Af hverju eru ungar íslenskar konur hættar að þrífa sig? Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. ágúst 2017 18:53 Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir hefur tamið sér að tala tæpitungulaust um þrifnað í störfum sínum í Hússtjórnarskólanum. Vísir/Vilhelm Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir, skólastýra Hússtjórnarskólans, skilur hvorki upp né niður í þeim óþrifnaði sem gestir íslenskra sundlauga hafa tamið sér. Hún furðar sig á því að ungar íslenskar konur séu hættar að þrífa sig almennilega áður þær halda til laugarinnar og telur einu lausnina vera aðgangsharða sundlaugaverði sem skikka fólk til að þvo sér. Rætt var við Margréti í Reykjavík síðdegis en sturtuvenjur sundlaugagesta hafa verið regulega til umfjöllunar að undanförnu. Kona sem starfar á sundstað á Íslandi sagði í samtali við útvarpsþáttinn ástandið í hreinlætismálum vera orðið skelfilegt. Metur hún það sem svo að sjaldan eða aldrei hafi færri þvegið sér áður en þeir fara ofan í laugina og þeir sem þrífa sig verst í karlaklefanum séu Bretar, Frakkar og ungir Íslendingar. Hússtjórnarskólastýran tekur í sama streng. Óþrifnaður sé kominn út fyrir öll velsæmismörk. Hún sýnir baðvenjum útlendinga ákveðinn skilning enda kunni þeir að koma frá stöðum þar sem ekki séu gerðar miklar kröfur um líkamsþvott áður en farið sé ofan í laugina Hún furðar sig þó á því hvernig, að hennar mati, baðvenjur ungra íslenskra kvenna hafi farið jafn hratt aftur og raun beri vitni. „Útlenskar konur eru kannski óvanar að fara naktar í sturtu með öðru fólki - en íslenskar stelpur? Ég bara skil ekki hvað vakir fyrir þeim.“Útlandaferðir skýringin?Margrét segir ungar konur eigi það til að verja miklum tíma í að hafa sig til áður en haldið er til laugarinnar. Því fari þær einungis örsnöggt í sturtuna og reyni jafnvel að forðast það að bleyta á sér hárið. Hún furðar sig á þessari hegðun og telur að hana megi að einhverju leyti rekja til sundvenja Íslendinga í útlöndum, en utanlandsferðum landsmanna hefur fjölgað hratt á undanförnum árum. Þar sé gerð minni krafa um þvott fyrir sundferðir - „en Íslendingar gleyma því að þar er miklu meiri klór í lauginni,“ útskýrir Margrét, „og ekki viljum við það,“ bætir hún við. Þá hvetur hún Íslendinga til að fara úr útiskónum áður en haldið er inn í klefann. Gólfin í klefunum geti fljótt orðið skítug þegar farið er inn á skítugum, jafnvel slabbblautum skóm alveg að skápunum.Kjaftforir baðverðir lausnin?Margrét telur að slík óöld sé uppi í þessum málum að fátt annað dugi til en að fá fleiri baðverði til starfa til að skikka fólk til hreinlætis. Þeir þurfi að vera ákveðnir, jafnvel grimmir og megi ekki vera smeykir að móðga ferðamenn sem eru ekki vanir þessum kröfum. Hún hafi fyrir löngu tamið sér hreinskilni í hreinlætisumfjöllun í Hússtjórnarskólanum. „Það þýðir ekkert annað. Það þarf bara að segja hlutina eins og þeir eru.“ Hún hvetur sundlaugagesti að þvo sér vel áður en farið er í sundfötin. Spjall Margrétar við stjórnendur Reykjavíkur síðdegis má heyra hér að neðan. Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Erlent Fleiri fréttir Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Bregðast af hörku við ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans Sjá meira
Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir, skólastýra Hússtjórnarskólans, skilur hvorki upp né niður í þeim óþrifnaði sem gestir íslenskra sundlauga hafa tamið sér. Hún furðar sig á því að ungar íslenskar konur séu hættar að þrífa sig almennilega áður þær halda til laugarinnar og telur einu lausnina vera aðgangsharða sundlaugaverði sem skikka fólk til að þvo sér. Rætt var við Margréti í Reykjavík síðdegis en sturtuvenjur sundlaugagesta hafa verið regulega til umfjöllunar að undanförnu. Kona sem starfar á sundstað á Íslandi sagði í samtali við útvarpsþáttinn ástandið í hreinlætismálum vera orðið skelfilegt. Metur hún það sem svo að sjaldan eða aldrei hafi færri þvegið sér áður en þeir fara ofan í laugina og þeir sem þrífa sig verst í karlaklefanum séu Bretar, Frakkar og ungir Íslendingar. Hússtjórnarskólastýran tekur í sama streng. Óþrifnaður sé kominn út fyrir öll velsæmismörk. Hún sýnir baðvenjum útlendinga ákveðinn skilning enda kunni þeir að koma frá stöðum þar sem ekki séu gerðar miklar kröfur um líkamsþvott áður en farið sé ofan í laugina Hún furðar sig þó á því hvernig, að hennar mati, baðvenjur ungra íslenskra kvenna hafi farið jafn hratt aftur og raun beri vitni. „Útlenskar konur eru kannski óvanar að fara naktar í sturtu með öðru fólki - en íslenskar stelpur? Ég bara skil ekki hvað vakir fyrir þeim.“Útlandaferðir skýringin?Margrét segir ungar konur eigi það til að verja miklum tíma í að hafa sig til áður en haldið er til laugarinnar. Því fari þær einungis örsnöggt í sturtuna og reyni jafnvel að forðast það að bleyta á sér hárið. Hún furðar sig á þessari hegðun og telur að hana megi að einhverju leyti rekja til sundvenja Íslendinga í útlöndum, en utanlandsferðum landsmanna hefur fjölgað hratt á undanförnum árum. Þar sé gerð minni krafa um þvott fyrir sundferðir - „en Íslendingar gleyma því að þar er miklu meiri klór í lauginni,“ útskýrir Margrét, „og ekki viljum við það,“ bætir hún við. Þá hvetur hún Íslendinga til að fara úr útiskónum áður en haldið er inn í klefann. Gólfin í klefunum geti fljótt orðið skítug þegar farið er inn á skítugum, jafnvel slabbblautum skóm alveg að skápunum.Kjaftforir baðverðir lausnin?Margrét telur að slík óöld sé uppi í þessum málum að fátt annað dugi til en að fá fleiri baðverði til starfa til að skikka fólk til hreinlætis. Þeir þurfi að vera ákveðnir, jafnvel grimmir og megi ekki vera smeykir að móðga ferðamenn sem eru ekki vanir þessum kröfum. Hún hafi fyrir löngu tamið sér hreinskilni í hreinlætisumfjöllun í Hússtjórnarskólanum. „Það þýðir ekkert annað. Það þarf bara að segja hlutina eins og þeir eru.“ Hún hvetur sundlaugagesti að þvo sér vel áður en farið er í sundfötin. Spjall Margrétar við stjórnendur Reykjavíkur síðdegis má heyra hér að neðan.
Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Erlent Fleiri fréttir Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Bregðast af hörku við ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans Sjá meira