Fótbolti

Búinn að skora fyrir 12 lið í ítölsku deildinni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Marco Boriello fagnar marki sínu gegn Udinese.
Marco Boriello fagnar marki sínu gegn Udinese. vísir/getty
Marco Boriello skoraði fyrsta mark SPAL í efstu deild á Ítalíu í 49 ár í 3-2 sigri liðsins á Udinese um helgina.

Með markinu jafnaði Boriello einnig met Nicola Amoruso en þeir hafa báðir skorað fyrir 12 lið í ítölsku úrvalsdeildinni.

Boriello skoraði sitt fyrsta mark í ítölsku úrvalsdeildinni fyrir Empoli árið 2003.

Síðan þá hefur hann skorað fyrir Reggina, Sampdoria, Treviso, AC Milan, Genoa, Roma, Juventus, Carpi, Atalanta, Cagliari og nú síðast SPAL.

Hinn 35 ára gamli Boriello hefur alls skorað 96 mörk í ítölsku úrvalsdeildinni á ferlinum. Hann lék á sínum tíma sjö landsleiki fyrir Ítalíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×