Magnús í sex mánaða nálgunarbann Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. ágúst 2017 15:15 Hanna Kristín þakkar samfélaginu og lögmanni sínum fyrir að lögreglan samþykkti nálgunarbannið. Hanna Kristín Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákvarðað að Magnús Jónsson megi hvorki nálgast né hafa samband við fyrrverandi sambýliskonu sína, Hönnu Kristínu Skaftadóttur, í sex mánuði. Lögreglan hafði þann 26. júlí síðastliðinn synjað beiðni Hönnu Kristínar um að Magnús skyldi sæta nálgunarbanni en Hanna kærði þá ákvörðun til ríkissaksóknara. Sú kæra fellur nú niður þar sem lögreglan rannsakaði málið frekar og tók afstöðu til þess á ný. Samkvæmt upplýsingum frá Arnari Þór Stefánssyni, lögmanni Hönnu Kristínar, var nálgunarbannið samþykkt síðastliðinn föstudag. Það er sex mánaða langt og felst í því bann við því að nálgast Hönnu Kristínu sem og bann við öllum samskiptum við hana, hvort sem er í gegnum síma, samfélagsmiðla eða textaskilaboð. Arnar Þór segir að Héraðsdómur Reykjavíkur muni á morgun taka afstöðu til ákvörðunar lögreglustjórans og annað hvort staðfesta eða synja henni.Hefur kært Magnús fyrir heimilisofbeldi bæði á Íslandi og í BandaríkjunumFacebook-færsla Hönnu Kristínar vakti mikla athygli í liðinni viku en þar spurði hún hvað þyrfti til að hún fengi nálgunarbann á Magnús. Hanna hefur kært Magnús fyrir heimilisofbeldi, bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum. Fjallað hefur verið um mál þeirra í íslenskum fjölmiðlum, nú síðast í sumar þegar Magnús bar fyrir sig fjárhagsvanda hjá bandarískum dómstólum þar sem hann var sóttur til saka fyrir fyrrnefnt heimilisofbeldi. Þá birti Hanna myndir af áverkum sem hann hafði veitt henni. Í Facebook-færslu sinni sagði Hanna Kristín Magnús sitja um sig og að hann setti sig í samband við hana hvenær sem er sólarhringsins. Þá komi hann að heimili hennar til að athuga hvort hún væri heima og sagði Hanna að áreitinu linnti aldrei. Magnús er enn til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum á Íslandi fyrir brot gegn Hönnu en ekki hefur verið gefin út ákæra. Máli hans í Bandaríkjunum lauk með svokölluðu „plea bargain,“ það er samkomulagi þar sem hann gekkst undir viðurlög í Texas. Um er að ræða eiginlegan skilorðsbundinn ákærufrest þar sem ekkert er gert í bili en brjóti Magnús aftur af sér innan ákveðins tíma verður mál hans tekið upp að nýju.Magnús Jónsson, fyrrverandi forstjóri Atorku, hefur verið kærður fyrir heimilisofbeldi á Íslandi og í Bandaríkjunum.Vísir/HörðurSegir ákvörðun lögreglustjórans koma sér á óvart Í samtali við Vísi segir Magnús að ákvörðun lögreglustjórans komi sér verulega á óvart. Hann og Hanna hafi átt í „vingjarnlegum og góðum samskiptum allt þar til síðastliðinn þriðjudag eða miðvikudag.“ „Ef samskiptasagan er skoðuð aftur í tímann þá sést að við eigum í löngum og miklum samskiptum og það var allt í góðu á milli okkar þar til ekki fyrir löngu síðan. Þetta er hið sorglegasta mál,“ segir Magnús og bætir við að þegar hann hafi farið í sumarbústað eina helgi í júní hafi hann verið með 30 ólesin skilaboð og 20 ósvöruð símtöl frá Hönnu. Krafa lögreglustjórans um nálgunarbannið verður eins og áður segir tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. Lögreglumál Tengdar fréttir Ber fyrir sig fjárhagsvanda hjá bandarískum dómstólum Magnús Jónsson sætir kæru hjá lögregluyfirvöldum í Texas og á Íslandi fyrir heimilisofbeldi. 30. maí 2017 10:30 Spyr hvað þurfi til að fá nálgunarbann gegn Magnúsi „Er ekki nóg að ég hafi lagt fram kærur í nokkrum liðum um líkamlegt ofbeldi? Að það sé til áverkavottorð af líkamsáverkum mínum, nokkur?“ 24. ágúst 2017 09:00 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákvarðað að Magnús Jónsson megi hvorki nálgast né hafa samband við fyrrverandi sambýliskonu sína, Hönnu Kristínu Skaftadóttur, í sex mánuði. Lögreglan hafði þann 26. júlí síðastliðinn synjað beiðni Hönnu Kristínar um að Magnús skyldi sæta nálgunarbanni en Hanna kærði þá ákvörðun til ríkissaksóknara. Sú kæra fellur nú niður þar sem lögreglan rannsakaði málið frekar og tók afstöðu til þess á ný. Samkvæmt upplýsingum frá Arnari Þór Stefánssyni, lögmanni Hönnu Kristínar, var nálgunarbannið samþykkt síðastliðinn föstudag. Það er sex mánaða langt og felst í því bann við því að nálgast Hönnu Kristínu sem og bann við öllum samskiptum við hana, hvort sem er í gegnum síma, samfélagsmiðla eða textaskilaboð. Arnar Þór segir að Héraðsdómur Reykjavíkur muni á morgun taka afstöðu til ákvörðunar lögreglustjórans og annað hvort staðfesta eða synja henni.Hefur kært Magnús fyrir heimilisofbeldi bæði á Íslandi og í BandaríkjunumFacebook-færsla Hönnu Kristínar vakti mikla athygli í liðinni viku en þar spurði hún hvað þyrfti til að hún fengi nálgunarbann á Magnús. Hanna hefur kært Magnús fyrir heimilisofbeldi, bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum. Fjallað hefur verið um mál þeirra í íslenskum fjölmiðlum, nú síðast í sumar þegar Magnús bar fyrir sig fjárhagsvanda hjá bandarískum dómstólum þar sem hann var sóttur til saka fyrir fyrrnefnt heimilisofbeldi. Þá birti Hanna myndir af áverkum sem hann hafði veitt henni. Í Facebook-færslu sinni sagði Hanna Kristín Magnús sitja um sig og að hann setti sig í samband við hana hvenær sem er sólarhringsins. Þá komi hann að heimili hennar til að athuga hvort hún væri heima og sagði Hanna að áreitinu linnti aldrei. Magnús er enn til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum á Íslandi fyrir brot gegn Hönnu en ekki hefur verið gefin út ákæra. Máli hans í Bandaríkjunum lauk með svokölluðu „plea bargain,“ það er samkomulagi þar sem hann gekkst undir viðurlög í Texas. Um er að ræða eiginlegan skilorðsbundinn ákærufrest þar sem ekkert er gert í bili en brjóti Magnús aftur af sér innan ákveðins tíma verður mál hans tekið upp að nýju.Magnús Jónsson, fyrrverandi forstjóri Atorku, hefur verið kærður fyrir heimilisofbeldi á Íslandi og í Bandaríkjunum.Vísir/HörðurSegir ákvörðun lögreglustjórans koma sér á óvart Í samtali við Vísi segir Magnús að ákvörðun lögreglustjórans komi sér verulega á óvart. Hann og Hanna hafi átt í „vingjarnlegum og góðum samskiptum allt þar til síðastliðinn þriðjudag eða miðvikudag.“ „Ef samskiptasagan er skoðuð aftur í tímann þá sést að við eigum í löngum og miklum samskiptum og það var allt í góðu á milli okkar þar til ekki fyrir löngu síðan. Þetta er hið sorglegasta mál,“ segir Magnús og bætir við að þegar hann hafi farið í sumarbústað eina helgi í júní hafi hann verið með 30 ólesin skilaboð og 20 ósvöruð símtöl frá Hönnu. Krafa lögreglustjórans um nálgunarbannið verður eins og áður segir tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun.
Lögreglumál Tengdar fréttir Ber fyrir sig fjárhagsvanda hjá bandarískum dómstólum Magnús Jónsson sætir kæru hjá lögregluyfirvöldum í Texas og á Íslandi fyrir heimilisofbeldi. 30. maí 2017 10:30 Spyr hvað þurfi til að fá nálgunarbann gegn Magnúsi „Er ekki nóg að ég hafi lagt fram kærur í nokkrum liðum um líkamlegt ofbeldi? Að það sé til áverkavottorð af líkamsáverkum mínum, nokkur?“ 24. ágúst 2017 09:00 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Ber fyrir sig fjárhagsvanda hjá bandarískum dómstólum Magnús Jónsson sætir kæru hjá lögregluyfirvöldum í Texas og á Íslandi fyrir heimilisofbeldi. 30. maí 2017 10:30
Spyr hvað þurfi til að fá nálgunarbann gegn Magnúsi „Er ekki nóg að ég hafi lagt fram kærur í nokkrum liðum um líkamlegt ofbeldi? Að það sé til áverkavottorð af líkamsáverkum mínum, nokkur?“ 24. ágúst 2017 09:00