Enski boltinn

Messan: Það er enginn ómissandi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Philippe Coutinho.
Philippe Coutinho. vísir/getty
Strákarnir í Messunni ræddu um Philippe Coutinho og leikmannamarkaðinn almennt í líflegum þætti í gær.

Ríkharður Daðason er til að mynda á því að það sé ekkert alslæmt fyrir Liverpool ef félagið fær flottan pening fyrir Coutinho.

„Það er enginn ómissandi. Hann er stjarnan þeirra og verið það síðustu tvö ár. Hann hefur samt misst mikið vegna meiðsla og ef þeir fá 100 milljónir punda fyrir hann þá er það kannski ekki alslæmt. Það er þetta sálfræðilega sem stuðningsmennirnir eiga erfitt með að sætta sig við. Þetta gæti orðið gott fyrir Liverpool á endanum,“ sagði Rikki Daða.

Það var líka mikil umræða um leikmannamarkaðinn sturlaða í Messunni sem var mjög skemmtileg.

Hana má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×