Bandaríkjamenn munu verja sig og sína Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 10. ágúst 2017 06:00 Þessari Hwasong-14 var skotið upp frá Norður-Kóreu í júlí í tilraunaskyni. Flaugin er talin geta dregið rúma 10.000 kílómetra. vísir/afp „Forsetinn vildi að það væri alveg skýrt fyrir Norður-Kóreumönnum að Bandaríkin munu verja sig og bandamenn sína,“ sagði Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, við blaðamenn á leið sinni til bandarísku eyjunnar Gvam í gær. Utanríkisráðherrann ferðaðist til Gvam í gær í kjölfar fréttar sem norðurkóreska ríkissjónvarpið KCNA birti fyrr um daginn. Fram kom í fréttinni að yfirvöld í Norður-Kóreu íhuguðu að ráðast á eyjuna með norðurkóreskum Hwasong-12 eldflaugum. Eyjan tilheyrir Bandaríkjunum og liggur um 2.500 kílómetra austur af Filippseyjum. Megintilgangur heimsóknar Tillersons var þó að fylla á eldsneytistank þotu sinnar áður en hann hélt heim til Bandaríkjanna frá Malasíu. Nýjustu bylgju í Norður-Kóreudeilunni má rekja til eldflaugatilraunar sem Norður-Kórea gerði undir lok síðasta mánaðar. Þá prófaði norðurkóreski herinn Hwasong-14 eldflaug sem samkvæmt bandarísku samtökunum CSIS ætti að draga rúma 10.000 kílómetra sé henni skotið við kjöraðstæður.Þess má geta að Ísland er í tæplega 8.000 kílómetra fjarlægð frá Norður-Kóreu og því vel innan þeirrar vegalengdar sem hægt er að skjóta eldflauginni. Sé henni hins vegar skotið í austurátt gæti snúningur jarðar hjálpað eldflauginni svo hún gæti mögulega drifið alla leið til New York-borgar, ef marka má greiningu CSIS. Í kjölfar tilraunarinnar samþykktu Sameinuðu þjóðirnar nýjar þvinganir gegn Norður-Kóreu og féll það ekki vel í kramið hjá stjórnvöldum þar í landi. Sagði í yfirlýsingu frá ríkisstjórninni að þvinganirnar væru gróft brot gegn fullveldi ríkisins og að Bandaríkjamenn myndu fá makleg málagjöld fyrir meint brot. Þessum hótunum tók Donald Trump Bandaríkjaforseti ekki þegjandi. Sagði Trump á þriðjudag að Norður-Kórea myndi þurfa að þola „meiri eld og ofsa en heimurinn hefur nokkurn tímann séð“, hættu yfirvöld ekki að hóta því að ráðast á meginland Bandaríkjanna. Bandarískir þingmenn gagnrýndu sumir hverjir ummælin í gær. John McCain öldungadeildarþingmaður sagði forsetann ekki endilega geta staðið við stóru orðin og þá sagði Demókratinn og fulltrúadeildarþingmaðurinn Eliot Engel að Trump væri genginn af göflunum. Utanríkisráðherrann Tillerson varði forseta sinn með þeim ummælum sem lesa má fremst í fréttinni. Sagði hann enn fremur í gær að hann tryði því ekki að Bandaríkjamenn væru í bráðri hættu. „Bandaríkjamenn ættu að geta sofið rótt. Þeir ættu ekki að hafa neinar áhyggjur af afleiðingum harðrar orðræðu undanfarinna daga.“ Þá þvertók hann fyrir að versnandi samskipti leiddu til þess að Bandaríkjastjórn íhugaði að beita hervaldi gegn Norður-Kóreu. Greinir CNBC frá því að Tillerson hafi sagst ekki hafa heyrt eða séð neitt sem bendi til þess. Eddie Baza Calvo, ríkisstjóri Gvam, var á sama máli og Tillerson í gær. Sagði hann að hvorki Gvam né hinar nærliggjandi Maríana-eyjar væru í hættu. Þó væri ríkisstjórn Gvam í nánum samskiptum við Bandaríkjaher til að tryggja að ríkið væri reiðubúið undir hvað sem er. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Sjá meira
