og upplifa fjölbreyttar sviðslistir í einstakri náttúrufegurð Vestfjarða.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 17. ágúst.
Menning Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira