Breiðablik og FH fá 72 milljónir vegna sölu Gylfa Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. ágúst 2017 10:15 Gylfi Þór Sigurðsson á æfingu með Swansea. Vísir/Getty Þegar Gylfi Þór Sigurðsson gengur í raðir Everton munu íslensku félögin sem hann spilaði með fá uppeldisbætur sem nema samtals tæpum 72 milljónum króna, miðað við gengi dagsins. Kaupverð Gylfa hefur ekki verið gefið upp en enskir fjölmiðlar telja það vera um 45 milljónir punda. Samkvæmt heimildum Vísis greiðir Everton um 40 milljónir strax en afganginn þegar Gylfi hefur uppfyllt ákveðin skilyrði samningsins. Miðað við 40 milljóna punda grunnkaupverð og gengi dagsins í dag fær Breiðabliki rúmar 42 milljónir í sinn hlut og FH tæpar 30 milljónir. Gylfi Þór spilaði í yngri flokkum FH en skipti yfir í Breiðablik árið 2003, þá á þrettánda aldursári. Hann var í Kópavoginum í tvö ár og átta mánuði, uns hann samdi við Reading í október 2005. Gylfi Þór var þá nýorðinn sextán ára. Samkvæmt heimildum Vísis fær Breiðablik 0,75 prósent af kaupverði Gylfa Þórs í sinn hlut en FH 0,53 prósent. Þess ber að geta að uppeldisbætur eru greiddar út í hvert sinn sem að leikmaður hefur félagaskipti á milli knattspyrnusambanda, en Gylfi er nú að fara frá Swansea, sem er undir knattspyrnusambandi Wales, til þess enska. Reading fær langmest í sinn hlut af uppeldisbótunum, um 142 milljónir króna. Hoffenheim fær 51 milljón og Tottenham 13 milljónir. Útreikning á hvernig uppeldisbætur skiptast á milli félaga má sjá á heimasíðu FIFA. Gylfi Þór mun í dag gangast undir læknisskoðun hjá Everton og líklegt er að hann verði kynntur sem nýr leikmaður liðsins innan skamms.Svona skiptast uppeldisbætur Gylfa Þórs: FH: 0,53% Breiðablik: 0,75% Reading: 2,54% Hoffenheim: 0,92% Tottenham: 0,24% Enski boltinn Tengdar fréttir Rooney hetjan í heimkomunni | Nýliðar Huddersfield byrja með látum | Sjáðu mörkin Wayne Rooney skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri Everton á Stoke City á Goodison Park í dag en þetta er fyrsta mark hans fyrir uppeldisfélagið í 4837 daga. Þá byrjuðu nýliðar Huddersfield með látum og unnu 3-0 sigur á Crystal Palace á útivelli. 12. ágúst 2017 16:00 „Ómögulegt að fylla skarð Gylfa“ Það er ómögulegt fyrir Swansea City að fylla skarð Gylfa Þórs Sigurðssonar. Þetta segir Ian Walsh, fyrrverandi leikmaður Swansea og velska landsliðsins. 16. ágúst 2017 07:17 Spilar í bláu allan ársins hring Gylfi Þór Sigurðsson er við það að ganga í raðir enska úrvalsdeildarfélagsins Everton, eftir að félagið komst að samkomulagi við Swansea um kaupverð. Hann fer í læknisskoðun hjá Everton í dag. 16. ágúst 2017 06:00 Ísland og 25 ára saga ensku úrvalsdeildarinnar Enska úrvalsdeildin fagnar 25 ára afmæli sínu um þessar mundir og það er því ekki úr vegi að skoða þátttöku íslenskra knattspyrnumanna í deildinni á þessum aldarfjórðungi. 11. ágúst 2017 06:30 Everton og Swansea búin að semja um kaupverð: Gylfi í læknisskoðun í fyrramálið Gylfi Þór Sigurðsson er við það að ganga til liðs við Everton í ensku úrvalsdeildinni. 15. ágúst 2017 19:22 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir Óttaðist að ánetjast svefntöflum Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Sjá meira
Þegar Gylfi Þór Sigurðsson gengur í raðir Everton munu íslensku félögin sem hann spilaði með fá uppeldisbætur sem nema samtals tæpum 72 milljónum króna, miðað við gengi dagsins. Kaupverð Gylfa hefur ekki verið gefið upp en enskir fjölmiðlar telja það vera um 45 milljónir punda. Samkvæmt heimildum Vísis greiðir Everton um 40 milljónir strax en afganginn þegar Gylfi hefur uppfyllt ákveðin skilyrði samningsins. Miðað við 40 milljóna punda grunnkaupverð og gengi dagsins í dag fær Breiðabliki rúmar 42 milljónir í sinn hlut og FH tæpar 30 milljónir. Gylfi Þór spilaði