Erlent

Notkun plastpoka nú bönnuð í Kenía

Atli Ísleifsson skrifar
Kenía er ekki fyrsta ríkið í Afríku sem bannar notkun plastpoka.
Kenía er ekki fyrsta ríkið í Afríku sem bannar notkun plastpoka. Vísir/AFP
Algert bann við notkun plastpoka gekk í gildi í Kenía á miðnætti. Allir þeir sem framleiða, selja eða jafnvel nýta sér plastpoka gætu átt yfir höfði sér 38 þúsund dollara sekt eða því sem nemur fjórum milljónum króna eða fangelsisvist til fjögurra ára.

Talið er að Keníubúar noti um 24 milljónir plastpoka á mánuði hverjum. Framleiðendur hafa fullyrt að 80 þúsund störf muni leggjast af vegna bannsins.

Kenía er ekki fyrsta ríkið í Afríku sem bannar notkun plastpoka en áður hafa Suður-Afríka, Rúanda og Erítrea fetað sömu braut.

Sex mánaða aðlögunartími sem ríkisstjórn landsins veitti lauk á miðnætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×