„Forsetinn vildi að það væri alveg skýrt fyrir Norður-Kóreumönnum að Bandaríkin munu verja sig og bandamenn sína,“ sagði Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, við blaðamenn á leið sinni til bandarísku eyjunnar Gvam í gær. Utanríkisráðherrann ferðaðist til Gvam í gær í kjölfar fréttar sem norðurkóreska ríkissjónvarpið KCNA birti fyrr um daginn. Fram kom í fréttinni að yfirvöld í Norður-Kóreu íhuguðu að ráðast á eyjuna með norðurkóreskum Hwasong-12 eldflaugum. Eyjan tilheyrir Bandaríkjunum og liggur um 2.500 kílómetra austur af Filippseyjum. Megintilgangur heimsóknar Tillersons var þó að fylla á eldsneytistank þotu sinnar áður en hann hélt heim til Bandaríkjanna frá Malasíu. Nýjustu bylgju í Norður-Kóreudeilunni má rekja til eldflaugatilraunar sem Norður-Kórea gerði undir lok síðasta mánaðar. Þá prófaði norðurkóreski herinn Hwasong-14 eldflaug sem samkvæmt bandarísku samtökunum CSIS ætti að draga rúma 10.000 kílómetra sé henni skotið við kjöraðstæður.Þess má geta að Ísland er í tæplega 8.000 kílómetra fjarlægð frá Norður-Kóreu og því vel innan þeirrar vegalengdar sem hægt er að skjóta eldflauginni. Sé henni hins vegar skotið í austurátt gæti snúningur jarðar hjálpað eldflauginni svo hún gæti mögulega drifið alla leið til New York-borgar, ef marka má greiningu CSIS. Í kjölfar tilraunarinnar samþykktu Sameinuðu þjóðirnar nýjar þvinganir gegn Norður-Kóreu og féll það ekki vel í kramið hjá stjórnvöldum þar í landi. Sagði í yfirlýsingu frá ríkisstjórninni að þvinganirnar væru gróft brot gegn fullveldi ríkisins og að Bandaríkjamenn myndu fá makleg málagjöld fyrir meint brot. Þessum hótunum tók Donald Trump Bandaríkjaforseti ekki þegjandi. Sagði Trump á þriðjudag að Norður-Kórea myndi þurfa að þola „meiri eld og ofsa en heimurinn hefur nokkurn tímann séð“, hættu yfirvöld ekki að hóta því að ráðast á meginland Bandaríkjanna. Bandarískir þingmenn gagnrýndu sumir hverjir ummælin í gær. John McCain öldungadeildarþingmaður sagði forsetann ekki endilega geta staðið við stóru orðin og þá sagði Demókratinn og fulltrúadeildarþingmaðurinn Eliot Engel að Trump væri genginn af göflunum. Utanríkisráðherrann Tillerson varði forseta sinn með þeim ummælum sem lesa má fremst í fréttinni. Sagði hann enn fremur í gær að hann tryði því ekki að Bandaríkjamenn væru í bráðri hættu. „Bandaríkjamenn ættu að geta sofið rótt. Þeir ættu ekki að hafa neinar áhyggjur af afleiðingum harðrar orðræðu undanfarinna daga.“ Þá þvertók hann fyrir að versnandi samskipti leiddu til þess að Bandaríkjastjórn íhugaði að beita hervaldi gegn Norður-Kóreu. Greinir CNBC frá því að Tillerson hafi sagst ekki hafa heyrt eða séð neitt sem bendi til þess. Eddie Baza Calvo, ríkisstjóri Gvam, var á sama máli og Tillerson í gær. Sagði hann að hvorki Gvam né hinar nærliggjandi Maríana-eyjar væru í hættu. Þó væri ríkisstjórn Gvam í nánum samskiptum við Bandaríkjaher til að tryggja að ríkið væri reiðubúið undir hvað sem er.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Sjá meira