Innlent

Líkið sem fannst í Hvítá af Nika Begadze

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Nika Begadze féll í Gullfoss þann 19. júlí síðastliðinn
Nika Begadze féll í Gullfoss þann 19. júlí síðastliðinn Vísir
Líkið sem fannst á austurbakak Hvítár á sunnudag er af Nika Begadze sem féll í Gullfoss þann 19. júlí síðastliðinn. Þetta staðfestir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, í samtali við Vísi.

Málið er enn til rannsóknar hjá lögreglu. Enn er beðið niðurstöðu krufningar og ekki er vitað hver dánarorsök Nika var.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var Nika 22 ára gamall og var frá Georgíu. Hann var búsettur í Reykjanesbæ og hafði stöðu hælisleitanda hér á landi. Nika var einhleypur og barnlaus.


Tengdar fréttir

Líkfundur í Hvítá

Sterkar líkur eru á því að líkið sé af Nika Begadze sem féll í Hvítá við Gullfoss fyrr í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×