Harvey ber áfram í bakkafullan lækinn í Houston Kjartan Kjartansson skrifar 29. ágúst 2017 11:25 Þúsundum borgarbúa í Houston hefur verið bjargað undan flóðunum síðustu dagana. Vísir/AFP Veðurspár gera ráð fyrir að allt þrjátíu sentímetra úrkoma geti fallið í Houston í Bandaríkjunum í dag. Borgin er þegar á kafi eftir fordæmalausar rigningar síðustu daga. Heildarúrkoman gæti þá nálgast 130 sentímetra á örfáum dögum. Gangi spárnar eftir mun vatnselgurinn í þessari fjórðu fjölmennustu borg Bandaríkjanna enn aukast. Yfir þrjátíu þúsund manns hafa þegar þurft að flýja heimili sín vegna hitabeltisstormsins Harvey sem var öflugur fellibylur þegar hann gekk á land í Texas á föstudagskvöld. Að minnsta kosti níu manns eru látnir á Houston-svæðinu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Sex meðlimir sömu fjölskyldu fórust meðal annars í bíl á flótta undan flóðunum. Lögreglustjórinn í Houston óttast að þegar flóðin sjatni muni fjöldi líka finnast. Harvey er nú byrjaður að teygja anga sína yfir nágrannaríkið Lúisíana og búa borgarbúar í New Orleans sig undir flóð, minnugir hörmunganna sem fellibylurinn Katrina leiddi yfir þá árið 2005. Til stendur að Donald Trump Bandaríkjaforseti heimsæki Texas og mögulega Lúisíana í dag, þó ekki Houston. Hann hefur heitið því að senda neyðaraðstoð til ríkjanna sem verða fyrir Harvey í snatri. Fellibylurinn Harvey Tengdar fréttir Óttast að þeir muni finna fjölda líka í Houston Talið er að sex meðlimir einnar fjölskyldu, þar af fjögur börn, hafi dáið þegar bíll þeirra varð fyrir flóðbylgju. 28. ágúst 2017 22:00 Trump heldur til Texas á þriðjudag Yfir tvö þúsund hefur verið bjargað frá hamfaraflóðunum í Texas. Búið er að staðfesta þrjú dauðsföll af völdum fellibylsins en talið er að þau séu mun fleiri. 28. ágúst 2017 00:16 Viðbragðsaðilar að drukkna í hjálparbeiðnum Þúsundum símtala rignir yfir lögreguna, slökkviliðið og strandgæsluna í Texas. 29. ágúst 2017 07:39 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Veðurspár gera ráð fyrir að allt þrjátíu sentímetra úrkoma geti fallið í Houston í Bandaríkjunum í dag. Borgin er þegar á kafi eftir fordæmalausar rigningar síðustu daga. Heildarúrkoman gæti þá nálgast 130 sentímetra á örfáum dögum. Gangi spárnar eftir mun vatnselgurinn í þessari fjórðu fjölmennustu borg Bandaríkjanna enn aukast. Yfir þrjátíu þúsund manns hafa þegar þurft að flýja heimili sín vegna hitabeltisstormsins Harvey sem var öflugur fellibylur þegar hann gekk á land í Texas á föstudagskvöld. Að minnsta kosti níu manns eru látnir á Houston-svæðinu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Sex meðlimir sömu fjölskyldu fórust meðal annars í bíl á flótta undan flóðunum. Lögreglustjórinn í Houston óttast að þegar flóðin sjatni muni fjöldi líka finnast. Harvey er nú byrjaður að teygja anga sína yfir nágrannaríkið Lúisíana og búa borgarbúar í New Orleans sig undir flóð, minnugir hörmunganna sem fellibylurinn Katrina leiddi yfir þá árið 2005. Til stendur að Donald Trump Bandaríkjaforseti heimsæki Texas og mögulega Lúisíana í dag, þó ekki Houston. Hann hefur heitið því að senda neyðaraðstoð til ríkjanna sem verða fyrir Harvey í snatri.
Fellibylurinn Harvey Tengdar fréttir Óttast að þeir muni finna fjölda líka í Houston Talið er að sex meðlimir einnar fjölskyldu, þar af fjögur börn, hafi dáið þegar bíll þeirra varð fyrir flóðbylgju. 28. ágúst 2017 22:00 Trump heldur til Texas á þriðjudag Yfir tvö þúsund hefur verið bjargað frá hamfaraflóðunum í Texas. Búið er að staðfesta þrjú dauðsföll af völdum fellibylsins en talið er að þau séu mun fleiri. 28. ágúst 2017 00:16 Viðbragðsaðilar að drukkna í hjálparbeiðnum Þúsundum símtala rignir yfir lögreguna, slökkviliðið og strandgæsluna í Texas. 29. ágúst 2017 07:39 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Óttast að þeir muni finna fjölda líka í Houston Talið er að sex meðlimir einnar fjölskyldu, þar af fjögur börn, hafi dáið þegar bíll þeirra varð fyrir flóðbylgju. 28. ágúst 2017 22:00
Trump heldur til Texas á þriðjudag Yfir tvö þúsund hefur verið bjargað frá hamfaraflóðunum í Texas. Búið er að staðfesta þrjú dauðsföll af völdum fellibylsins en talið er að þau séu mun fleiri. 28. ágúst 2017 00:16
Viðbragðsaðilar að drukkna í hjálparbeiðnum Þúsundum símtala rignir yfir lögreguna, slökkviliðið og strandgæsluna í Texas. 29. ágúst 2017 07:39