Lífið

Kim og Kylie tvífararnir skilja ekki allt umtalið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Það getur verið erfitt að sjá mun á Ali systrunum og Kim og Kylie.
Það getur verið erfitt að sjá mun á Ali systrunum og Kim og Kylie.
Systurnar Sonia og Fyza Ali þykja gríðarlega líkar raunveruleikastjörnunum Kim Kardashian og Kylie Jenner.

Systurnar hafa aðsetur í Dubai og Kywait og gera sig út fyrir að vera förðunarbloggarar og sýna frá förðunarráðum á Instagram síðunni Soniaxfyza sem er með yfir 550.000 fylgjendur.

Bloggararnir segja að líkindi þeirra vera algjöra tilviljun og þær hafi aldrei horft á þátt með Keeping up with the Kardashians.

Sjálfar telja þær sig ekki vera líkar raunveruleikastjörnunum og finnst það óskiljanlegt þegar fólk ruglar þeim saman.

Þær viðurkenna að förðunin sé undir áhrifum af Kim Kardashian og reyna þær að líkja eftir hennar stíl.

Líkindin eru töluverð, hárið, förðunin og fatastíllinn er svipaður svo það er ekki von nema að fólk rugli þeim saman.

Vefsíðan Harpars Basaar telur þó að systurnar hafa ekki fæðst sem tvífarar systranna , heldur hafi þær farið í allnokkrar lýtaaðgerðir til að lýta svona út.

#soniaxfyza #losangeles

A post shared by Sonia And Fyza Ali (@soniaxfyza) on






Fleiri fréttir

Sjá meira


×