Fullkomin endurkoma týnda sonarins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. ágúst 2017 07:00 Wayne Rooney fagnaði af innlifun eftir að hafa skorað í sínum fyrsta leik fyrir Everton síðan 2004. Markið tryggði Bítlaborgarliðinu 1-0 sigur á Stoke City og Everton fer því vel af stað í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. vísir/getty Það er óhætt að segja að enska úrvalsdeildin hafi farið af stað með látum um helgina. Chelsea, Liverpool og Arsenal fengu öll á sig þrjú mörk, fyrstnefnda liðið tapaði óvænt fyrir Burnley og kláraði leikinn tveimur mönnum færri og Huddersfield er í 2. sæti deildarinnar eftir 0-3 sigur á Crystal Palace í sínum fyrsta leik í efstu deild í 45 ár. Og Wayne Rooney skoraði í sínum fyrsta deildarleik fyrir Everton í 13 ár, í 1-0 heimasigri á Stoke City. Þetta var 199. mark Rooneys í ensku úrvalsdeildinni. Aðeins Alan Shearer hefur skorað fleiri (260). „Þetta verður ekki mikið betra. Það skiptir mig miklu að spila fyrir þetta félag,“ sagði Rooney eftir leikinn á laugardaginn. Eftir afar farsælan feril hjá Manchester United þar sem hann vann allt sem hægt var að vinna fór Rooney á frjálsri sölu til Everton í sumar, liðsins sem hann ólst upp hjá og hóf ferilinn með.Wayne Rooney yfirgaf Manchester United í sumar og hélt á æskuslóðir í Bítlaborginni.Vísir/gettyMannsbarn stimplar sig inn Fyrsta mark Rooneys fyrir Everton gleymist seint. Þann 19. október 2002 kom hann inn á sem varamaður á 80. mínútu í leik Everton og ríkjandi meistara Arsenal. Tíu mínútum síðar fékk þetta 16 ára gamla mannsbarn boltann fyrir utan teig og þrumaði honum í slá og inn. Markið tryggði Everton þrjú stig, endaði 30 leikja taplausa hrinu Arsenal og breytti lífi Rooneys til frambúðar. Frá þessum degi hefur hann verið eitt af andlitum ensku úrvalsdeildarinnar og einn af þekktustu fótboltamönnum í heimi. Þótt Rooney verði ekki 32 ára fyrr en 24. október hefur hann spilað reglulega í ensku úrvalsdeildinni frá 2002. Alls hefur Rooney spilað 758 leiki með félags- og landsliði undanfarin 15 ár sem er býsna há tala. Þessi skrokkur hefur því þolað ýmislegt. Þrátt fyrir það var Ronald Koeman, knattspyrnustjóri Everton, tilbúinn að veðja á Rooney í sumar og fá hann til að fylla skarðið sem Romelu Lukaku skildi eftir sig í framlínu Everton. Koeman hrósaði Rooney í hástert eftir leikinn gegn Stoke. „Hann sýndi að hann er enn einn af þeim bestu í sinni stöðu,“ sagði Hollendingurinn. „Hann var í öðrum gæðaflokki með boltann. Honum leið vel með hann, tók réttar og góðar ákvarðanir og skoraði frábært mark. Ég get ekki beðið um meira en það.“Ronald Koeman, knattspyrnustjóri Everton, var ánægður með Rooney eftir sigurinn á Stoke.vísir/gettyKomnir með góðan kennara Everton er með nokkra unga og spennandi leikmenn. Koeman vonast til að Rooney hafi góð áhrif á þá. „Hann hefur verið lengi á toppnum. Hann vann titla og öðlaðist mikla reynslu. Við erum með nokkra unga leikmenn, þeir þurfa að læra og bæta sig og þeir eru með mjög góðan kennara,“ sagði Koeman. Einn af ungu mönnunum hjá Everton, Dominic Calvert-Lewin, lagði sigurmark Rooneys gegn Stoke upp með góðri fyrirgjöf.Settur smekklega til hliðar Rooney var farinn að láta á sjá síðustu árin sín hjá United. Krafturinn virtist vera horfinn, hann virkaði þungur á fótunum og mörkunum fækkaði. Rooney var fastamaður fyrstu mánuðina eftir að José Mourinho tók við United í fyrra en eftir því sem leið á tímabilið fækkaði tækifærunum. Mourinho setti Rooney smekklega til hliðar, án nokkurs drama. Rooney virtist líka ná skilaboðunum; að framtíð hans væri ekki á Old Trafford. Rooney náði þó að lyfta tveimur bikurum og bæta markamet Sir Bobbys Charlton áður en hann yfirgaf United. Alls skoraði Rooney 253 mörk fyrir United í 559 leikjum. Þótt síðustu árin hjá United hafi verið erfið og tvær beiðnir um sölu hafi farið illa í stuðningsmenn liðsins er Rooney goðsögn á Old Trafford. Hann varð fimm sinnum enskur meistari með United, einu sinni bikarmeistari, þrisvar sinnum deildabikarmeistari, vann Meistaradeild Evrópu, Evrópudeildina og heimsmeistarakeppni félagsliða með félaginu. Hann vann m.ö.o. allt með Rauðu djöflunum. Nú er Rooney mættur aftur í bláa búninginn til að taka þátt í uppbyggingu Koemans hjá Everton. Hollendingurinn hefur verið duglegur á félagaskiptamarkaðinum í sumar og er ekki hættur. Hann vill bæta tveimur varnarmönnum við og að sjálfsögðu Gylfa Þór Sigurðssyni sem hann telur vera síðasta púslið sem vantar. Enski boltinn Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Körfubolti Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Handbolti Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti Fleiri fréttir Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Sjá meira