í yngri flokkum FH en skipti yfir í Breiðablik árið 2003, þá á þrettánda aldursári. Hann var í Kópavoginum í tvö ár og átta mánuði, uns hann samdi við Reading í október 2005. Gylfi Þór var þá nýorðinn sextán ára. Samkvæmt heimildum Vísis fær Breiðablik 0,75 prósent af kaupverði Gylfa Þórs í sinn hlut en FH 0,53 prósent. Þess ber að geta að uppeldisbætur eru greiddar út í hvert sinn sem að leikmaður hefur félagaskipti á milli knattspyrnusambanda, en Gylfi er nú að fara frá Swansea, sem er undir knattspyrnusambandi Wales, til þess enska. Reading fær langmest í sinn hlut af uppeldisbótunum, um 142 milljónir króna. Hoffenheim fær 51 milljón og Tottenham 13 milljónir. Útreikning á hvernig uppeldisbætur skiptast á milli félaga má sjá á heimasíðu FIFA. Gylfi Þór mun í dag gangast undir læknisskoðun hjá Everton og líklegt er að hann verði kynntur sem nýr leikmaður liðsins innan skamms.Svona skiptast uppeldisbætur Gylfa Þórs: FH: 0,53% Breiðablik: 0,75% Reading: 2,54% Hoffenheim: 0,92% Tottenham: 0,24%
Enski boltinn Tengdar fréttir Rooney hetjan í heimkomunni | Nýliðar Huddersfield byrja með látum | Sjáðu mörkin Wayne Rooney skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri Everton á Stoke City á Goodison Park í dag en þetta er fyrsta mark hans fyrir uppeldisfélagið í 4837 daga. Þá byrjuðu nýliðar Huddersfield með látum og unnu 3-0 sigur á Crystal Palace á útivelli. 12. ágúst 2017 16:00 „Ómögulegt að fylla skarð Gylfa“ Það er ómögulegt fyrir Swansea City að fylla skarð Gylfa Þórs Sigurðssonar. Þetta segir Ian Walsh, fyrrverandi leikmaður Swansea og velska landsliðsins. 16. ágúst 2017 07:17 Spilar í bláu allan ársins hring Gylfi Þór Sigurðsson er við það að ganga í raðir enska úrvalsdeildarfélagsins Everton, eftir að félagið komst að samkomulagi við Swansea um kaupverð. Hann fer í læknisskoðun hjá Everton í dag. 16. ágúst 2017 06:00 Ísland og 25 ára saga ensku úrvalsdeildarinnar Enska úrvalsdeildin fagnar 25 ára afmæli sínu um þessar mundir og það er því ekki úr vegi að skoða þátttöku íslenskra knattspyrnumanna í deildinni á þessum aldarfjórðungi. 11. ágúst 2017 06:30 Everton og Swansea búin að semja um kaupverð: Gylfi í læknisskoðun í fyrramálið Gylfi Þór Sigurðsson er við það að ganga til liðs við Everton í ensku úrvalsdeildinni. 15. ágúst 2017 19:22 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir Óttaðist að ánetjast svefntöflum Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Sjá meira
Rooney hetjan í heimkomunni | Nýliðar Huddersfield byrja með látum | Sjáðu mörkin Wayne Rooney skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri Everton á Stoke City á Goodison Park í dag en þetta er fyrsta mark hans fyrir uppeldisfélagið í 4837 daga. Þá byrjuðu nýliðar Huddersfield með látum og unnu 3-0 sigur á Crystal Palace á útivelli. 12. ágúst 2017 16:00
„Ómögulegt að fylla skarð Gylfa“ Það er ómögulegt fyrir Swansea City að fylla skarð Gylfa Þórs Sigurðssonar. Þetta segir Ian Walsh, fyrrverandi leikmaður Swansea og velska landsliðsins. 16. ágúst 2017 07:17
Spilar í bláu allan ársins hring Gylfi Þór Sigurðsson er við það að ganga í raðir enska úrvalsdeildarfélagsins Everton, eftir að félagið komst að samkomulagi við Swansea um kaupverð. Hann fer í læknisskoðun hjá Everton í dag. 16. ágúst 2017 06:00
Ísland og 25 ára saga ensku úrvalsdeildarinnar Enska úrvalsdeildin fagnar 25 ára afmæli sínu um þessar mundir og það er því ekki úr vegi að skoða þátttöku íslenskra knattspyrnumanna í deildinni á þessum aldarfjórðungi. 11. ágúst 2017 06:30
Everton og Swansea búin að semja um kaupverð: Gylfi í læknisskoðun í fyrramálið Gylfi Þór Sigurðsson er við það að ganga til liðs við Everton í ensku úrvalsdeildinni. 15. ágúst 2017 19:22
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti