Af hverju eru ungar íslenskar konur hættar að þrífa sig? Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. ágúst 2017 18:53 Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir hefur tamið sér að tala tæpitungulaust um þrifnað í störfum sínum í Hússtjórnarskólanum. Vísir/Vilhelm Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir, skólastýra Hússtjórnarskólans, skilur hvorki upp né niður í þeim óþrifnaði sem gestir íslenskra sundlauga hafa tamið sér. Hún furðar sig á því að ungar íslenskar konur séu hættar að þrífa sig almennilega áður þær halda til laugarinnar og telur einu lausnina vera aðgangsharða sundlaugaverði sem skikka fólk til að þvo sér. Rætt var við Margréti í Reykjavík síðdegis en sturtuvenjur sundlaugagesta hafa verið regulega til umfjöllunar að undanförnu. Kona sem starfar á sundstað á Íslandi sagði í samtali við útvarpsþáttinn ástandið í hreinlætismálum vera orðið skelfilegt. Metur hún það sem svo að sjaldan eða aldrei hafi færri þvegið sér áður en þeir fara ofan í laugina og þeir sem þrífa sig verst í karlaklefanum séu Bretar, Frakkar og ungir Íslendingar. Hússtjórnarskólastýran tekur í sama streng. Óþrifnaður sé kominn út fyrir öll velsæmismörk. Hún sýnir baðvenjum útlendinga ákveðinn skilning enda kunni þeir að koma frá stöðum þar sem ekki séu gerðar miklar kröfur um líkamsþvott áður en farið sé ofan í laugina Hún furðar sig þó á því hvernig, að hennar mati, baðvenjur ungra íslenskra kvenna hafi farið jafn hratt aftur og raun beri vitni. „Útlenskar konur eru kannski óvanar að fara naktar í sturtu með öðru fólki - en íslenskar stelpur? Ég bara skil ekki hvað vakir fyrir þeim.“Útlandaferðir skýringin?Margrét segir ungar konur eigi það til að verja miklum tíma í að hafa sig til áður en haldið er til laugarinnar. Því fari þær einungis örsnöggt í sturtuna og reyni jafnvel að forðast það að bleyta á sér hárið. Hún furðar sig á þessari hegðun og telur að hana megi að einhverju leyti rekja til sundvenja Íslendinga í útlöndum, en utanlandsferðum landsmanna hefur fjölgað hratt á undanförnum árum. Þar sé gerð minni krafa um þvott fyrir sundferðir - „en Íslendingar gleyma því að þar er miklu meiri klór í lauginni,“ útskýrir Margrét, „og ekki viljum við það,“ bætir hún við. Þá hvetur hún Íslendinga til að fara úr útiskónum áður en haldið er inn í klefann. Gólfin í klefunum geti fljótt orðið skítug þegar farið er inn á skítugum, jafnvel slabbblautum skóm alveg að skápunum.Kjaftforir baðverðir lausnin?Margrét telur að slík óöld sé uppi í þessum málum að fátt annað dugi til en að fá fleiri baðverði til starfa til að skikka fólk til hreinlætis. Þeir þurfi að vera ákveðnir, jafnvel grimmir og megi ekki vera smeykir að móðga ferðamenn sem eru ekki vanir þessum kröfum. Hún hafi fyrir löngu tamið sér hreinskilni í hreinlætisumfjöllun í Hússtjórnarskólanum. „Það þýðir ekkert annað. Það þarf bara að segja hlutina eins og þeir eru.“ Hún hvetur sundlaugagesti að þvo sér vel áður en farið er í sundfötin. Spjall Margrétar við stjórnendur Reykjavíkur síðdegis má heyra hér að neðan. Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Sjá meira
Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir, skólastýra Hússtjórnarskólans, skilur hvorki upp né niður í þeim óþrifnaði sem gestir íslenskra sundlauga hafa tamið sér. Hún furðar sig á því að ungar íslenskar konur séu hættar að þrífa sig almennilega áður þær halda til laugarinnar og telur einu lausnina vera aðgangsharða sundlaugaverði sem skikka fólk til að þvo sér. Rætt var við Margréti í Reykjavík síðdegis en sturtuvenjur sundlaugagesta hafa verið regulega til umfjöllunar að undanförnu. Kona sem starfar á sundstað á Íslandi sagði í samtali við útvarpsþáttinn ástandið í hreinlætismálum vera orðið skelfilegt. Metur hún það sem svo að sjaldan eða aldrei hafi færri þvegið sér áður en þeir fara ofan í laugina og þeir sem þrífa sig verst í karlaklefanum séu Bretar, Frakkar og ungir Íslendingar. Hússtjórnarskólastýran tekur í sama streng. Óþrifnaður sé kominn út fyrir öll velsæmismörk. Hún sýnir baðvenjum útlendinga ákveðinn skilning enda kunni þeir að koma frá stöðum þar sem ekki séu gerðar miklar kröfur um líkamsþvott áður en farið sé ofan í laugina Hún furðar sig þó á því hvernig, að hennar mati, baðvenjur ungra íslenskra kvenna hafi farið jafn hratt aftur og raun beri vitni. „Útlenskar konur eru kannski óvanar að fara naktar í sturtu með öðru fólki - en íslenskar stelpur? Ég bara skil ekki hvað vakir fyrir þeim.“Útlandaferðir skýringin?Margrét segir ungar konur eigi það til að verja miklum tíma í að hafa sig til áður en haldið er til laugarinnar. Því fari þær einungis örsnöggt í sturtuna og reyni jafnvel að forðast það að bleyta á sér hárið. Hún furðar sig á þessari hegðun og telur að hana megi að einhverju leyti rekja til sundvenja Íslendinga í útlöndum, en utanlandsferðum landsmanna hefur fjölgað hratt á undanförnum árum. Þar sé gerð minni krafa um þvott fyrir sundferðir - „en Íslendingar gleyma því að þar er miklu meiri klór í lauginni,“ útskýrir Margrét, „og ekki viljum við það,“ bætir hún við. Þá hvetur hún Íslendinga til að fara úr útiskónum áður en haldið er inn í klefann. Gólfin í klefunum geti fljótt orðið skítug þegar farið er inn á skítugum, jafnvel slabbblautum skóm alveg að skápunum.Kjaftforir baðverðir lausnin?Margrét telur að slík óöld sé uppi í þessum málum að fátt annað dugi til en að fá fleiri baðverði til starfa til að skikka fólk til hreinlætis. Þeir þurfi að vera ákveðnir, jafnvel grimmir og megi ekki vera smeykir að móðga ferðamenn sem eru ekki vanir þessum kröfum. Hún hafi fyrir löngu tamið sér hreinskilni í hreinlætisumfjöllun í Hússtjórnarskólanum. „Það þýðir ekkert annað. Það þarf bara að segja hlutina eins og þeir eru.“ Hún hvetur sundlaugagesti að þvo sér vel áður en farið er í sundfötin. Spjall Margrétar við stjórnendur Reykjavíkur síðdegis má heyra hér að neðan.
Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Sjá meira