Það er óhætt að segja að enska úrvalsdeildin hafi farið af stað með látum um helgina. Chelsea, Liverpool og Arsenal fengu öll á sig þrjú mörk, fyrstnefnda liðið tapaði óvænt fyrir Burnley og kláraði leikinn tveimur mönnum færri og Huddersfield er í 2. sæti deildarinnar eftir 0-3 sigur á Crystal Palace í sínum fyrsta leik í efstu deild í 45 ár. Og Wayne Rooney skoraði í sínum fyrsta deildarleik fyrir Everton í 13 ár, í 1-0 heimasigri á Stoke City. Þetta var 199. mark Rooneys í ensku úrvalsdeildinni. Aðeins Alan Shearer hefur skorað fleiri (260). „Þetta verður ekki mikið betra. Það skiptir mig miklu að spila fyrir þetta félag,“ sagði Rooney eftir leikinn á laugardaginn. Eftir afar farsælan feril hjá Manchester United þar sem hann vann allt sem hægt var að vinna fór Rooney á frjálsri sölu til Everton í sumar, liðsins sem hann ólst upp hjá og hóf ferilinn með.Wayne Rooney yfirgaf Manchester United í sumar og hélt á æskuslóðir í Bítlaborginni.Vísir/gettyMannsbarn stimplar sig inn Fyrsta mark Rooneys fyrir Everton gleymist seint. Þann 19. október 2002 kom hann inn á sem varamaður á 80. mínútu í leik Everton og ríkjandi meistara Arsenal. Tíu mínútum síðar fékk þetta 16 ára gamla mannsbarn boltann fyrir utan teig og þrumaði honum í slá og inn. Markið tryggði Everton þrjú stig, endaði 30 leikja taplausa hrinu Arsenal og breytti lífi Rooneys til frambúðar. Frá þessum degi hefur hann verið eitt af andlitum ensku úrvalsdeildarinnar og einn af þekktustu fótboltamönnum í heimi. Þótt Rooney verði ekki 32 ára fyrr en 24. október hefur hann spilað reglulega í ensku úrvalsdeildinni frá 2002. Alls hefur Rooney spilað 758 leiki með félags- og landsliði undanfarin 15 ár sem er býsna há tala. Þessi skrokkur hefur því þolað ýmislegt. Þrátt fyrir það var Ronald Koeman, knattspyrnustjóri Everton, tilbúinn að veðja á Rooney í sumar og fá hann til að fylla skarðið sem Romelu Lukaku skildi eftir sig í framlínu Everton. Koeman hrósaði Rooney í hástert eftir leikinn gegn Stoke. „Hann sýndi að hann er enn einn af þeim bestu í sinni stöðu,“ sagði Hollendingurinn. „Hann var í öðrum gæðaflokki með boltann. Honum leið vel með hann, tók réttar og góðar ákvarðanir og skoraði frábært mark. Ég get ekki beðið um meira en það.“Ronald Koeman, knattspyrnustjóri Everton, var ánægður með Rooney eftir sigurinn á Stoke.vísir/gettyKomnir með góðan kennara Everton er með nokkra unga og spennandi leikmenn. Koeman vonast til að Rooney hafi góð áhrif á þá. „Hann hefur verið lengi á toppnum. Hann vann titla og öðlaðist mikla reynslu. Við erum með nokkra unga leikmenn, þeir þurfa að læra og bæta sig og þeir eru með mjög góðan kennara,“ sagði Koeman. Einn af ungu mönnunum hjá Everton, Dominic Calvert-Lewin, lagði sigurmark Rooneys gegn Stoke upp með góðri fyrirgjöf.Settur smekklega til hliðar Rooney var farinn að láta á sjá síðustu árin sín hjá United. Krafturinn virtist vera horfinn, hann virkaði þungur á fótunum og mörkunum fækkaði. Rooney var fastamaður fyrstu mánuðina eftir að José Mourinho tók við United í fyrra en eftir því sem leið á tímabilið fækkaði tækifærunum. Mourinho setti Rooney smekklega til hliðar, án nokkurs drama. Rooney virtist líka ná skilaboðunum; að framtíð hans væri ekki á Old Trafford. Rooney náði þó að lyfta tveimur bikurum og bæta markamet Sir Bobbys Charlton áður en hann yfirgaf United. Alls skoraði Rooney 253 mörk fyrir United í 559 leikjum. Þótt síðustu árin hjá United hafi verið erfið og tvær beiðnir um sölu hafi farið illa í stuðningsmenn liðsins er Rooney goðsögn á Old Trafford. Hann varð fimm sinnum enskur meistari með United, einu sinni bikarmeistari, þrisvar sinnum deildabikarmeistari, vann Meistaradeild Evrópu, Evrópudeildina og heimsmeistarakeppni félagsliða með félaginu. Hann vann m.ö.o. allt með Rauðu djöflunum. Nú er Rooney mættur aftur í bláa búninginn til að taka þátt í uppbyggingu Koemans hjá Everton. Hollendingurinn hefur verið duglegur á félagaskiptamarkaðinum í sumar og er ekki hættur. Hann vill bæta tveimur varnarmönnum við og að sjálfsögðu Gylfa Þór Sigurðssyni sem hann telur vera síðasta púslið sem vantar.
Enski boltinn Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Körfubolti Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Handbolti Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti Fleiri fréttir Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Sjá meira